Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
✝
Ari Ómar Hall-
dórsson fæddist
í Reykjavík 20.
mars 1956. Hann
lést á heimili sínu í
Lubbock, Texas, 13.
desember 2021.
Foreldrar hans:
eru Halldór Mar-
teinsson, f. 29.10.
1932 og Anna Krist-
ín Aradóttir, f. 19.4.
1932, d. 15.12. 2015.
Systkini hans eru Marteinn Hall-
dórsson og Anna Katrín Hall-
dórsdóttir.
Ari kvæntist Thanh Van (Ta-
nya) og eignuðust þau saman
þrjú börn: Helen Mai-Linh Hall-
dórsson, f. 1991, Adam Eric Hall-
dórsson, f. 2001 og Jacqueline
Rae Halldórsson, f. 2003. Ari og
Tanya skildu.
Ari ólst upp í Laugarnes-
hverfinu og var öll barna-
skólaárin í Laugalækjarskóla. Á
menntaskólaárunum varð
uisiana State University) sem
hann gegndi í þrjú ár.
Árið 2001 gekk Ari til liðs við
kennaralið heilbrigðisvís-
indasviðs Texas Tech University
í Lubbock, Texas. Árið 2005 fékk
hann stöðuhækkun sem prófess-
or og fastráðningu við skurð-
lækningadeild háskólans.
Á þeim tíma sem hann starfaði
hjá Texas Tech var hann meðal
annars deildarstjóri brjósthols-
skurðlækninga, lækninga-
forstjóri yfir gjörgæslu áverka
og skurðlækninga (trauma and
surgical ICU), aðstoðardeild-
arforseti skurðlækninga og yf-
irmaður endurmenntunar hjá
skurðlækningadeildinni.
Ari var fær rannsakandi á sínu
sviði og á að baki ríflega 200 út-
gefnar greinar, kynningar og
bókarkafla. Hann var virkur í al-
þjóðlegum mannúðarstörfum.
Hann stýrði eða tók þátt í leið-
öngrum til Hondúras, Mexíkó og
Víetnam.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 24. febrúar
2022, klukkan 13. Streymi verð-
ur á:
https://laef.is/ari-omar-halldorsson/
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Menntaskólinn í
Reykjavík fyrir val-
inu og þaðan lá
leiðin í Háskóla Ís-
lands í læknanám.
Eftir að hafa klárað
læknanám við Há-
skóla Íslands ákvað
hann að halda til
Bandaríkjanna til
að klára kandídats-
nám í skurðlækn-
ingum við Baylor
College of Medicine í Houston
og University of Arizona í Tus-
con.
Í framhaldi fékk hann rann-
sóknarstöður í lungnaskurð-
lækningum, skurðlækningum á
krabbameini í brjóstholi (e. on-
cologic thoracic surgery) og
hjarta- og lungnalíffæra-
flutningum, allt við University
of Illinois í Chicago. Ari flutti
síðan til Shreveport, Louisiana,
þar sem hann var ráðinn í stöðu
aðstoðarprófessors við LSU (Lo-
Elsku Ari bróðir minn hefur
kvatt okkur í síðasta sinn. Ég á
aldrei eftir að heyra „hey sys“ í
símanum aftur eða finna þétta
faðmlagið hans.
Ari var ellefu árum eldri en ég.
Hann og Matti, hinn stóri bróðir
minn, voru alltaf svo góðir við
mig og pössuðu alltaf upp á litlu
systur sína.
Ari fluttist snemma til Banda-
ríkjanna þar sem hann fór í fram-
haldsnám í skurðlækningum og
bjó þar þangað til hann dó. Hann
bjó og starfaði víða um Bandarík-
in en síðastliðin tuttugu ár starf-
aði hann við Texas Tech- háskóla-
sjúkrahúsið í Lubbock í Texas
þar sem hann starfaði sem skurð-
læknir og prófessor. Eftir kom-
una til Bandaríkjanna kynntist
Ari Tanyu og þau stofnuðu fjöl-
skyldu og eignuðust Helen,
Adam og Jackie sem voru honum
allt.
Ég leit alltaf upp til Ara. Hann
var stóri bróðir minn sem vissi
svo margt og ég gat alltaf leitað
til. Jafnvel þó að hann byggi
svona langt í burtu og oft liði
langt á milli þess að við sæjumst
þá vissi ég að ég gæti alltaf leitað
til hans. Það var tenging á milli
okkar sem var alltaf til staðar.
Ari var einstakur á svo marga
vegu. Hann fór alltaf sínar eigin
leiðir, var sjálfum sér nægur og
fylgdi aldrei fjöldanum. Honum
var alveg sama um almennings-
álitið og eltist aldrei við verald-
lega hluti. Hann var læknir af lífi
og sál og náði gríðarlegum ár-
angri á sínu sviði. Hann lifði fyrir
að hjálpa öðrum og á sínum ferli
bjargaði hann fjölmörgum
mannslífum. Hann lét sér annt
um sjúklingana sína og sinnti
þeim af hlýju og kærleika. Hann
snerti margar sálir bæði sjúk-
linga og aðstandendur með um-
hyggju sinni.
Elsku Ari minn. Þú fórst alltaf
þínar eigin leiðir – þannig lifðir
þú og þannig dóst þú. Ég sakna
þín, elsku bróðir.
Þín systir,
Anna Katrín.
Ég man þegar við vorum litlir í
Rauðalæknum að eltast hvor við
annan. Eða með öðrum orðum, ég
elti þig. Stóri bróðir minn fyrir-
mynd í einu og öllu. Ég fór ekkert
nema vita hvar þú værir. Stein-
arnir fyrir aftan húsið, hólarnir
við Kleppsveg eða niður í skóla.
Ýmislegt var brallað, þú og vinir
þínir stunguð mig stundum af en
þegar við vorum tveir saman þá
var alltaf gaman. Mér var sama
þó þeir kölluðu mig Arabróður,
vinir þínir. Ég var í raun stoltur
af því.
Svo elti ég þig í KFUM, skát-
ana og stundum á fótboltaæfing-
ar. Þar komst ég ekki í sama
flokk og þú. Þá var bara að fara
niður í skóla og vona að það vant-
aði í annað liðið. Þá fengi ég að
vera í vörninni.
Í Viðjugerðinu vorum við eldri
og ég elti þig ekki. Þar var þó ým-
islegt gert og unglingsárin voru
skemmtileg. Það var alltaf gam-
an þegar við gerðum eitthvað
saman. Þegar við Ólöf byrjuðum
saman og hófum okkar búskap þá
var Ari bró duglegur að koma og
hjálpa til. Það voru ánægjulegar
stundir saman í heimsóknum,
matarboðum og matargerð.
Áhugi Ara í eldhúsinu kom vel í
ljós á þessum tíma og ekki síður
það hve barngóður hann var. Við
minnumst þess er Ari frændi
kom og passaði litlu krílin ef þess
þurfti.
Ég sá hvað þú varst metnaðar-
fullur þegar kom að náminu.
Valdir erfiðasta menntaskólann
og fórst í það fag í háskólanum
sem krafðist mikils og reynir
mikið á. En þarna fannstu þitt
ævistarf og ástríða og áhugi ein-
kenndi þig á þínum ferli.
Það var fljótlega ljóst að metn-
aður þinn var meiri en fyrir litla
Ísland og ég vissi að þú myndir
flytja eitthvert út. Læra og starfa
erlendis. Við heima fylgdumst
stolt með þér. Nám í Bandaríkj-
unum og síðar starfsferill sem
margur myndi tala um og jafnvel
stæra sig af. En það var ekki
þannig. Fámáll og rólegur en
skarpur og yfirvegaður þegar
það átti við. Þú hélst því hjá þér
hvað þú værir í raun að eiga við
dags daglega. Ferðin til Chicago
þegar við Halldór heimsóttum
þig var eftirminnileg.
Bró, brekkurnar og hindran-
irnar voru orðnar of brattar. Ég
var að vona að við myndum sam-
einast aftur þegar færi að hægj-
ast um hjá þér og þú myndir
ferðast meira, koma oftar. Á
þessari stundu eru það minning-
arnar sem standa eftir.
Vonandi færðu þá hvíld sem þú
þurftir á að halda.
Það er ljóst að vinnufélagar
þínir og vinir virtu og dáðu þig
mjög mikið. Þess vegna vil ég fá
að vitna í suma þeirra: „Sérstak-
ur einstaklingur og til fyrirmynd-
ar sem leiðtogi.“ „Læknisfræðin
hefur sannarlega misst undra-
verðan, snjallan mann… hann
reyndi af kostgæfni og ástríðu að
lækna sjúklinga sína. Þessi mað-
ur gaf starfinu allt sitt líf.“ „Hann
var svo sannarlega framúrskar-
andi leiðbeinandi sem hjálpaði
kollegum sínum að ná nýjum
hæðum í þekkingu og kunn-
áttu…“
Innilegar samúðarkveðjur til
Tanya, Helen, Adam og Jackie.
Hvíldu í friði
Þinn bróðir,
Marteinn.
Það er dapurlegt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um þá sem falla óvænt fyrir
manninum með ljáinn langt um
aldur fram. Það gerðist nú enn
eina ferðina og var um að ræða
frænda minn, Ara Ómar Hall-
dórsson.
Þegar ég ólst upp í Holtunum
voru systir mín og bróðir ásamt
mökum að byggja sér hús á
Rauðalæknum sem þá var nýtt
hverfi í Reykjavík. Þegar þau
fluttu í þetta nýja húsnæði var ég
tíður gestur hjá þeim. Þar var
alltaf fjör og gaman því þau voru
sex frændsystkini mín sem
bjuggu þar með foreldrum sín-
um. Þau voru á ýmsum aldri en
samt gátum við alltaf leikið okkur
saman, aldur skipti ekki máli.
Þar kynntist ég Ara að sjálf-
sögðu og það var strax ljóst að
hann myndi ganga menntaveg-
inn, alltaf að spá og spekúlera um
lífið og tilveruna.
Ari gekk hinn hefðbundna
menntaveg, varð stúdent og fór
þaðan í læknisfræði við Háskóla
Íslands. Honum gekk ávallt vel í
læknanáminu og þar fann hann
fjölina sína heldur betur. Fljót-
lega eftir námið flutti hann til
USA og var að vinna í ýmsum
borgum þar, m.a. í Chicago IL,
Pittsburg PA, Shrewsbury NC,
San Antonio TX og endaði svo í
Lubbock í Texas.
Ari lærði hjartaskurðlækning-
ar og var að hefja nám í líffæra-
flutningum þegar hann lenti í bíl-
slysi og varð að hætta við það
nám. Þegar lokast einar dyr opn-
ast aðrar. Í staðinn fyrir að
standa við skurðarborðið þá fór
hann að kenna við háskólasjúkra-
húsið í Lubbock.
Ég reyndi alltaf að fylgjast
með Ara en það gat reynst erfitt
því hann var lokaður og ekki van-
ur að flíka því sem hann hafði fyr-
ir stafni. Eitt veit ég þó, að bæði
samstarfsmenn og nemendur við
í háskólasjúkrahúsið í Lubbock
hældu honum mikið við minning-
arathöfn sem haldin var þar ytra.
Þar kom greinilega fram að hann
var mikils metinn og trúi ég því
mjög vel.
Ari er lagður af stað í ferðalag-
ið sem við öll förum í og óskum
við honum góðrar ferðar og góðr-
ar heimkomu. Við sendum fyrr-
verandi eiginkonu hans Thanh
Van, börnum þeirra Helenu,
Adam Eric og Jackey ásamt föð-
ur hans og systkinum og öðrum
ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jónas og Björg.
Við tilheyrum öll fjölskyldum
af mismunandi stærðum og gerð-
um. Nánasta fjölskylda er sú sem
kemur fyrst upp í hugann en það
eru til annars konar fjölskyldur.
Ég tel mig t.d. vera meðlim fjöl-
skyldu lækna sem útskrifuðust
1982 og sú fjölskylda hefur misst
einn af sínum meðlimum, Ara Ó.
Halldórsson.
Við Ari kynntumst þegar við
byrjuðum að lesa læknisfræði.
Þessi sex ár sem við vorum sam-
an í læknadeildinni voru mót-
andi, erfið, mjög skemmtileg, en
fyrst og fremst mynduðust fjöl-
skyldutengsl sem seint verða
brotin.
Ari var skemmtilegur, mikill
húmoristi, stríðinn, fluggreindur
og einn af okkar bestu náms-
mönnum. Árin í læknadeildinni
buðu upp á marga ógleymanlega
atburði, en hæst bar ferðina okk-
ar á krufningarnámskeið í Liver-
pool. Það á ekki síst við um Ara
og Ágústu skólasystur okkur en
þau hófu samband þar úti sem
varði í átta ár eða þangað til þau
fluttu hvort í sína heimsálfuna.
Við Ari unnum mikið saman
eftir útskrift. Sérstaklega minn-
isstætt er sjúkraflug sem við fór-
um saman til Lundúna. Þetta var
mikil svaðilför og kom þar ber-
lega í ljós hversu úrræðagóður
og góður læknir Ari var. Einnig
var mjög eftirminnilegt þegar
við vorum í hópi fimm unglækna
sem stofnuðu í sjálfboðavinnu
þyrlusveit Landhelgisgæslunn-
ar. Síðar það ár, 1986, skildi leið-
ir okkar Ara, hann á leiðinni til
Bandaríkjanna í sérnám í brjóst-
holsskurðlækningum og ég til
Skandinavíu. Eftir það voru
samskipti okkar lítil, heyrðumst
nokkrum sinnum í síma. Einu
sinni bauð ég Ara að vera fyr-
irlesari á ráðstefnu hérna heima,
en hann var geysilega virkur í
læknisfræðilegum rannsóknum.
Því miður varð ekki af þessu.
Við félagar Ara vissum ekki
mikið um árin í Bandaríkjunum
nema að hann var mjög virtur
skurðlæknir og vísindamaður.
En mikið var það hrífandi að
hlusta á samstarfsmenn Ara lýsa
honum í áhrifaríkri minningar-
stund sem haldin var í Texas. Ég
mæli heilshugar með að hlusta á
minningarstundina sem hægt er
að nálgast á Youtube: „Celebra-
tion of life service for Dr. Ari
Halldorsson“, þar kemur glögg-
lega fram hversu mikið skarð
Ari skilur eftir sig hjá samstarfs-
fjölskyldunni sinni í Texas. Hon-
um er lýst sem stórkostlegum
lækni, frábærum kennara,
kröfuhörðum en alltaf með hag
skjólstæðinga, nema og sam-
starfsmanna sinna fyrir brjósti.
Þau lýsa Ara sem húmorista,
stríðnum, sérstökum, t.d. þurfti
langan tíma þar til hann fór að
kalla nemendur sína réttum
nöfnum en fram til þess kallaði
hann alla „Oscar“.
Eftir að hafa hlustað á minn-
ingarorð samstarfsmanna og
hugsað um lífshlaup okkar Ara
verður mér ljósara en áður
hversu mikilvæg fjölskylda er,
sama hvernig hún hefur orðið til.
Samskipti, umhyggja, virðing og
ást skiptir öllu máli í þessu lífi.
Við getum verið enn betri hvert
við annað.
Öllum fjölskyldum Ara votta
ég mína dýpstu samúð, nánustu
fjölskyldu Ara, börnum og föður,
samstarfsfjölskyldu Ara í Texas
og fjölskyldunni læknar sem út-
skrifuðust 1982.
Eins og kom fram hjá Tex-
asbúunum: „Vaya con dios“ kæri
Ari.
Hvíl í friði.
F.h. útskriftarárgangs lækna
1982,
Felix Valsson.
Ari Ómar
Halldórsson
Ástkær faðir okkar,
RÚNAR BERGSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 8. febrúar.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Bergur Rúnarsson
Björn Rúnarsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON
frá Skógum í Flókadal,
lést í Brákarhlíð Borgarnesi 19. febrúar.
Útför hans fer fram í kyrrþey.
Sigrún Guðmundsdóttir
Björg Guðmundsdóttir Ólafur Sveinsson
afa- og langafabörn
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA HELGADÓTTIR
frá Prestbakka,
Hólmasundi 18, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
mánudaginn 28. febrúar klukkan 13. Athöfnin verður í beinu
streymi. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Árni Yngvason Sigrún Baldursdóttir
Ragnheiður Yngvadóttir
Eysteinn Þórir Yngvason
Ingibjörg Hulda Yngvadóttir Ingvar Þór Magnússon
Guðmundur Yngvason Halldóra Sólbjartsdóttir
Magnús Þórir Yngvason Helga Heiða Helgadóttir
Þórdís Hadda Yngvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GÍSLI ÞÓRIR VICTORSSON,
Aðalstræti 4, Patreksfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
Patreksfirði, 15. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 28. febrúar
klukkan 13.
Eygló Bergh Olle Bergh
Kristín Gísladóttir
Gerður Gísladóttir Sigurður B. Guðmundsson
Victor Kr. Gíslason Julia Anna Kubowicz
Jóhanna Gísladóttir Geir Gestsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir minn,
ÖRN LÚÐVÍKSSON,
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn
14. febrúar. Útförin fer fram frá
Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. mars
klukkan 15.
Elín Arnardóttir
og aðrir ástvinir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
HELGA MARINÓS SIGMARSSONAR,
Helga í Hvammi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir kærleiksríka
umönnun og hlýju í garð fjölskyldunnar.
Guðrún Guðjónsdóttir
Guðjón Viðar Helgason
Sólrún Helgadóttir Sigurður Friðrik Karlsson
Jóna Þorgerður Helgadóttir Benóný Gíslason
Hólmfríður Helga Helgadóttir Rafn Rafnsson
Kristófer Helgi Helgason
Sigmar Helgason
Guðbjörg Helgadóttir Örlygur Þór Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn