Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 82
Pönk-rokkararnir í Dúkku- lísunum slógu upp tónleikum með Tappa tíkarrassi á Húrra í gærkvöldi. Dúkkulísurnar fagna 40 ára afmæli sveitar- innar í ár, og að sögn Erlu Ragnarsdóttur stefna þær á að gefa út nýja tónlist á árinu. ninarichter@frettabladid.is Samliða tónlistinni gegnir Erla S. Ragnarsdóttir stöðu skólastjóra við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. „Í ár er fjörutíu ára starfsafmæli hljóm- sveitarinnar og við erum í þeim sporum að ætla að spila sem mest á árinu. Fagna afmælinu allt árið um kring,“ segir hún. Aðspurð um aldursdreifingu hlustenda svarar Erla að blandan sé góð. „Þarna eru einhverjir sem vilja rifja upp gamla tíma,“ segir hún, en bætir við að aðrir haldi að þeir hafi séð gamla auglýsingu þegar tón- leikar sveitarinnar og Tappa tíkar- rass voru auglýstir. Dúkkulísurnar voru gríðarlega vinsælar á árunum 1982 til 1987, og hafa snúið til baka með hléum. Svarthvíta hetjan mín er meðal slag- ara sem enn njóta vinsælda meðal eldri kynslóða en einnig meðal hinna yngri. Spurð hvort nemendur Flensborgar þekki tónlist sveitarinn- ar svarar hún: „Já, Svarthvíta hetjan náði smá flugi í vetur. Krakkarnir hafa svolítið verið að blikka mig og hrósa mér ef þau sjá mig,“ segir hún glettin. Dúkkulísurnar eru enn að senda frá sér nýtt efni og Erla segir útgáfu á dagskrá á árinu. Afmælinu verði þannig einnig fagnað með nýjum lögum. En ef Dúkkulísurnar væru ungl- ingar í dag, væru þær að senda frá sér svipaða tónlist? „Já, við værum að spila pínu rokk og pínu pönk. Það eru elementin sem eru rótgróin í okkur. Og að syngja um það sem okkur liggur á hjarta, það hefur alltaf skipt okkur máli. Í gamla daga sungum við um alls konar mál: sjúka ást, heimil- isofbeldi, áfengisbölið, kalda stríðið, baráttuna fyrir kvenréttindum og bættum heimi,“ segir Erla. Hún bætir við að þessi stef eigi enn í dag góðan hljómgrunn meðal hlustenda, og því miður séu þessi mál enn þá baráttumál. „Það er ömurlegt að vera enn að syngja, 40 árum síðar, um drauminn um vopn- lausan heim,“ svarar hún. Auk tónleikahalds stefna Dúkku- lísurnar á að sækja tónleika sjálfar: „Við stelpurnar erum að skipuleggja ferð á Coldplay í sumar. Einhverjar okkar eru að fara á Skunk Anansie í næstu viku,“ segir Erla og bætir við að einn daginn ætli hún að láta gamlan draum rætast og skella sér á tónleika með Bruce Spring steen í New York. n Svarthvíta hetjan sígræn Aníta Hirlekar segir gríðar- lega nákvæmnisvinnu liggja að baki nýjum gleraugum, sem hún hannaði í samstarfi við breskan lúxus-gleraugna- framleiðanda. Gleraugun fara í sölu í dag og fást í takmörk- uðu upplagi. ninarichter@frettabladid.is Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar sendir í dag frá sér nýja gleraugna- línu í samstarfi við breska lúxus- gleraugnaframleiðandann Cutler and Gross. Samstarfið hófst fyrir þremur árum, hönnunin var kynnt á HönnunarMars 2021 og er nú komin í verslunina Kiosk á Grandagarði. „Þetta var lengi á leiðinni. Við unnum saman fyrir þremur árum og þetta er loksins að koma núna, eftir Covid og Brexit. Gleraugun koma sem sólgleraugu, en það er hægt að taka linsurnar úr og nota þau sem gleraugu,“ segir Aníta, sem á og rekur fatamerki undir sínu nafni. Eru með sama kúnnahóp Gleraugun eru handgerð á Norður- Ítalíu. „Ég og þetta fyrirtæki erum með svipaðan kúnnahóp. Við unnum saman díteilana í gleraug- unum og þar er allt mjög útpælt,“ segir hún. „Litasamsetningarnar eru teknar úr mínum litaheimi.“ Gleraugun eru til sölu í verslun- inni Kiosk frá og með deginum í dag. „Gleraugun koma í tak- mörkuðu upplagi og með þeim fylgja gleraugnaklútar sem eru unnir í mínu mynstri,“ segir Aníta. „Þessi gleraugu eru ekki ódýr, en þau eru hugsuð nánast eins og skartgripur. Hugmyndin er að þessi gleraugu séu kven- leg, en með smá töff edge. Þetta er ekki eitthvað sem við gerum endilega aftur,“ segir hún. Gott tækifæri í gleraugunum Aníta hefur átt farsælan feril sem hönnuður. Hún lærði fatahönnun við Cent- ral Saint Martins- hönnunarskólann í London með áherslu á mynstur og textílvinnu. Lokaverkefni hennar úr meistaranámi við sama skóla var sýnt á tísku- vikunni í London árið 2014. „Ég lærði í Lond- on og vann smá í París, en ég er búin að vera á Íslandi síð- ustu sjö ár. Ég hef lengi ætlað mér að hanna gleraugu og þetta er gott tækifæri til að bæta í fylgi- hlutina hjá merkinu,“ segir hún. „Ég var að vinna í París og New York í smá tíma og var einu sinni að vinna hjá þessu fyrirtæki í London.“ Aníta segir að samstarfið hafi þannig átt sér a ð d r a g a n d a . „Kúnna hópurinn var rosalega hrif- inn af minni hönnun þegar ég var að selja hjá þeim í London, og þá kom þessi hugmynd til, að við myndum einhvern tímann vinna saman að gleraugum.“ Hún segir að samstarfið hafi að miklu leyti farið fram í gegnum Zoom, í heimsfaraldrinum. „Við vorum lengi að ákveða litina og díteilana í gleraugunum. Þar þarf næmt auga.“ Elton John og King‘s Speech Cutler and Gross er heimsþekkt merki og meðal annars hafa fræg- ustu stjörnur skemmtanabransans skartað vörumerkinu. „Þetta fyrir- tæki sá um öll gleraugun í King‘s Speech,“ segir Aníta og bætir við að fyrirtækið hanni einnig öll gleraugu fyrir Elton John. „Gildi fyrirtækisins er á þá leið, að gleraugu eru persónulegur stíll, ekki bara nauðsyn sem fólk þarf á að halda,“ segir hún. „Þetta er ein- staklingsbundið og maður býr til stílinn fyrir manneskjuna. Þess vegna er mín hönnun, til dæmis kjólarnir sem ég geri, bara einn og einn. Allt er einstakt. Það sama má segja um gleraugun. Við deilum svo- lítið svona hugmyndafræðinni,“ segir Aníta. Í dag er opið partí í Kiosk þar sem gleraugun verða til sýnis og sölu. „Ég verð á staðnum og ætla að kynna gleraugun. Andrea Maack verður þarna líka og ætlar að kynna sumarilmina sína. Svo erum við að taka inn nýtt merki í Kiosk sem er Kalda-skór. Þannig að það er þrennt í gangi á morgun,“ segir Aníta Hir- lekar, fatahönnuður. n Með næmt auga fyrir gleraugnahönnun Gleraugun eru framleidd í þremur litum. Aníta Hirlekar. Mynd/Þórdís reynisdóttir Gleraugun eru handgerð á Ítalíu. Tónlist síðpönksveitarinnar stenst tímans tönn. Mynd/Aðsend Fasta – heilsuefling eða öfgar? Fræðslunefnd NLFÍ efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavik Natura þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 19:30. • Hvað gerist í líkamanum við föstu? • Er mikill munur á mataræði þeirra sem fasta og þeirra sem ekki fasta? • Er fasta áhættusöm? • Er hún fyrir alla? • Hver er áhrifaríkasta fastan? Dagsföstur, 16:8, 20:4, 5:2? Frummælendur: Er algengt að fólk fasti reglubundið á Íslandi? Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum Þjálfun og fastan með Sigurjóni Erni Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur og ultra-hlaupari Fasta, gerðir og heilsuáhrif Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti Er fasta lykillinn að langlífi og lífsgæðum? Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari BS, MBA, stofnandi Happ og Greenfit Berum ábyrgð á eigin heilsu www.nlfi.is Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 26. apríl 2022 Allir velkomnir Aðgangseyrir 2.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn Fundarstjóri: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun Þorbjörg Hafsteinsdóttir Lukka Pálsdóttir Geir Gunnar MarkússonJóhanna Eyrún Torfadóttir Sigurjón Ernir Sturluson 50 Lífið 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðLífið Fréttablaðið 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.