Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 66
sama uppskrift er svo notuð fyrir konur sem eru þolendur eða aktí- vistar. Þetta hefur verið notað í fleiri ár en mann hefði grunað,“ segir Þórhildur Gyða og þær Ólöf Tara og Ninna Karla taka undir þetta. Í greinaröð Öfga er ítarlega farið yfir þetta og tekin dæmi, til dæmis erlendis frá, um Monicu Lewinsky sem fékk mjög slæma útreið í fjöl- miðlum á sínum tíma og svo femín- istana Sóleyju Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl. „Við höfum alveg séð breytingar og að fjölmiðlar eru að taka við sér. Við höfum átt samtöl við þau en það er ekki nóg,“ segir Ninna Karla og bendir á nýlegt dæmi í íslenskum fjölmiðlum þar sem fjallað var um fjármál Eddu Falak í tengslum við hlaðvarp hennar Eigin konur. „Það þarf ekki nema eitt feilspor og þá eru komnar smellibeitufrétt- ir,“ segir hún og að oft sé það sem er fjallað um tekið úr samhengi, og þá sérstaklega þegar fréttaöflunin fer fram á samfélagsmiðlum eins og hún gerir oft í dag. Þolendur borga reikninginn Það sem Öfgar gera er fjölbreytt og að miklu leyti, að þeirra eigin sögn, bak við tjöldin. En þær vilja standa fyrir breytingu og því, sem dæmi, héldu þær í febrúar Masterclass þar sem þær fjölluðu um samtökin, vinnu þeirra og hvaða aðferðum þær beita. „Á Masterclass-námskeiðinu okkar í febrúar báðum við fjöl- miðla að líta á eigin kvenfyrirlitn- ingu. Þetta er svo oft litað af henni. Að þjáningar þolenda eigi að borga reikninginn. Og gleymum því ekki að meirihluti þolenda eru konur,“ segir Ólöf Tara og að undanfarið hafi þær séð kvenkyns aktívista sérstaklega tekna fyrir. „Fólk elskar að sjá konur falla og gera mistök. Þeim finnst gott að taka okkur niður því við erum tala um ákveðinn standard og siðferðis- þröskuld sem þeir elska að nota gegn okkur á einhvern hátt. Við finnum það alveg þegar við erum komnar með aðferðafræði sem er óþægileg, að það er erfitt fyrir feðra- veldið að vernda sig gegn því og þeir reyna að nota það gegn okkur með því að leggja saman það að beita einhvern kynferðislegu eða líkam- legu of beldi eða að eiga í erfiðum samskiptum við einhvern. Allt sem við gerum er blásið upp,“ segir Ólöf Tara og heldur svo áfram: „Ef ég myndi kalla vinkonu mína tussu þá fengi ég svoleiðis að heyra það. Þannig að það eru ekki sömu reglur. “ Hún segir að með pistlunum vilji þær fá fólk til að hugsa um það hvaðan þörfin kemur að slá konum upp með þessum hætti og hvort að það sé hægt að endurskoða það. „Við viljum að það sé verið að vinna með baráttunni en ekki gegn Fólk elskar að sjá konur falla og gera mistök. Þeim finnst gott að taka okkur niður því við erum tala um ákveðinn standard og siðferðisþröskuld sem þeir elska að nota gegn okkur á einhvern hátt. Ólöf Tara Þær Ólöf Tara Harðardóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Ninna Karla Katrínardóttir sitja allar í stjórn Öfga og segja starfið erfitt en gefandi. Þær hafa síðustu vikur bent á ýmislegt sem má betur fara í umfjöllum um ofbeldis- mál í fjölmiðlum og vilja sjá breytingar þar. Ólöf Tara, Þórhildur Gyða og Ninna Karla hafa síðustu vikur ein- beitt sér að því að koma áleiðis leiðbeiningum um breytta umfjöllun fjölmiðla um þolendur og of beldismál. Þær segjast gera sér grein fyrir því að margt af því sem þarf að breytast er hreinlega út af ríkjandi kvenfyrir- litningu í samfélaginu og að það muni taka lengri tíma en einn dag að breyta því. Þær birtu í mánuðinum þrjár greinar þar sem þær fjölluðu um ofbeldi af hálfu fjórða valdsins, fjöl- miðla, afleiðingar þess, og birtu svo leiðbeiningar um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það. Þær kalla eftir því að það séu gerðar þolendavænar leiðbeiningar sem fjölmiðlar og blaðamenn geta nýtt sér í umfjöllun um of beldi og þolendur og benda, til dæmis, á leið- beiningar frá Embætti landlæknis frá 2019 um umfjöllun fjölmiðla um sjálfsvíg og kalla eftir einhverju svipuðu. „Ég fékk þessa hugmynd þegar það birtist frétt um að ég væri með Covid og með fréttinni var mynd af mér og Kolbeini,“ segir Þórhildur Gyða sem steig fram í fyrra og lýsti meintu of beldi af hálfu knatt- spyrnumannsins Kolbeins Sigþórs- sonar. Hún segir að eftir það hafi hópurinn byrjað að velta þessu fyrir sér og hvernig væri mögulega hægt að hafa áhrif á að þessu væri breytt. Uppskrift gegn konum „Það er eins og þetta sé einhver upp- skrift. Maður sér að það er svona fjallað um frægar konur til dæmis erlendis. Það eru notaðar ljótar myndir og þeim stillt illa upp. Þessi Fólk elskar að sjá konur falla Þær segja starf Öfga geta verið erfitt og krefjandi en það sé þó þess virði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is henni. Það er hægt að fjalla um þessi mál á hlutlausan hátt, eins og fjöl- miðlar eiga að gera, en það er samt svo oft sem umfjöllunin er það ekki,“ bætir Ólöf Tara við. Þórhildur Gyða tekur undir þetta og segir að innan Öfga sé fullur skilningur á því að fjölmiðlar þurfi að fjalla um mál og að þau þurfi að vera hlutlaus, en kallar þó eftir því að það sé gert án þess að það sé á kostnað þolenda. „Það þarf ekki að stilla þolanda upp á neikvæðan hátt eða að taka afstöðu,“ segir hún og að henni finn- ist að óþarflega oft sé tekin afstaða með geranda. Þörf á að byggja upp traust Í síðasta pistlinum sem Öfgar birtu um málið er að finna leiðbeiningar að þolendavænni orðræðu fjórða valdsins og þar er til dæmis lagt til að nota orðið þolandi í stað fórnar- lambs, ekki taka fram í hvaða ástandi þolandi var við árás eða hverju hann klæddist, ekki að nota samsettar myndir af þolanda og geranda og að skrifa ekki upp sögur þolenda án þess að hafa samband við þau. „Ekki nota gildishlaðin orð í fyrir- sögn, eins og hrottaleg eða eitthvað slíkt. Þetta er eitthvað hræðilegt sem kom fyrir einhvern og það á ekki að nýta það í smellur. Sögur þolenda eiga ekki að vera krass- andi. Annað er að birta ekki eitt- hvað í leyfisleysi. Það er betra að hafa samband og ef þolandi biður um að eitthvað sé ekki birt að gera það þá ekki. Annars er svo augljóst að tilgangurinn er einhver annar en að leyfa frásögn þolanda að fá vægi og pláss. Þannig að það sé ekki verið að græða á þeim,“ segir Þórhildur Gyða. Þær benda á að slíkt bætt verklag sé líklegt til að byggja upp traust hjá þolendum til fjölmiðla, sem þær telja nú standa ótraustum fótum. „Ég held að í grunninn sé það þannig að fjölmiðlar hafa byggt upp orðspor hjá þolendum sem er ekki byggt á trausti. Traustið er til staðar gagnvart okkur því við höfum gert okkar allra besta í að fara faglega og vel fram með þeirra frásögn, 34 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.