Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 26

Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 26
Lausar eru til umsóknar ótímabundnar stöður sérfræðinga í heimilislækningum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfshlutfall getur verið 100% eða minna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nýsköpun og framþróun. Helstu verkefni og ábyrgð Starfssvið sérfræðings í heimilislækningum er víðtækt og felst m.a. í almennri læknamóttöku, heilsuvernd, bráðaþjónustu á daginn ásamt síðdegisvakt. Viðkomandi er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, kennslu starfsfólks og nema ásamt þátttöku í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi. Hæfnikröfur • Íslenskt lækningaleyfi • Sérfræðimenntun í heimilislækningum • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð • Reynsla af kennslu er æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og áhugi til samstarfs við aðrar starfsstéttir og þátttöku í teymisvinnu • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki • Íslenskukunnátta skilyrði • Góð enskukunnátta Til greina kemur að ráða almennan lækni ef ekki tekst að ráða sérfræðing í heimilislækningum til starfa. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2022. Nánari upplýsingar á starfatorg.is og áheilsugaeslan.is undir laus störf Sérfræðingar í heimilislækningum hagvangur.is Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 26. apríl. iTUB leitar að kraftmiklum starfsmanni til að leiða sölu félagsins á Íslandi. Viðskipta- og þróunarstjóri mun jafnframt vinna að viðskiptastefnu og frekari þróun félagsins. Starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Viðskiptastjóri núverandi viðskiptavina félagsins á Íslandi, með markmiðið að hámarka virði þeirra og bæta þjónustu • Sala á þjónustu félagsins, sölusamningar og eftirfylgni • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina • Vinna með yfirstjórn að stefnumörkun félagsins • Þróun verkferla og viðskiptanets félagsins, innanlands og erlendis • Umsjón með innleiðingu ýmissa verkferla • Samskipti við viðskiptamenn og þjónustuaðila • Stuðla að hámörkun leigunýtingarhlutfalls • Úttekt og þróun á nýjum mörkuðum og vöru/þjónustu • Ýmis önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Haldbær reynsla af sölumálum og alþjóðaviðskiptum • Áhugi á sjávarútvegi • Reynsla af fiskveiðum og/eða vinnslu er kostur • Greiningarhæfni og þekking/reynsla af markaðsmálum • Góð almenn tölvufærni • Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku Viðskipta- og þróunarstjóri (Business Development Manager) iTUB sérhæfir sig í leigu á endurnýtanlegum umbúðum fyrir sjávarútveg í Norður Atlantshafi. iTUB er með starfsstöðvar í Noregi, Danmörku og á Íslandi, auk þjónustustöðva á öllum helstu fiskvinnslusvæðum í norðanverðri Evrópu. iTUB er leiðandi í þjónustulausnum á kerum fyrir veiðar, vinnslu og flutning á hráefni. Sjálfbærni er ávallt höfð að leiðarljósi og býður iTUB eingöngu upp á fullkomlega endurvinnanleg ker sem framleidd eru af Sæplasti á Dalvík. Sótt er um starfið á hagvangur.is 2 ATVINNUBLAÐIÐ 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.