Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 21
Karen, Rut og Þórey Rósa eru einu leik- menn Íslands í dag sem voru með Íslandi á EM 2012 í Serbíu. Blöndulína 3 Umhverfismats- skýrsla Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Fram undan er opið hús þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrar- bæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skaga†arðar og Húnavatnshrepps. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orku- nýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Fram- kvæmdin hefur einnig þýðingu fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar, Landsnets og Mannvits til 13. maí 2022. Að auki liggur umhverfismatsskýrslan frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akureyrarbæjar, á skrifstofum Hörgár- sveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skaga†arðar og Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að koma á framfæri umsögnum um umhverfismatið og skal senda þær til Skipulags- stofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is. Opið hús vegna mats á umhverfisáhrifum Hafðu áhrif – taktu þátt í samtalinu Opinn fundur Reykjavík, veitingastaðnum Nauthól þriðjudaginn 26. apríl 16.00 – 18.30 Verið velkomin kristinnpall@frettabladid.is  Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu leika hreinan úrslitaleik gegn Serbíu í undankeppni Evrópumótsins 2022 í Zrenjanin síðdegis í dag. Íslenska liðið veit að allt annað en sigur þýðir að þær sitji eftir með sárt ennið, en um leið að sigur kemur liðinu á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Ljóst er um leið að verkefnið verð- ur erfitt, enda Serbar verið fastagest- ir á öllum stórmótum síðastliðinn áratug og afar erfiðir heim að sækja. Ísland vann tveggja marka sigur þegar liðin mættust fyrr í undan- keppninni, sem var einn af bestu leikjum kvennalandsliðsins undan- farin ár. Stelpurnar okkar voru með frumkvæðið allan leikinn í 23-21 sigri á Ásvöllum. Óvænt tap íslenska liðsins gegn Tyrkjum ytra ásamt sterkum sigri Serba á Svíþjóð á heimavelli fyrr í riðlakeppninni, gerir það hins vegar að verkum að Stelpurnar okkar verða að vinna leikinn í dag. n Sigur kemur Stelpunum okkar á sitt fyrsta stórmót í tíu ár Rut Arnfjörð er leikjahæsti leikmaður liðsins í Serbíu. Fréttablaðið/Valli kristinnpall@frettabladid.is Fótbolti Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, segist ekki vera viss hvort Paul Pogba nái öðrum leik það sem eftir  er tímabilsins vegna meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Liverpool. Pogba verður frá næstu fjórar vikurnar en samn- ingur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins.  Manchester Uni- ted greiddi á sínum tíma metfé fyrir  Pogba en franski landsliðs- maðurinn hefur verið orðaður við Juventus og PSG. Rangnick ýjaði að því að það væri ólíklegt að Pogba myndi ná síðustu fimm leikjum Manchester United á tímabilinu á blaðamannafundi í gær, eftir að hafa farið meiddur af velli í upphafi leiks gegn Liverpool á þriðjudaginn. Þjóðverjinn sagði að endurhæfingin ætti að taka að minnsta kosti fjórar vikur en loka- leikur tímabilsins er þann 22. maí næstkomandi. Á sama tíma tilkynnti Rangnick að Cristiano Ronaldo væri byrjaður að æfa aftur og yrði í leikmanna- hópi liðsins gegn Arsenal á morgun, nokkrum dögum eftir að  sonur hans lést í fæðingu þegar unnusta hans, Georgina Rodríguez, eignaðist tvíbura. n Tímabilinu líklega lokið hjá Pogba kristinnpall@frettabladid.is Handbolti Aganefnd Handbolta- sambands Íslands óskaði að beiðni framkvæmdastjóra sambandsins eftir  útskýringum frá Val vegna ummæla Björgvins Páls Gústavs- sonar, markmanns Vals, í samtali við vefmiðilinn mbl.is eftir leik Vals og Fram í úrslitakeppni Íslands- mótsins í handbolta í vikunni.  Björgvin gæti átt yfir höfði sér leik- bann eða sekt verði hann dæmdur sekur vegna ummælanna. Valur vann leikinn með tíu mörk- um en í viðtali eftir leik gaf Björg- vin til kynna að Framarar virtust vera að skjóta viljandi í hausinn á honum. Valsmenn hafa til ellefu í dag til að skila inn umsögn. Ef Björgvin verður dæmdur í bann missir hann af seinni leik liðanna á sunnudag- inn. n Aganefnd skoðar ummæli Björgvins Björgvin gaf til kynna að Framarar virust skjóta viljandi í höfuð hans. LAUGARDAGUR 23. apríl 2022 Íþróttir 21Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.