Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 24
Maður þurfti að sýna að maður væri tilbú- inn að slást, þótt maður vildi það ekki og væri dauð- hræddur. Guðmundur Arnar Guð- mundsson veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum í nýrri kvikmynd sinni, Ber- dreymi. Sjálfur segist hann vera að þjálfa sig í að tala um tilfinningar, en fer um víðan völl í spjalli við blaðamann um skólakerfi sem þrengi að skapandi hugsun, innsæi, andleg málefni og eitraða karlmennsku. Guðmundur Arnar leitar töluvert í eigin reynslu í handritsskrifum og er u unglingsár in í Árbænum innblástur í nýjasta verki hans sem frumsýnt var í gær. „Það er þó mikilvægt að taka skýrt fram að þó sagan sé inn- blásin af unglingsárum mínum í Árbænum, þá er hún skáldskapur, í myndinni gerast hlutir sem gerðust ekki í alvörunni,“ segir Guðmundur, sem vill ekki að fólk líti yfir vinahóp hans frá unglingsárunum og hugsi með sér að atburðir myndarinnar hafi komið fyrir þennan eða hinn. Guðmundur fæddist árið 1982 og sleit barns- og unglingsskóm sínum að mestu í Árbænum. „Ég fékk frjálst uppeldi hjá ungum foreldrum sem lögðu mikið upp úr því að rækta skapandi hugsun hjá okkur systkin- unum. Álfatrú, galdrar og ævintýri var allt eitthvað sem var raunveru- legt í okkar barnæsku. Þetta breytt- ist þegar skólagangan hófst því þá var ég kominn inn í kerfi sem var formfastara og oft var verið að leið- rétta hvað væri rétt og hvað ekki.“ Fyrstu árin gekk hann í Ártúns- skóla og upplifði fljótlega að skólinn og kerfið þrengdi að honum. „Ég var með ógreinda lesblindu og átti oft erfitt með að halda einbeitingu og vera vakandi í tímum. Að sitja kyrr í stól hálfu og heilu dagana er ekki eðlilegt fyrir krakka og eina leiðin fyrir mig til að fylgjast með kennslu- stundum var að loka augunum og vera hálfsofandi eða í slökun. Þannig hlustaði ég á kennarann, eða með því að teikna á borðið og gera eitthvað skapandi. En þar sem ég var alltaf með fínar einkunnir var það aldrei greint sem lesblinda eða eitthvað slíkt, bara hegðunar- vandamál.“ Upplausnarástand í grunnskóla Guðmundur segir stundum hafa verið auðveldara að láta reka sig úr tíma til að fá smá frí og geta hlaupið um ganginn. „Fá þannig útrás í augnablik þrátt fyrir að enda síðan hjá skólastjóranum. Í sjöunda bekk var ég þó búinn að mála mig út í horn og þegar Árbæjarskóli var fram undan ákvað ég að það væri tækifæri til að snúa við blaðinu. Mig langaði að fá að vera í friði í skólanum og þá sérstaklega frá neikvæðri athygli.“ segir Guðmundur og bendir á hversu mótandi áhrif skólinn hafi, enda verji unglingar þar oft meiri tíma en innan veggja heimilisins. En friðinn fann hann ekki í nýjum skóla. „Frá fyrsta tíma í Árbæjarskóla fann ég að fókus kennaranna var á mér og strákum í sömu stöðu og komst að því að okkur fylgdi umsögn frá fyrri skóla. Þetta væru vand- ræðastrákarnir. Við minnsta tilefni vorum við sendir til skólastjórans,“ rifjar hann upp og segir að viðtök- urnar hafi orðið til þess að uppreisn drengjanna hafi orðið stærri. „Nýr, ungur skólastjóri var að taka við á þessum tíma og ætlaði hann að taka hart á málum. Þá var Fullorðnir vissu lítið um okkar heim einfaldlega tekið harðar á honum og skólanum sjálfum til baka. Þetta varð upplausnarástand. Það var rosalega mikil slagsmálamenning í skólanum og þó pottþétt bara um 20 til 30 prósent strákanna hafi tekið þátt í því, upplifði maður það sem normið. Það versta sem hægt var að gera var að sýna einhverja veikleika því þá gat maður orðið skotmark annarra. Maður þurfti að sýna að maður væri tilbúinn að slást, þótt maður vildi það ekki og væri dauð- hræddur.“ Mættu með hjálma og kylfur Guðmundur rifjar upp þegar jafn- aldri í unglingavinnunni ætlaði að taka hann fyrir. „Ég vildi ekki að vinir mínir kæm- ust að því, enda vissi ég að þá myndu þeir mæta.“ Þeir komust þó að úti- stöðunum og sögðu Guðmundi að vera heima frá vinnu einn daginn og hann hlýddi. „Þegar ég svo mætti aftur í vinnuna degi seinna, fann ég að þessi strákur var rosa sorrí og vakt- stjórarnir sem voru bara ungar konur voru augljóslega smeykar.“ Guðmundur komst þá að því að vinir hans höfðu mætt á vinnustað- inn þegar hann var heima. „Þeir mættu á skellinöðrum með hjálma og kylfur og lömdu strákinn. Það héldu allir að þetta hefði verið ég og urðu hræddir við mig,“ segir Guðmundur, sem ákvað að leiðrétta ekki þann misskilning. „Menningin í Árbænum var oft svona.“ Upplifa skömm seinna meir Guðmundur segir f lesta þá stráka sem hafi tekið þátt í þessari menn- ingu upplifa skömm þegar þroskinn færist yfir. „Þá fattar maður hvernig maður er búinn að láta. Í kringum tvítugt hafði ég upp á þeim sem mér fannst ég hafa komið illa fram við, til að gangast við því.“ Guðmundur segir viðbrögðin hafa verið marg- vísleg, sumir þökkuðu honum, aðrir könnuðust ekki við að hann hefði gert þeim eitthvað og töldu það jafn- vel á hinn veginn og enn aðrir voru ekki vissir um að þeir vildu fyrirgefa honum, sem hann bendir á að þeir eigi alveg rétt á. Eftir að foreldrar Guðmundar skildu ólst hann upp hjá móður sinni, stjúpföður og tveimur eldri systrum. „Stjúpfaðir minn var sjó- maður með stóíska ró og hjartahlýr en vegna vinnu var hann mikið í burtu og móðir mín gerði sitt besta með þrjá unglinga heimilinu.“ Það var fyrir fermingu að Guð- mundur eignaðist umræddan, þá nýjan vinahóp, og segir móður sína hafa reynt að banna sér að umgang- ast ákveðna aðila. „Hún sá að við ýttum ekki undir jákvæða hegðun hjá hver öðrum. En þegar ég horfi til baka á þennan hóp þá vorum við líka bara mjög ævintýragjarnir og skapandi. Það var það sem dró mig að þeim,“ rifjar hann upp. „Á þeim tíma var krökkum skipt upp í tossa og þá sem gátu lært. Okkar hópur var blandaður, sumum gekk vel en aðrir voru álitnir tossar, strákar sem voru kannski rosa klárir en með ógreinda lesblindu og annað. Við sáum að þeir gátu fundið út úr hlutum sem aðrir gátu ekki.“ Hollustukerfið í strákahópnum „Í svona strákahóp myndast holl- ustukerfi og hluti af því er að styðja hvern annan. Það vantaði ef laust upp á stuðninginn heima hjá mörgum. Þó að móðir mín hafi gert allt sem hún gat þá vann hún mikið auk þess að vera í námi. Við urðum því svolítið stuðningur hver fyrir annan. Ef einhver lenti í vand- ræðum þá átti að bakka hann upp: Það var aldrei spurning um hvort maður yrði með í því. Við gerðum hluti sem við áttum ekki að gera, en ég vissi alltaf að ég gæti treyst á þessa stráka og þeir myndu vaða eld og brennistein fyrir mann, þó aðrir krakkar horfðu kannski á þá sem algjöra vitleysinga.“ Þegar Guðmundur lítur til baka segist hann sjá að hann hafi haft þörf fyrir að auka jafnvægið innan hópsins. „Ég var alltaf að taka inn stráka sem áttu kannski enga vini eða voru lagðir í einelti. Stráka sem kunnu ekkert að slást né langaði og þá Guðmundur leitar töluvert í eigin reynslu í handritsskrif- unum en tekur þó skýrt fram að sagan sjálf sé skáldskapur. Fréttablaðið/ Valli Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is  24 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.