Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 20
Mér sýnist að borgin sé
að gefa frá sér núna
það forræði og þá
forystu sem borgin
hafði á sínum tíma.
Bjarni
Benediktsson
Ef fjármálaráðherra er
að segja að borgin eigi
að greiða þjóðarleik-
vanga ein þá er ég að
heyra það í fyrsta
skipti.
Dagur B.
Eggertsson
Við vinnum með
íþróttahreyfingunni
sem vill að þessi mann-
virki séu í höfuðborg-
inni.
Ásmundur Einar
Daðason
Ársfundur 2022
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar
verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 12.00 í húsakynnum
Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, Reykjavík.
Lífeyrissjóður
starfsmanna Reykjavíkurborgar
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar launagreiðenda og
viðkomandi stéarfélaga eiga ré til fundarsetu á
ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvair til að mæta á fundinn
en óskað er eir að þeir tilkynni mætingu til sjóðsins
á netfangið liru@liru.is eða í síma síma 5400 700.
Reykjavík, 4. apríl 2022
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar
Í stjórn sjóðsins sitja:
Þórdís Lóa Þórhallsdóir, formaður stjórnar,
Ása Clausen, Janus Arn Guðmundsson,
Rannveig Ernudóir og Þorgrímur Hallgrímsson
Framkvæmdastjóri: Gerður Guðjónsdóir
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2021
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt
5. Tilnefning stjórnarmanna og varamanna
6. Kynning á breytingum samþykkta sjóðsins
7. Önnur mál
Allar árhæðir í milljónum króna.
Á árinu 2021 greiddu að meðaltali 218 sjóðfélagar iðgjöld til
sjóðsins og námu heildariðgjöld ársins 2.648 m.kr. með aukaframlagi
launagreiðenda. Að meðaltali fengu 3.684 einstaklingar greiddan
lífeyri frá sjóðnum og nam hann 6.197 m.kr. Rekstrarkostnaður ársins
var 192 m.kr. Hreinar árfestingatekjur ársins voru 9.108 m.kr.
Nafnávöxtun sjóðsins var 10,5% en raunávöxtun 5,3%. Hrein eign til
greiðslu lífeyris hækkaði um 5.367 m.kr. á árinu og nam 92.450 m.kr.
í árslok. Tryggingafræðileg athugun sjóðsins sýnir að heildareignir
sjóðsins umfram skuldbindingar eru um 14.483 m.kr. Enginn
starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum en Brú lífeyrissjóður
hefur annast rekstur sjóðsins frá 1998.
Yfirlit yfir a
omu ársins 2021
Breyting á hreinni eign 2021 2020
Iðgjöld 2.648 3.325
Lífeyrir -6.197 -5.720
Hreinar árfestingatekjur 9.108 6.792
Rekstrarkostnaður -192 -188 _________ ________
Breyting á hreinni eign 5.367 4.209
Hrein eign frá fyrra ári 87.083 82.874 _________ ________
Hrein eign til greiðslu lífeyris 92.450 87.083 _________ ________
Efnahagsreikningur
Eignarhlutir í félögum og sjóðum 24.628 16.148
Skuldabréf 66.778 68.167
Kröfur 249 326
Handbært fé 1.114 2.970
Ýmsar skuldir -319 -528 _________ ________
Hrein eign til greiðslu lífeyris 92.450 87.083 _________ ________
Kennitölur
Nafnávöxtun 10,5% 8,1%
Raunávöxtun 5,3% 4,4%
Raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,4% 3,6%
Raunávöxtun 10 ára meðaltal 4,2% 4,0%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 11,7% 8,9%
Virkir sjóðfélagar 218 250
Fjöldi lífeyrisþega 3.684 3.599
Sjóðfélagar í árslok 15.925 16.070
Áratugalöng störukeppni
ríkis og borgar í aðstöðleysi
íþróttastarfs hér á landi held-
ur áfram. Fjármálaráðherra
furðar sig á getuleysi Reykja-
víkurborgar en borgarstjóri
veltir fyrir sér hvort málið
sé farið að skapa ágreining
innan ríkisstjórnarinnar.
sport@frettabladid.is
LaugardaLshöLL Bjarni Bene-
diktsson furðar sig á viðleitni
Reykjavíkurborgar þegar kemur að
því að reisa nýja þjóðarhöll á sama
tíma og önnur sveitarfélög hafa lýst
yfir áhuga á verkefninu. Dagur B.
Eggertsson kveðst hissa að heyra
skoðun Bjarna en Ásmundur Einar
Daðason ítrekaði að ríkisstjórnin
væri ákveðin í að finna lausn sem
fyrst og neitaði að málið væri að
valda ágreiningi hjá ríkisstjórninni.
Reykjavíkurborg er að gefa frá
sér forræði og forystu yfir byggingu
þjóðarleikvanga, að mati Bjarna
Benediktssonar, fjármála- og efna-
hagsráðherra, en Fréttablaðið ræddi
við Bjarna um fjármögnun þjóðar-
leikvanga að loknum ríkisstjórnar-
fundi í gær. Bjarni segir að ríkið geti
með myndarlegum hætti tekið þátt
í því að reisa þjóðarhallir en að það
þurfi ekkert endilega að vera í sam-
starfi við Reykjavíkurborg ef hún
treysti sér ekki til þess að taka þátt
í því.
„Einu sinni var Reykjavík stór og
sterk og gat reist Laugardalshöll af
eigin rammleik. Eignaðist hana,
byggði hana og átti hana. Nú virð-
ist tíðin önnur. Nú þarf Reykjavík
að horfa til ríkisins,“ sagði Bjarni og
bætti við að honum sýndist sem svo
að Reykjavíkurborg væri að gefa frá
sér forræði og forystu yfir byggingu
þjóðarhalla og leikvanga.
„Það stendur hvergi í lögum að
ríkið eigi að reisa þjóðarleikvangana.
Þannig var það ekki með Laugar-
dalsvöll og þannig var það ekki með
Laugardalshöll þó að ríkið hafi, eftir
atvikum, stutt við umbætur og end-
urbætur á þessum mannvirkjum. Þá
hafa mannvirkin verið á forræði og
forsendum Reykjavíkurborgar. Mér
sýnist að borgin sé að gefa það frá sér
núna, það forræði og þá forystu sem
borgin hafði á sínum tíma.”
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Skotin fljúga annars staðar
en inni á keppnisvellinum
Laugardalshöll er að nálgast sextíu ár sem þjóðarhöll og stenst ekki alþjóðlegar kröfur. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Reykjavíkur, segir hægt að skilja orð
Bjarna á þá leið að hann vilji setja
verkefnið á einhvers konar byrj-
unarreit. Hann spyr hvort málið sé
orðið að rifrildisefni innan ríkis-
stjórnarinnar og segir Reykjavíkur-
borg ekki geta beðið eftir því að
ríkisstjórnin verði samstíga.
„Ég á erfitt með að átta mig á
þessum orðum fjármálaráðherra,
nema þau séu til marks um það að
málefni þjóðarleikvanga séu orðin
að rifrildisefni innan ríkisstjórnar-
innar,“ segir í skriflegu svari Dags B.
Eggertssonar, borgarstjóra Reykja-
víkur, við fyrirspurn Fréttablaðsins.
„Ef fjármálaráðherra er að segja að
borgin eigi að greiða þjóðarleik-
vanga ein þá er ég að heyra það í
fyrsta skipti, og finnst það út í hött.“
Á smu ndu r Einar Daðason,
mennta- og barnamálaráðherra,
segir ekki rétt að málið sé orðið að
deilumáli innan ríkisstjórnarinnar
og vonast til að geta tilkynnt ný
áform um þjóðarhöll á næstunni.
„Þetta hefur tekið aðeins lengri
tíma en við gerðum ráð fyrir en við
erum að takast á við verkefni sem
hefur verið í vendingum á milli
aðila í langan tíma og um leið að
reyna að láta hlutina gerast í raun
og veru. Við vinnum með íþrótta-
hreyfingunni sem vill að þessi
mannvirki séu í höfuðborginni. Þess
vegna höfum við átt mörg samtöl
við Reykjavíkurborg og ég á von á
því að við förum að sjá niðurstöður
á næstunni, hvort að okkur takist
að semja um kostnaðarskiptingu
og skipulag þessara verkefna. Ef
það gengur ekki, þá er ánægjulegt
að sjá að önnur sveitarfélög virðast
tilbúin í viðræður því við ætlum að
koma þessu í framkvæmdarfasa,“
segir Ásmundur Einar, aðspurður
út í nýjustu vendingar í málinu.
„Það eru allir að huga að póli-
tíkinni. Það er verið að kasta ásök-
unum á milli en ég hef ekki fundið
annað en að það séu allir samhuga
í þessu, meðal annars fjármálaráð-
herra. Þetta eru auðvitað gríðarleg-
ar framkvæmdir og dýr fjárfesting
og það þarf að greina kostnað og
nýtingarmöguleika vel. Ef það næst
samkomulag við Reykjavík á þeim
grundvelli að allir séu ánægðir, þá er
það fyrsti valkostur okkar. Ef ekki,
þá eru fleiri sveitarfélög búin að lýsa
yfir áhuga. “ n
23. apríl 2022 LAUGARDAGURÍþRóttiR