Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Andrúm er skrifuð fyrir leikmyndinni
en enginn einstaklingur nefndur til
þeirrar sögu í leikskrá, sem verður að
teljast óvenjulegt þótt ég þori ekki að
fullyrða að það sé algert nýmæli í
íslensku leikhúsi. Samspil leik-
myndar við stemmingsríka lýsingu
Ólafs Ágústs Stefánssonar undir-
strikar rómantíkina.
Búningahugmynd Bjargar Mörtu
Gunnarsdóttur vinnur síðan róttækt
gegn þjóðernisþáþránni í umgjörð-
inni. Þar er vísað af fullri einurð í
annan nostalgískan þjóðsagnaheim:
Villta vestrið, kúrekamenninguna og
framhaldslíf hennar í listsköpun,
einkum kvikmyndagerð. Hattar,
vesti, reiðkápur og sexhleypur setja
svip sinn á útlitið, sem er að mestu
raunsæismegin á vestra-rófinu, þótt
sýslumaðurinn sé meira eins og sótt-
ur í heim syngjandi kúrekans Roy
Rogers, eða glysheim Nashville-
kántrísins.
Þetta er snjallt og gengur upp.
Vafalaust stuðar þetta einhverja leik-
húsgesti, virkar sem helgispjöll, fyrir
utan að mynda spennu við íslensku
heiðríkjuna í myndum Sigga sénís. Á
Þ
að er bæði bölvun og blessun
að Skugga-Sveinn sé horn-
steinn íslenskrar leikrit-
unar. Bölvun af því að þetta
er nú ekki stórkostlega tilþrifamikið,
formfagurt eða djúpt verk, þótt
skemmtilegt sé. Blessun af nákvæm-
lega sömu ástæðum. Fyrir vikið er
ekkert tiltökumál að búa til sýningu
eins og þá sem Leikfélag Akureyrar
sýnir nú, fulla af sannri, næstum
bernskri, einlægni í hárfínu jafnvægi
við ástúðlega hæðni. Og ótal ósam-
stæðum hugmyndum sem falla á end-
anum saman í sterka og fallega heild.
Og mjög hófstillta virðingu fyrir efni-
viðnum.
Sundurleit fegurðin birtist ekki síst
í útliti sýningarinnar. Bosmamikil
tjöld skilgreina rýmið, þrengja það og
víkka eftir því hvort við erum í bað-
stofu, tjaldi, helli eða fjallasal. Endur-
gerðir af leiktjöldum Sigurðar málara
eru bornar inn þegar mikið liggur við.
Öll einkennist umgjörðin af róm-
antískri nostalgíu, minnir á að hvað
sem líður kostum og göllum leikrits
Matthíasar þá á það sér lengri sviðs-
sögu og dýpri rætur í menningu og
tilfinningalífi Íslendinga (í það
minnsta eldri kynslóðarinnar) en
nokkurt annað verk. Arkitektastofan
móti kemur að þessir heimar eru um
margt skyldir. Skýr og bernsk
aðgreining góðs og ills er til dæmis til
staðar í þeim báðum. Þá er útlaga-
þemað stór hluti Vestra-
rómantíkurinnar, og bæði þar og í
íslenskum útlagahugmyndum hefur
þjóðsagnagleðin ýkt hinn rýra raun-
veruleika upp úr öllu valdi.
Enn eykst sundurgerðin þegar
tónlist Sævars Helga Jóhannssonar
bætist við. Hún er sjálf með fjöl-
breyttu sniði, bæði frumsömdu lögin
og útsetningar og tilbrigði við „upp-
runalegu“ tónlistina. Það kemur
dálítið á óvart að hún sé ekki með ein-
dregnara sveitatónlistarsniði, en
svipmikil er hún og hvert númer fyrir
sig nær fyllstu áhrifum sem það sem
það er. Ekki var samt alltaf ákjósan-
legt jafnvægi milli undirleiks og
söngs, svo skáldskapurinn skilaði sér
út í sal.
Leikgerð Mörtu Nordal er skyn-
samlega unnið verk. Aukapersónum
fækkað róttækt frá „endanlegri“ gerð
Matthíasar; enginn Galdra-Héðinn,
Jón sterki eða stúdentar, Sigurður í
Dal horfinn en Ásta orðin dóttir
Lárenzíusar sýslumanns sem einnig
hefur Grasa-Guddu og Gvend smala í
sinni þjónustu. Sveinn hins vegar
með fullskipað lið. Atburðarás einföld
og skýr. Eins og vestrar eiga að vera.
Leikstíllinn er upp til hópa hóf-
stilltari en reikna hefði mátt vera
með. Hefðin gerir vissulega ráð fyrir
talsverðum brussugangi og alls kyns
usla. Hér eru reyndar höfð kynjavíxl
á tveimur karakterum en bæði Vala
Fannell sem Gvendur smali og María
Pálsdóttir í hlutverki Ögmundar létu
sér búninga og nöfn að mestu nægja
til að taka á sig karlhlutverkin, hefðu
að ósekju mátt sleppa aðeins meira
fram af sér beislinu í týpusköpuninni.
Árni Beinteinn og Þórdís Björk
Þorfinnsdóttir voru fögur og einlæg
eins og vera ber í hlutverkum Har-
aldar og Ástu. Það var gaman að sjá
skartbúið valdið taka á sig mynd hjá
Björgvini Franz Gíslasyni, en einnig
þar var meiri einlægni, minni þungi
og léttstígari skopfærsla en jafnvel
hefði mátt búast við.
Það má kannski kalla Sunnu Borg
fulltrúa „gamalla gilda“ í túlkun
verksins, og það reynist svo sannar-
lega lífsmark í hefðinni hvað sem öll-
um leikfangabyssum líður. Forn-
eskjulegur frumkraftur einkenndi
Grasa-Guddu í hennar meðförum,
aldeilis stórbrotin frammistaða. Þótt
húmorinn í málsniði Guddu sé vissu-
lega kominn vel fram yfir síðasta
söludag náði Sunna að kjarna eintalið
hennar þannig að það skilaði hlátra-
sköllum, hvað sem fyrnskunni leið.
Ketill skrækur er önnur glansrulla
og Vilhjálmur B. Bragason reyndist
fyllilega því verkefni vaxinn að skila
þeirri fótaþurrku með hæfilegu jafn-
vægi af háði og mannlegri hlýju. Það
er erfitt annað en að segja sýninguna
rísa hæst í samleikssenum þeirra
Jóns Gnarr. Aldeilis yndislegt sam-
spil, fínlegt og rustalegt í senn í öllum
sínum lopahespu- og sviðakjamma-
knúna fáránleika. Gott ef hugurinn
leitaði ekki til Becketts þegar best lét
– er Godot mögulega rökrétt næsta
verkefni?
En allra augu beinast að Skugga-
Sveini, sem á það sameiginlegt með
túlkanda sínum hér að fanga athygl-
ina hvar sem hann fer. Og eins og um
fleiri í þessari fallegu og sérkennilega
íhugulu sýningu: vel hefði mátt
ímynda sér meiri tilþrif, meiri „leik“ í
túlkuninni. Nógu marga hrotta og
siðblinda einæðinga höfum við séð
Jón skapa eftirminnilega í Fóst-
bræðragenginu, svo ekki sé minnst á
Georg Bjarnfreðarson. Og einhvern
tímann hefði Jón talist kjörinn í hlut-
verk Guddu. En nei. Hér er byggt á
fullum trúnaði við persónuna, öruggri
vissu um náðarvald og nærveru leik-
arans sem fyllir áreynslulaust út í
rýmið.
Um leið og fór að birtast kynning-
arefni um sýninguna, Jón Gnarr á
hestbaki, kúrekahattar og reiðkápur
byrjaði hugurinn að búa sig undir gal-
gopaskap og flipp. Á meðan gleymd-
ist sú lykilstaðreynd að Marta Nordal
er einmitt einn frumlegasti og íhug-
ulasti endurskoðandi klassískra
íslenskra verka sem starfar í íslensku
leikhúsi nú um stundir. Handbragð
hennar er það sem býr til töfrana bak
við tjöldin í Samkomuhúsinu að þessu
sinni, með öruggum stuðningi leik-
hóps og listræns teymis sem skilar
þessari óvenjulegu sýningu sem er
kjarnanum trú en bregður jafnframt
á leik í ýmsar áttir.
Þrír hljómar og sannleikurinn
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Frumleg „Marta Nordal er einmitt einn frumlegasti og íhugulasti endurskoðandi klassískra íslenskra verka sem
starfar í íslensku leikhúsi nú um stundir,“ segir um uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini.
Samkomuhúsið á Akureyri
Skugga-Sveinn bbbbn
Eftir Matthías Jochumsson. Leikgerð:
Marta Nordal og leikhópurinn. Leik-
stjórn: Marta Nordal. Tónsmíði og tón-
listarútsetningar: Sævar Helgi Jóhanns-
son. Söngtextar: Matthías Jochumsson
og Vilhjálmur B. Bragason. Leikmynd:
Andrúm arkitektar. Leiktjöld: Sigurður
Guðmundsson málari. Búningar: Björg
Marta Gunnarsdóttir. Lýsing: Ólafur
Ágúst Stefánsson. Hljóðmynd: Gunnar
Sigurbjörnsson. Sviðshreyfingar: Guðný
Ósk Karlsdóttir og Marta Nordal. Hár og
gervi: Harpa Birgisdóttir. Leikarar: Jón
Gnarr, Björgvin Franz Gíslason, Þórdís
Björk Þorfinnsdóttir, Sunna Borg, María
Pálsdóttir, Árni Beinteinn, Vilhjálmur B.
Bragason og Vala Fannell. Leikfélag
Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu
á Akureyri 12. febrúar 2022.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur
ferna Vínartónleika frá og með
deginum í dag til 26. febrúar en á
lokadegi verða tvennir haldnir.
Meðal þess sem hljómar eru valsar
og polkar eftir Johann Strauss
yngri, m.a. Keisaravalsinn og Dón-
árvalsinn, auk forleiksins að Leður-
blökunni. Þá mun einnig verða leik-
in norræn tónlist innblásin af
dönsum Vínarborgar, hið vinsæla
kampavínsgalopp Lumbyes og
kampavínsvalsinn Moët & Chandon
eftir Ellen Sandels.
Tveir helstu einsöngvarar
Íslands koma fram á tónleikunum,
þau Herdís Anna Jónasdóttir og
Gissur Páll Gissurarson, og hljóm-
sveitarstjóri er Kornilios Michailid-
is. Dansarar eru þau Þorkell Jóns-
son, Denise Margrét Yaghi, Gylfi
Már Hrafnsson og María Tinna
Hauksdóttir.
Syngur Herdís Anna Jónasdóttir.
Fernir Vínartónleikar haldnir í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þóra Hjörleifsdóttir svikaskáld sér
um ljóðakaffi Borgarbókasafnsins í
Kringlunni í dag kl. 17.30-18.30.
Boðið verður upp á freyðandi ljóð
og léttar veitingar meðan þrjú
skáld í yngri kantinum flytja ljóð
sín. „Fram koma Brynjar Jóhann-
esson sem vakið hefur athygli fyrir
sína fyrstu ljóðabók, Álfheima,
Haukur Ingvarsson sem gaf út
bókina Menn sem elska menn fyrir
jólin og er auk þess handhafi
Ljóðaverðlauna Tómasar
Guðmundssonar og Þórdís Helga-
dóttir sem var tilnefnd til Fjöru-
verðlaunanna í
ár fyrir ljóða-
bókina Tann-
töku. Þóra Hjör-
leifsdóttir er
meðlimur svika-
skáldanna sem
voru tilnefnd til
Íslensku bók-
mennta-
verðlaunanna í
ár og hefur gefið út skáldsöguna
Kviku. Skáldin lesa úr og ræða
nýútkomnar bækur sínar,“ segir í
tilkynningu frá skipuleggjendum.
Freyðandi ljóð í Borgarbókasafninu
Þórdís Helgadóttir
uðning sem
rf að halda
Við veitum st
þú þarft á þa
FERSKIR
SKÍÐAFÆTUR
MEÐ
•Auka blóðflæði
•Draga úr vöðvaeymslum eftir hreyfingu
•Styðja við sinar og liðbönd
•Draga úr líkum ámeiðslum
•Auka súrefnisupptöku
•Hraða endurheimt
Skíðasokkar úr Merino ullarblö du eru búnir
þrýstingseiginleikum sem hjálpa þér að ná
hámarksárangri í þinni hreyfingu.
Trönuhrauni 8 – 565 2885 | Bíldshöfða 9 – 517 3900 | stod.is