Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 6
Ástandið á reit þrjú í Voga-
byggð er með öllu óásættan-
legt að mati íbúa, sem orðnir
eru langþreyttir á umgengni
og óvissu um framtíðina, en
þeim finnst borgin draga
lappirnar í skipulagsmálum.
Börn sofa fyrir neðan meng-
andi starfsemi og hafa sum
fengið ertingareinkenni í
húð og slímhúð sem gæti háð
þeim ævilangt.
benediktboas@frettabladid.is
Samfélag Börn hafa orðið fyrir eitr-
unaráhrifum á reit þrjú í Vogabyggð
og þurfa íbúar að loka gluggum
þegar verkstæðin á jarðhæð opna.
Illa gengur að fá einhver svör frá ann-
ars vegar borginni um deiliskipulag
og hins vegar Heilbrigðiseftirlitinu
um mengandi iðnað.
Ástandið á reit þrjú er sagt með
öllu óásættanlegt samkvæmt bréfi
sem íbúaráð Laugardals tók fyrir rétt
áður en páskar gengu í garð.
„Systkinin hafa fengið ertingarein-
kenni í húð og slímhúð sem hefur
verið sett í samband við mikla lykt
af terpentínu og asetoni sem berst frá
bílaverkstæði á jarðhæð hússins sem
þau búa í. Saga þeirra varðandi þetta
finnst mér ótvíræð hvað þetta varð-
ar,“ segir barnalæknir um börnin.
Börnin f luttu með foreldrum
sínum á reitinn fyrir skömmu en
margir íbúar á reitnum búa nálægt
mengandi iðnaði. Íbúum er nóg
boðið og sendu íbúaráði Laugardals
harðort bréf, enda átti að vera búið
að deiliskipuleggja hverfið og er það
auglýst nánast sem ein stór paradís.
Í bréfinu segir að starfsemi á
neðstu hæðum við Súðarvog taki
ekkert tillit til gangandi umferðar
og hertaki gangstéttir undir úrgang
frá verkstæðum. Þá séu til sannanir
um að fyrirtækin séu að skola eitur-
efnum ofan í niðurföll – sem rúlla
svo út í sjó.
Þorbergur Halldórsson, formaður
húsfélagsins Súðarvogs 44-48, sendi
bréfið en hann keypti á reitnum árið
2009. „Börnin sem þarna um ræðir
f luttu í hverfið fyrir faraldurinn.
Börn með útbrot vegna eiturefna frá verkstæði
Ástandið á reitnum er yfirleitt líkt þessari mynd. Íbúðar-
hús fyrir ofan mengandi iðnað og þurfa íbúar að loka
gluggum að morgni þegar vinnutími hefst.
Systkinin fengu útbrot og ertingareinkenni vegna mengandi iðnaðar fyrir
neðan íbúð þeirra. Heilbrigðiseftirlitið virkaði lítið þrátt fyrir leyfisleysi
þeirra sem ollu útbrotunum.
Ég varð var við að það var verið að
sprauta bíla á neðstu hæðinni hjá
þeim í algjöru leyfisleysi. Það tók allt
of langan tíma að stoppa það þrátt
fyrir að verkstæðið væri ekki með
nein leyfi. Heilbrigðiseftirlitið virk-
aði engan veginn því loksins þegar
eitthvað var gert voru börnin komin
með útbrot,“ segir Þorbergur.
Hann segir að töluvert sé komið
af löglegum íbúðum í hverfinu en
einnig er að finna þar einhverjar
ólöglegar. Þá sé allur iðnaður sem
þarna sé að finna slíkur að hann geti
ekki uppfyllt neinar nútímakröfur
um mengunarvarnir. „Það lyktar
upp úr klósettum hjá mér því það er
allt sett í niðurföllin. Heilu plönin,
þó þau séu full af olíu eða glussa, eru
spúluð niður í niðurföllin sem hafa
enga olíusíu eða neitt sem nútíminn
gerir kröfu um.“
Þorbergur hefur verið í sam-
skiptum við borgina fyrir hönd íbúa
í nokkur ár en kemur alls staðar að
lokuðum dyrum. „Við erum að fara
fram á að það verði klárað að deili-
skipuleggja og ef það á að vera ein-
hver svona iðnaður hér áfram þá þarf
að laga það húsnæði þannig það sé
ekki allt sett ofan í ræsi.
Þetta er frábært framtíðarsvæði
og þess vegna skil ég ekki borgina að
láta þetta fara svona. Hér er allt stopp
því það veit enginn hvað má og hvað
ekki. Verður þetta áfram iðnaðar-
pláss eða breytast bilin í íbúapláss?
Það er ótrúlegt að þetta fái að við-
gangast árið 2022,“ segir Þorbergur.
Sjálfur þarf hann að loka gluggum
þegar sprautuverkstæði fyrir neðan
hann opnar. „Þá er ólíft vegna lyktar.
Það er engin loftræsting á verkstæð-
inu önnur en hurðin til að aka bílum
inn og út. Það finnst heilbrigðiseftir-
litinu í lagi og er látið viðgangast.
Við erum búin að vera þolinmóð
og sýna mikla þolinmæði en þetta
er komið út fyrir eitthvað sem er
skiljanlegt,“ segir Þorbergur, en íbúa-
ráð Laugardals bókaði þakkir fyrir
kynninguna og beindi því til skipu-
lagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits að
svara erindinu. n
Mest af því húsnæði sem stendur í hverfinu eru byggt í kringum 1960 og uppfyllir í flestum til-
fellum ekki nútímakröfur til mengunarvarna.
ggunnars@frettabladid.is
StjórnSýSla Breski fjármálaráð-
gjafinn Michael Ridley, sem var
Seðlabanka Íslands til aðstoðar
þegar bankarnir féllu í byrjun októ-
ber 2008, hefur verið fjármálaráð-
herra og stjórnvöldum til ráðgjafar
við sölumeðferð ríkisins á Íslands-
banka.
Ridley, sem starfaði lengi hjá fjár-
festingabankanum J.P. Morgan, fór
fyrir fjög urra manna teymi sem
fundaði með ríkisstjórninni um
miðja nótt í aðdraganda efnahags-
hrunsins. Í kjölfar þess fundar var
tek in ákvörðun um neyðarlög .
Ridley lét síðar hafa eftir sér að
hans hlutverk á fundinum með ráða-
mönnum hefði verið að sannfæra
ríkisstjórnina um að ekki væri unnt
að bjarga íslenska bankakerfinu.
Árið 2018 var Ridley kallaður til
landsins á ný. Í þetta skiptið til að
leggja mat á forkaupsrétt á hluta-
bréfum Kaupþings í Arion banka.
Ári síðar, eða árið 2019, leituðu
íslensk stjórnvöld enn og aftur til
Bretans en hann sat þá fund með
ráðamönnum vegna stöðu f lug-
félagsins WOW air.
Michael Ridley hefur því veitt
stjórnvöldum ráðgjöf í fjórum af
stærstu álitamálum íslensks við-
skiptalífs á undanförnum fjórtán
árum.
Fréttablaðið hefur sent fjármála-
ráðuneytinu formlega fyrirspurn um
aðkomu Michaels Ridley að sölunni á
hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta
mánuði
Þá er einnig beðið svara um heild-
arkostnað ráðuneytisins í tengslum
við ráðgjöf breska sérfræðingsins. n
Ráðgjafi stjórnvalda nú
sá sami og í hruninu
Michael Ridley,
fjármálaráðgjafi
Ridley hefur veitt
stjórnvöldum ráðgjöf
í fjórum af stærstu
álitamálum íslensks
viðskiptalífs frá alda-
mótum.LÖNG HELGI Í PORTO
WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
VOR Í PORTÚGAL
Komdu með í langa helgarferð til Porto, undir
fararstjórn Helgu Thorberg.
Porto er ein vinsælasta borgin til að heimsækja
í Evrópu um þessar mundir - og af mjög góðri
ástæðu. Töfrandi gamli bærinn við hina fögru Douro
á var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996.
Borgin Porto, heimsfræg fyrir púrtvínið sitt, er einn
af fallegustu stöðum í Portúgal til að heimsækja.
Borgarbragurinn er fremur rólegur miðað við aðrar
borgir af svipaðri stærð, verðlag á mat og drykk
hagstætt og fjölmargir veitingastaðir, barir og
kaffihús um alla borg.
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR, ÚRVAL 3 OG 4
STJÖRNU HÓTELA MEÐ MORGUNMAT, ÍSLENSK
FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
INNIFALIÐ Í VERÐI:
05. - 08. MAÍ
VERÐ FRÁ 116.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Fararstjóri
Helga Thorberg
Systkinin hafa fengið
ertingareinkenni í húð
og slímhúð, sem hefur
verið sett í samband
við mikla lykt af terp-
entínu og asetoni sem
berst frá bílaverkstæði
á jarðhæð hússins sem
þau búa í.
Barnalæknir í vottorði fyrir íbúa í
Vogabyggð
6 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið