Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 32
Félags- skapurinn, samvinn- an, úti- veran og náttúru- fegurðin var það sem kall- aði okkur út á völl nánast daglega. Á morgun sunnudag hefst kvennamótaröðin í frisbí- golfi en fyrsta mótið fer fram í Guðmundarlundi í Kópa- vogi. Röðin er ætluð konum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. starri@frettabladid.is Kvennamótaröðin í frisbígolfi hefst á morgun sunnudag, en hún var fyrst haldin árið 2017. Eins og nafn- ið gefur til kynna er mótaröðin eingöngu ætluð konum, en henni er ætlað að skapa vettvang þar sem auðvelt er fyrir konur að koma og prófa að keppa í öruggum hópi með jafningjum sem hafa mikinn áhuga á frisbígolfi, segir Svandís Halldórsdóttir, sem situr í móta- nefnd ásamt Berglindi Ásgeirs- dóttur og Maríu Eldeyju Kristínar- dóttur. „Áhugasamar geta skráð sig til leiks með því að skrá „going“ á viðburðum sem heita Kvennamót ÍFS sem birtast á Facebook-síðum sem heita Frisbígolf og Frispíur. Keppt er í þremur flokkum: FA1 flokkur er fyrir þær sem eru vanar að keppa, FA2 er fyrir þær sem eru í góðri æfingu og klárar í keppni og FA3 er fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.“ Á mótunum eru spilaðir tveir hringir á 9-11 holu völlum. „Í upphafi hvers móts förum við yfir reglur og ein í hverjum ráshópi skráir skor um hvernig gengur eftir hverja holu í hringnum. Sigur- vegarinn er sú sem fer hringinn í fæstum köstum.“ Miklar framfarir Svandís starfar sem umsjónar- kennari og íþróttakennari á yngsta stigi í Vatnsendaskóla í Kópavogi, þar sem hún sér meðal annars um frisbígolf-valáfanga á unglingastigi. „Ég er í stjórn og mótanefnd Íslenska frisbígolf- sambandsins (ÍFS) og hef, ásamt þeim sem eru með mér í stjórn, brennandi áhuga á að byggja upp sportið hér á landi og gefa sem flestum tækifæri á að prófa frisbí- golfið.“ Sjálf hefur hún spilað frisbígolf oft í viku frá því í nóvember 2020 og áhugi hennar á sportinu hefur aukist með hverju skipti sem hún spilar og keppir. „Ég og Soffía vinkona mín byrjuðum að hittast eftir nánast hvern einasta vinnu- dag og allar helgar og spila saman frisbígolf með Texas scramble sniði í Grafarholti. Félagsskapur- inn, samvinnan, útiveran og nátt- úrufegurðin var það sem kallaði okkur út á völl nánast daglega og var gaman að sjá miklar framfarir hjá okkur báðum á stuttum tíma. Maðurinn minn hefur alltaf hvatt mig áfram og við erum dugleg að gefa okkur tíma til að komast bæði út á völl að spila og keppa. Árið 2021 keppti ég 56 daga og tók mynd í hvert skipti af ráshópnum mínum og kynntist fjársjóði af fólki sem hefur sama áhugamál og ég.“ Kjólaþema í lokin Fyrsta mótið í kvennaröðinni fer fram í Guðmundarlundi í Kópa- vogi á morgun sunnudag og hefst kl. 18. „Næsta mót er föstudaginn 13. maí á Vífilsstöðum, svo mið- vikudaginn 1. júní á Háskólavell- inum á Akureyri og þá mánu- daginn 11. júlí í Laugardal. Frekari upplýsingar um næstu mót og mótaröðina í heild sinni má finna á folf.is undir keppnir. Hvert mót kostar 2.000 kr. en hægt er að greiða 8.000 kr. fyrir öll mótin.“ Í síðasta mótinu, sem verður í Grafarholti í september, verður kjólaþema og lokahóf eftir mót. „Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin eftir hvert mót í öllum flokkum í sumar auk þess sem verðlaun verða einnig veitt fyrir alla mótaröðina og gilda þrjú bestu mótin til að skera úr um sigurvegara í f lokkunum.“ n Nánari upplýsingar á Facebook undir Frisbígolf og Frispíur. Konur takast á í frisbígolfi Svandís Hall- dórsdóttir er í stjórn og móta- nefnd Íslenska frisbígolfsam- bandsins. Hún hefur brenn- andi áhuga á að byggja upp sportið hér á landi og gefa sem flestum tækifæri á að prófa frisbígolf. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Hægt er að stunda frisbígolf stærstan hluta ársins. mYnd/BIRGIR ÓmARSSOn Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Pétur Björnsson Pétur segir að Protis Liðir hafi hentað honum frábærlega og gert honum kleift að fara aftur að hreyfa sig og hjóla, en áður voru allir „demparar“ farnir úr hnján- um. Hann fann mikinn mun á sér eftir fimm daga notkun og honum versnar fljótt ef hann sleppir því að taka Liði. mYndIR/AÐSEndAR Sæbjúgu eru gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín sem er í Protis Liðum. Protis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á líf- virku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski og öðru sjávarfangi. Lífsgæði Péturs Björnssonar gjörbreyttust eftir að hann byrjaði að taka Protis Liði. Protis Liðir er náttúrulegt fæðu- bótarefni sem unnið úr kollagen- ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni, fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Pétur er búsettur á Sauðárkróki og starfar sem kerfisstjóri hjá tölvufyrir- tækinu Fjölneti, sem hann á og rekur. Pétur hefur alla tíð stundað íþróttir enda segist hann vera keppnismaður. Ástæða þess að hann byrjaði að taka inn Protis Liði var ónýt hné. Áhrifin komu á óvart „Ætli ég hafi ekki byrjað að taka Protis Liði vegna verkja í hné. Það var fyrir um það bil sex árum. Annað hnéð er brjósklaust og klippa þurfti til liðþófa. Ég hef farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þá hef ég einnig farið í aðgerð út af hinu hnénu. Þar hafa liðþófar einnig verið klipptir auk þess sem sprunga er í brjóski. Þegar ég reyndi að hreyfa mig urðu hnén stokkbólgin, líkt og handbolti að stærð. Þessu fylgdu miklir verkir, til dæmis þegar ég gekk upp tröppur. Mér fannst líka erfitt að sitja lengi í bíl eða flugvél. Það var virkilega erfitt fyrir mig að keyra frá Sauðárkróki til Reykjavíkur,“ útskýrir Pétur. „Ég hafði ekki mikla trú á Protis Liðum í upphafi, en ákvað að prófa að taka inn fjórar töflur á dag með morgunmatnum. Um sama leyti hætti ég að gleypa Voltaren rapid, sem er bólgueyðandi lyf og fer ekki vel í maga. Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Ég veit svo sem ekkert hvernig ég á að að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað læknist í hnénu með Protis Liðum. Ég gat allt í einu skokkað smá- vegis og hreyft mig. Áður voru allir „demparar“ farnir úr hnjánum,“ segir hann. Fór að geta hjólað Pétur er kyrrsetumaður þar sem hann starfar við tölvur og finnst því mikilvægt að hreyfa sig. „Ég hjóla mikið. Það gat ég illa gert fyrir sex árum. Það var í rauninni alveg magnað að strax á fimmta degi eftir að ég byrjaði á Liðum var ég farinn að finna mikinn mun á mér. Sömuleiðis versnaði mér fljótt þegar ég sleppti að taka inn Liði og fékk aftur vonda verki. Protis Liðir hafa hentað mér frábærlega og ég er ekkert að liggja á skoðunum mínum um að þetta gerir mér mjög gott. Ef ég myndi hætta alveg að taka Liði væri ekkert annað í stöðunni en að fara í hnjáliða- skipti. Á meðan þetta er í lagi er ég ekkert að hugsa um slíkt.“ Þegar Pétur er spurður hvort hann viti um ástæðu þess að hnén gáfu sig, svarar hann: „Ég slasaðist fyrir rúmum 28 árum þegar ég var að hlaupa utanvegar í Noregi þar sem ég var í námi. Steig illa niður og reif liðþófa, átti síðan að fara í aðgerð sem aldrei varð úr, þannig að fóturinn varð alltaf verri og verri. Ég fór að setja allan þungann á hinn fótinn og skemmdi hann líka. Það má segja að þetta séu týpísk íþróttameiðsli. Ég hljóp mikið á þessum árum og tók þátt í hinum og þessum íþróttum. Þegar maður er vanur að hreyfa sig kemur upp eirðarleysi og pirringur ef það er ekki hægt af einhverjum orsökum. Ég hef reynt ýmislegt en á mjög erfitt með hlaup. Ég hef hins vegar fundið mig á reiðhjólinu enda gerir það mér gott að hjóla. Það er frábært að hjóla hér um sveitirnar, lítil umferð og fátt sem truflar,“ segir Pétur. „Ég fer því út að hjóla á hverjum degi.“ Ginseng hafsins Skrápur sæbjúgna inniheldur lífvirka efnið kondroitín súlfat. Skrápur sæbjúgna inniheldur einn- ig hátt hlutfall af sinki, joði og járni og eru sæbjúgu gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Kollagenið sem unnið er úr sæbjúgum inni- heldur hátt hlutfall af mikilvægum amínósýrum, sérstaklega tryp- tófan, auk mangans og nauðsyn- legra vítamína fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. n Nánar á protis.is. Protis-vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Fór að geta hreyft sig aftur með Protis Liðum 4 kynningarblað A L LT 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.