Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 42

Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 ✝ Jón Valgeir Stefánsson fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1934. Hann lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 21. október 2021. Foreldrar hans voru Stefán Stef- ánsson trésmiður frá Fossi í Gríms- nesi, f. 24. janúar 1902, d. 1. desember 1999, og Þórunn Ívarsdóttir hús- freyja frá Mýrum Álftanesi, Álfta- neshreppi, f. 31. maí 1904, d. 19. apríl 1967. Systkini Jóns Valgeirs eru: Bryndís, f. 9. maí 1930, d. 15. maí 2008, Stefán, f. 26. september 1931, d. 21. september 2006, Karl, f. 27. nóvember 1932, Ágúst, f. 22. 2001, og Darra Dór, f. 2004. Jón Valgeir ólst upp í Hafn- arfirði og lauk þar skólagöngu frá Flensborgarskóla. Hann útskrif- aðist frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni og fór síðan í ball- ettnám til Kaupmannahafnar. Hann bætti við sig danskenn- aranámi, námi í samkvæm- isdönsum og námi í spænskum dönsum í Barselóna. Dansskóla rak hann um skeið í Reykjavík, bæði með Hermanni Ragnari Stef- ánssyni og síðar Eddu Scheving. Jón Valgeir flutti til Kaupmannahafnar og starfaði þar og víðar við ballett, m.a. um tíu ára skeið sem fyrsti sólódansari hjá Tívolíballettinum. Dansinn og hreyfing áttu hug hans allan og hann fékkst við danskennslu eins lengi og hann gat. Síðari hluta ævi sinnar vann hann lengi við umönnun og á meðferðarstöðvum bæði í Svíþjóð og Danmörku. Jón Valgeir verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 24. febrúar 2022, athöfnin hefst kl. 13. maí 1937, d. 24. febr- úar 2020, og Sig- urður, f. 20. júlí 1939. Einn eldri bróður áttu þau systkinin sam- mæðra, Ágúst Mark- ússon, en hann lést 9 ára árið 1935. Jón Valgeir trú- lofaðist Silju Sjöfn Eiríksdóttur, f. 23. mars 1937, og áttu þau eitt barn, Valborgu Valgeirs- dóttur, f. 12. maí 1954. Þau slitu samvistir. Barn Valborgar er Orri Dór Guðnason, f. 2. október 1970, hann er kvæntur Heiði Huld Hreið- arsdóttur, f. 1976. Þeirra barn er Eik Embla, f. 2021. Fyrir átti Orri Dór: Ívar Dór, f. 1997, Silju Sól, f. Það er erfitt að trúa því að Jón frændi sé búinn að kveðja þennan heim. Þrátt fyrir veikindin sín var hann alltaf svo lífsglaður og hress. Hann var gangandi kraftaverk og fylgdist vel með líðandi stund. Hann var virkur á samfélagsmiðl- um og alltaf til í að spjalla á netinu eða líka við fréttir og myndir frá vinum og ættingjum. Þrátt fyrir að búa í Kaupmannahöfn var hann duglegur að halda sambandi við alla. Það var alltaf gott að koma til hans í heimsókn og hann var góður gestgjafi. Hann vildi sýna allt það helsta sem Kaupmannahöfn hafði upp á að bjóða og alltaf fór hann með gesti í Tívolíið þar sem hann hafði verið dansari á sviði í mörg ár og svo hafði hann verið lengi dans- ari við konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann var mjög nútímalegur og fylgdist vel með öllu helsta og nýjasta í heiminum, sérstaklega tækninýjungunum. Hann var fljótur að fá sér tölvu, þegar þær komu fram, síðar far- tölvu og svo spjaldtölvu. Hann var líka með þeim fyrstu til að fá sér farsíma þegar þeir komu fram. Hann var alltaf til í að hjálpa öðrum og veita þeim aðstoð sem þurftu. Hann var alltaf í góðu formi og var duglegur að hreyfa sig og stunda ýmiss konar líkamsrækt. Hann hafði gaman af því að ferðast bæði hér á landi og erlendis. Hann ferð- aðist hringinn um landið og aðrar styttri ferðir með foreldrum mín- um í húsbíl þeirra og hann fór líka með þeim til Spánar. Fyrsta minn- ingin mín um hann er þegar ég ferðaðist með foreldrum mínum og eldri bróður um Norðurlöndin með hjólhýsi þegar ég var fimm ára. Þá heimsóttum við Jón Valgeir í Kaupmannahöfn. Hann fór með okkur í Tívolí, dýragarðinn og á fleiri staði. Þetta var eftirminnileg ferð. Svo kom hann oft í heimsókn til Íslands og bjó hér um tíma í kringum 1984 og kenndi steppdans í Kramhúsinu. Þegar ég komst á fullorðinsár þá heimsótti ég hann nokkrum sinnum ásamt eigin- manni mínum og svo með börnin okkar. Þau eiga skemmtilegar minningar um góðan frænda. En núna er komið að leiðarlokum hjá elsku frænda mínum sem stefndi á að verða 100 ára. Hann var með alls konar framtíðarplön síðast þegar ég hitti hann í september þegar ég, mamma og Anna Ágústa dóttir mín heimsóttum hann og átt- um við góða daga saman í Kaup- mannahöfn. Minningin um Jón Valgeir lifir meðal okkar. Ég vil senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til Valborgar Val- geirsdóttur og fjölskyldu hennar. Helga Ágústsdóttir og fjölskylda. Ég kynntist Jóni Valgeiri fyrir 35 árum þegar við fórum að starfa saman hjá Von Veritas í Dan- mörku. Ég hef oft hugsað til þess hversu þessi kynni hafa auðgað líf mitt og trú á mannkynið. Þegar Jón kom inn í hóp fólks þá breytt- ist andrúmsloftið; allir urðu glað- ari; umræður fóru á hærra plan; kæti og hlýleiki urðu ríkjandi. Hann þurfti að fórna miklu fyr- ir listina. Það var ekki auðvelt á sínum tíma að fara til náms og starfa í Danmörku. Tengslin við fjölskyldu og vini á Íslandi urðu ekki eins og Jón hefði kosið þar sem ferðir á þeim tímum voru bæði fátíðar og kostnaðarsamar. Hann átti ótalmörg áhugamál sem hann sinnti fram á síðasta dag. Hann var ástríðufullur, fylginn sér og skapmikill. En kannski er besta lýsingin á hon- um hversu sannur vinur hann var vina sinna. Ég veiktist lítillega fyrir fjórum árum og þurfti að fara til dvalar á NLFÍ í þrjár vik- ur. Ég var í vandræðum með pössun fyrir hundana mína, Jón frétti af því; hringdi strax og bauðst til að koma til Íslands til að passa þá. Tíðarfarið var nú ekki gott; svipað og við erum að lifa þessa dagana. Jón sinnti skyldum sínum og fór með hundana í tvo langa göngutúra á dag; í jakkaföt- um og á támjóum skóm. Það er bara einn Jón Valgeir. Einhverju sinni var ég hús- næðislaus og þá bjargaði Jón mál- unum; fékk fyrir mig íbúð í húsi föður síns Stefáns sem var því- líkur öðlingur. Þá skildi ég hvaðan Jón Valgeir hafði alla sína mann- kosti. Jón Valgeir og mamma voru skyld; reyndar í fjórða ættlið og hreykti ég mér ætíð af þeirri miklu frændsemi. Ég þakka Jóni Valgeiri fyrir ógleymanleg kynni um leið og ég votta fjölskyldu hans innilega samúð. Anna Ólafsdóttir. Ég vil kveðja besta vin minn Jón Valgeir með ljóðinu Minning eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning er björt Jafnframt sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans Aðalheiður Pálsdóttir. Góður vinur, Jón Valgeir Stef- ánsson, hefur kvatt sitt jarðneska líf. Jóni kynntist ég þegar Anna systir giftist Ágústi Stefánssyni bróðir hans en Gústi lést fyrir ekki svo löngu. Jón var mikill öðlingsmaður. Sérstaklega góðlyndur og glaðvær og vildi öllum gott gera. Jón Valgeir var listamaður á mörgum sviðum. Hann var íþrótta- kennari að mennt og ef ég man rétt líka sjúkraliði. Þekktastur var Jón Valgeir þó fyrir að vera atvinnudansari og danskennari. Hann flutti ungur til Danmerkur og starfaði sem list- dansari í Tívolí þar í landi um ára- bil. Jón var Hafnfirðingur og sleit barnsskónum á Holtsgötunni þar í bæ, en þar bjuggu foreldrar Jóns, Stefán og Þórunn með börnum sín- um, fimm sonum og einni dóttur, Bryndísi, sem er látin ásamt bræðrum sínum Stefáni, Ágústi og Jóni Valgeir en Karl og Sigurður eru á lífi. Jón bjó lengst af í Danmörk en kom oft til Íslands á meðan heilsan leyfði og hélt þá gjarnan til hjá Önnu systur og Gústa. Einhverju sinni barst það í tal að Jóni langaði til að prófa að mála mynd en við Kalli bróðir hans vor- um saman í myndlistarklúbbi. Hjálpaði ég Jóni af stað og málaði hann fína vatnslitamynd og marg- ar myndir eftir það. Á efri árum leitaði hann m.a. afþreyingar í að skreyta og mála postulín og náði góðum tökum á þeirri list eins og öðru sem hann lagði stund á. Eftir að Jón hætti sem atvinnu- dansari nýtti hann reynslu sína og menntun öðrum til hjálpar við störf á heilsuhælum í Danmörku og Svíþjóð og fann sig vel í því starfsumhverfi. Minnisstæð er mér hringferð um landið á tveim jeppum með tjaldvagna í eftirdragi þar sem Jón var farþegi hjá Önnu og Gústa en ég hjá Sigga frænda og Messí. Frábær ferð. Mörgum árum síðar eftir að Eygló mín hafði bæst í hópinn var mestallt Mið-Norðurland lagt að baki á nokkrum dögum og enn voru það Anna og Gústi sem voru gestgjafar og þá í íbúð á Akureyri. Enn áttum við Eygló eftir að njóta samveru góðra vina með Jóni Valgeir. Þegar Gústi mágur minn hélt upp á 80 ára afmæli sitt fyrir nokkrum árum, en hann var aðeins yngri en Jón, buðu Gústi og Anna systir okkur Eygló að dvelja hjá sér í viku í Kaupmannahöfn í íbúð sem lánuð var af stéttarfélagi. Jón tók á móti okkur á vespunni sinni, sem hann ók nánast fram í andlátið, og var meira og minna með okkur alla dagana, hélt okkur veislu á veitingastað og var okkar leiðsögumaður í borginni. Hann sýndi okkur gamla vinnustaðinn sinn í Tívolí og marga fleiri merka staði. Einu sinni eftir annasaman dag í borginni hafði Eygló orð á því að hún hefði aldrei séð „fríríkið Krist- janíu“ sem var þarna í nágrenninu. Jón lét sig þá ekki muna um að bjóða Eygló í langan göngutúr til að skoða Kristjaníu. Svona var hann þá hress á níræðisaldri fyrir fáum árum og alltaf tilbúinn til að aðstoða og gleðja vini sína. Guð blessi minningu Jóns Val- geirs. Valborgu dóttur hans og öðrum aðstandendum er vottuð innileg samúð. Við Eygló minnumst góðs vin- ar með þökk og virðingu. Ársæll Þórðarson Eygló Karlsdóttir. Jón Valgeir Stefánsson Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARA ARTHURSSONAR tæknifræðings Guðrún Birna Guðmundsdóttir Vigdís Klara Aradóttir Guido Bäumer Halldóra Æsa Aradóttir Geir Thorsteinsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, ÓSKARS HENNING VALGARÐSSONAR ÁLDAL. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heranna og líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Kolbrún Karlsdóttir Karl Óskarsson Björk Óskarsdóttir Áldal Hlynur Óskarsson afabörn og langafabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ANDRÉSDÓTTIR, Hæðargarði 33, Reykjavík, sem lést laugardaginn 5. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. mars klukkan 11 (ath. breytta dagsetningu). Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir Guðrún Birna Einarsdóttir Einar Garðarsson Ragnar Einarsson Linda Benediktsdóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER SIGURJÓNSDÓTTIR, Álftahólum 6, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 28. febrúar klukkan 13. Gunnhildur Hauksdóttir Helgi Friðjón Arnarson Herdís Hauksdóttir Garðar Runólfsson Kristjana Ósk Hauksdóttir Arnór Jónatansson Haukur Hauksson Helga Ægisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS KONRÁÐSSONAR bónda frá Efri-Grímslæk, Ölfusi, frá Þorlákskirkju verður frestað til mánudagsins 28. febrúar klukkan 13 vegna veðurs. Konráð Gunnarsson Elenita Gonzales Aradillos Jón Gunnarsson Kristjana Ösp Birgisdóttir Gunnar Gunnarsson Matthea Sigurðardóttir Viktor Jónsson Sigurður Grétar Gunnarsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær faðir okkar, afi og verðandi langafi, JAKOB DANÍELSSON, fyrrv. skipstjóri, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 6. febrúar. Útförin hefur farið fram. Emilía Katrín Leifsdóttir Harpa R. Jakobsdóttir Dagný Lind Jakobsdóttir Benóný Orri, Daníel Jakob Mirjam Sif og Halldór Adam Ástkær móðir okkar, unnusta, dóttir, systir og vinkona, DÝRFINNA VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Meðalheimi, Blönduósi, lést á HSN á Blönduósi fimmtudaginn 17. febrúar. Útför fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 26. febrúar klukkan 14. Streymi frá útförinni má nálgast á Facebook-síðu Blönduóskirkju. Allir velkomnir. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á HSN, Blönduósi og Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir einstaka umönnun. Tinna Rut Vídalín Egilsdóttir Jón Egill Egilsson Júlíus Óskarsson Kristján Vídalín Óskarsson Sólveig Vídalín Kristjánsdóttir Óskar Vídalín Kristjánsson Sandra Vídalín Kristjánsdóttir Kristján Vídalín Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.