Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 30
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hafsteinn Valur Guðbjartsson ásamt Bjarna Jónssyni rekur verslunina í samstarfi við 4F í Póllandi, en þar var fyrirtækið stofnað árið 1995. Fyrirtækið er ört vaxandi enda hefur því verið vel tekið alls staðar þar sem versl- anir hafa opnað. Ísland er fyrsta Norðurlandið þar sem 4F er í boði. „Eigendur 4F eru mjög spenntir að sjá viðbrögðin á Íslandi en þeir hyggjast opna verslanir á öllum Norðurlöndum,“ segir Hafsteinn, en hann hefur rekið verslanir Nor- dic Store sem hafa fyrst og fremst verið hannaðar fyrir erlenda ferða- menn og sérhæft sig í CANADA GOOSE fatnaði. Fyrirtæki í sókn „4F hefur verið í gríðarlegri sókn með aukningu upp á 20% á ári og stefna á 70 nýjar verslanir á þessu ári. Um síðustu mánaðamót voru fjórar nýjar 4F verslanir opnaðar í Evrópu með þeirri í Smáralind. 4F býður upp á allar vörur sem tengjast sporti og hvers kyns úti- vist fyrir alla fjölskylduna. Þetta er gæðafatnaður sem er glæsi- lega hannaður en samt á frábæru verði,“ segir Hafsteinn. Verslunin er með hvers kyns útivistar- og hlaupaskó, auk annars fatnaðar sem hentar fyrir hvers konar íþróttir eða útivist, þar með talið húfur, vettlinga og sokka. „Hvort sem er fatnaður fyrir skíði, sund, reiðhjóla-, fjalla- eða göngu- fólk – allt þetta fæst í 4F. Úrvalið á eftir að aukast mikið hjá okkur á næstunni en við tökum upp nýjar vörur í hverri viku. Siglingar milli Íslands og Póllands eru einstaklega góðar sem gerir flutningskostnað- inn ódýrari,“ segir Hafsteinn. „4F er breið gæða vörulína og verðin eiga eftir að koma Íslendingum skemmtilega á óvart.“ Féllu fyrir vörunni Hafsteinn sem hefur verið með smásölurekstur frá árinu 2009 seg- ist lengi hafa leitað eftir heillandi vöru fyrir innlendan markað. „Þetta er spennandi markaður og allt öðruvísi en það sem við höfum verið að einblína á fyrir erlenda ferðamenn,“ segir hann. „Við erum búin að byggja upp reynslu og þekkingu sem nýtist okkur vel fyrir nýjan rekstur. Reyndar höfum við leitað eftir ýmsum tækifærum en það var ekki fyrr en okkur var sagt frá 4F sem áhugi okkar kviknaði fyrir alvöru. Í framhaldinu höfðum við samband við eigendurna sem buðu okkur að koma að skoða framleiðsluna. Við gjörsamlega heilluðumst af þessu vörumerki og öllu þessu flotta vöruúrvali. Þetta var eitthvað allt annað en við höfðum áður séð,“ bætir hann við. Hafsteinn segir að mikið sé lagt upp úr upplifun viðskiptavinarins þegar hann gengur inn í búðina. Hún sé einstaklega smekklega upp sett með „lifandi“ myndböndum og fallegu umhverfi. „Ég hafði aldr- ei áður séð svona glæsilega verslun en allar nýjustu verslanirnar líta eins út,“ segir hann. „Útlitið hefur verið í þróun í mörg ár og að mínu viti eru þeir komnir á toppinn hvað varðar uppsetningu, vöruval, gæði og verð,“ segir hann. Síbreytilegt vöruúrval Hugmyndin er að byrja í Smára- lindinni þar sem verslunin er núna en færa síðan út kvíarnar þegar hentugt verslunarrými finnst, til dæmis í Kringlunni. „Við sjáum fyrir okkur að minnsta kosti þrjár verslanir 4F á Íslandi,“ segir Haf- steinn. „Við finnum fyrir því að Pólverjar sem eru búsettir á Íslandi þekkja merkið og hafa verið dug- legir að koma í búðina. Þeir vita að 4F er gæðavara á lágu verði. Nú 4F er á fyrstu hæð við hlið Vínbúðarinnar næst aðalinn­ ganginum í Smáralind. Robert Lewand­ owski og kona hans, Anna Lewondowska, eru bæði með sína eigin fatalínu hjá 4F. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hafsteinn segir að nýjar vörur muni berast reglulega í verslunina þannig að fólk fær alltaf nýja upplifun við heimsóknina. Verslunin sjálf er fallega hönnuð og það er skemmtileg upplifun að koma þar inn. Gönguskór eru til í miklu úrvali og sömuleiðis hlaupaskór ásamt skóm fyrir hinar ýmsu íþróttir og útivist. w Hjá 4F er líka að finna ýmsan fatnað fyrir líkamsræktina. erum við að kynna merkið fyrir Íslendingum og vonumst til að því verði vel tekið hér eins og í öðrum löndum. Þar sem vörulínan er mjög stór reynum við að vera með árstíðabundnar vörur hverju sinni og fljótlega tökum við inn fatnað sem tengist útivist að sumri miðað við íslenskar aðstæður. Verslunin verður síbreytileg og alltaf með eitthvað nýtt.“ Hafsteinn segir að 4F verslana- keðjan geri stífar kröfur um að verslunin sé rekin á sama hátt og 4F í öðrum löndum. Þegar eru mjög góð viðbrögð við þessari nýjung í verslunarflórunni í Smáralind og margir sem nýta sér þetta góða verð á sportfatnaði. Netverslun með haustinu Fyrirhugað er að opna netverslun á næstunni þannig að fólk geti keypt hvar sem það er statt á landinu. „Við stefnum á að netverslunin verði komin í fullan gang með haustinu,“ segir Hafsteinn, en slóðin er 4fstore.is og á fyrirtækið á heimsvísu er 4fstore.com en þar er hægt að skoða allar vörur. „Við getum ekki boðið upp á allt í einni verslun en verðum alltaf með það nýjasta. 4F eru líka með flott myndbönd á YouTube sem hægt er að skoða til að kynna sér vörurnar,“ segir hann. „Það hefur verið strangur undir- búningur að opnun verslunarinnar en við höfum allan tímann verið mjög sannfærðir um að þetta sé frábær vara fyrir Íslendinga og höfum mikla trú á að sú verði raunin,“ segir Hafsteinn. n 4F sport­ og útivistarverslun er á fyrstu hæð í Smáralind, staðsett við hliðina á Vínbúðinni við aðal­ innganginn. Opið er til kl. 19 alla virka daga í Smáralind, frá 11­18 á laugardögum og 12­17 á sunnu­ dögum. 2 kynningarblað A L LT 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.