Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 2
Bjarni fékk kaldar kveðjur
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk kaldar kveðjur mótmælenda eftir ríkisstjórnarfund í gær. Bankasalan er þeim efst í huga. Fréttablaðið/Sigtryggur
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn
miðvikudaginn 27. apríl 2022, kl. 18:00.
Fundurinn verður haldinn í Hraunseli, félagsheimili eldri
borgara, Flatahrauni 3.
Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2) Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
til afgreiðslu.
3) Lýst kjöri stjórnar og varastjórnar félagsins og
félagslegra skoðunarmanna, ásamt stjórnum og
varastjórnum sjúkrasjóðs og orlofsheimilasjóðs.
4) Kosning 2ja manna í kjörstjórn og tveggja til vara.
5) Önnur mál.
Stjórnin
AÐALFUNDUR
Hundaeigendur í Reykja
vík geta farið að hlakka til
komandi sumars, þar sem til
stendur að stórbæta aðstöðu á
hundasvæðum í borginni.
erlamaria@frettabladid.is
Samfélag „Við erum að prófa nýjar
aðferðir á ýmsum sviðum og í sumar
erum við að fara af stað með hunda
átak,“ segir Þorkell Heiðarsson,
deildarstjóri og umsjónarmaður
Dýraþjónustu Reykjavíkur.
„Fyrir áramót voru hundaleik
tæki keypt fyrir hundasvæðin í
borginni og verður þeim komið
fyrir í vor. Við ætlum einnig að
fylgjast með og sinna hundasvæð
unum betur og koma upp nýjum
ruslatunnum með hundapokum,“
segir Þorkell.
Fyrir rúmlega ári var Hunda
eftirlitið lagt niður og Dýraþjónusta
Reykjavíkur stofnuð. Talsverðar
breytingar áttu sér stað við stofnun
þjónustunnar, meðal annars voru
hundagjöld lækkuð og umsóknar
ferli auðveldað.
„Með því að lækka gjöldin vorum
við að vonast til þess að nýskrán
ingum hunda myndi fjölga, en frá
því við tókum yfir hundaskrána
í júní í fyrra hafa okkur borist um
tvö hundruð nýskráningar,“ segir
Þorkell.
Fjölgunin sé þó ekki eins mikil og
þeir hefðu viljað.
„Í borginni eru um 2.300 hundar
á skrá og á stórhöfuðborgarsvæðinu
eru þeir í kring um 5.000. Það er þó
erfitt að vita raunhæfa tölu. Ég held
að allir átti sig á því, sem ganga um
götur borgarinnar, að hundum
hefur fjölgað mikið,“ segir Þorkell.
Að sögn Þorkels er nauðsynlegt í
takti við þessa fjölgun að skilgreina
betur og kortleggja þau svæði þar
sem lausaganga hunda er leyfð.
Mörg svæði hafi hingað til verið illa
skilgreind, en með nýrri hundasam
þykkt sé tekið á þeim vanda.
„Það var ákall frá hundaeigendum
að fá skilgreiningu á svæðunum og
einnig að fá leyfi fyrir tímabundna
lausagöngu,“ segir Þorkell.
Tímabundin lausaganga gefur
að sögn Þorkels möguleikann á því
að hægt verði að skilgreina ákveðin
svæði á ákveðnum tíma og leyfa
lausagöngu þar.
„Þá gætu hópar sótt um að fá
að hittast með hundana sína til
dæmis á Klambratúni á einhverjum
ákveðnum tíma, sem gefur hunda
eigendum meiri sveigjanleika,“
bendir Þorkell á.
Þá standi til að gefa út kort þar
sem lausagöngusvæði verði auglýst.
„Það er næst á dagskrá og mun
hjálpa til við að koma í veg fyrir
ýmis vafamál sem við stöndum
ósjaldan frammi fyrir, eins og til
dæmis hvort hundar megi vera á
göngustígum á lausagöngusvæð
um,“ segir Þorkell.
Kortin munu að mati Þor
kels boða meira frelsi öllum til
handa, bæði hundaeigendum
sem og fólki sem stundi útivist í
námunda við eða á slíkum svæð
um. n
Leiktæki fyrir hunda verða
sett upp í borginni í sumar
Skoski fjárhundurinn Max fékk að reyna nýju hundaleiktækin. Áætlað er að
fyrstu tækjunum verði komið fyrir í næstu viku. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Ég held að allir átti sig
á því, sem ganga um
götur borgarinnar, að
hundum hefur fjölgað
mikið.
Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri
og umsjónarmaður Dýraþjón-
ustu Reykjavíkur
kristinnhaukur@frettabladid.is
úkraína Í gær birtist yfirlýsing frá
rússneska sendiráðinu á Íslandi á
Facebook þar sem Íslendingum er
hótað vegna vopnaflutninga. Vísað
er til f lutninga utanríkisráðuneyt
isins á vopnum frá Ítalíu, Albaníu,
Króatíu, Slóveníu og Portúgal.
Yfirlýsingin fjallar ekki aðeins
um Ísland heldur vopnaflutninga
Bandaríkjamanna, Þjóðverja og
fleiri. Þrettán flugferðir Íslendinga,
á vegum Air Atlanta og Bláfugls eru
þó sérstaklega nefndar.
„Við vonum að íslensk stjórn
völd geri sér grein fyrir neikvæðum
afleiðingum þessara aðgerða,“ segir
þar. „Við vekjum athygli á að Rúss
land áskilur sér rétt til þess að líta
á erlend hernaðargögn og búnað í
Úkraínu sem löglegt skotmark.“
Í yfirlýsingunni er hins vegar ekki
minnst á að íslensku f lugvélarnar
f ljúga ekki með hernaðargögnin
beint til Úkraínu. Heldur til austur
hluta Póllands þaðan sem þeim er
komið austur yfir landamærin.
Þrýst hefur verið á íslensk stjórn
völd að vísa Míkhaíl V. Noskov
sendiherra úr landi. Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráð
herra hefur hefur sagst skilja þetta
ákall. Þann 5. apríl sagðist hún ekki
útiloka að vísa honum úr landi en
síðan hefur ekkert gerst. n
Sendiherra Rússa hótar Íslendingum
Mótmæli Úkraínumanna við sendi-
ráðið í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
odduraevar@frettabladid.is
lögreglumál Lög reglan á höfuð
borgar svæðinu lýsti í gær eftir Svan
hvíti Harðar dóttur, 37 ára.
Síðast er vitað um ferðir Svan
hvítar um klukkan þrettán á
fimmtudag þegar hún fór frá heimili
sínu á Völlunum í Hafnar firði. Að
því er segir í tilkynningu er Svan
hvít 167 sentímetra á hæð, sól brún
með ljós litað rúm lega axlasítt hár.
Svan hvít var klædd í gráar
jogging buxur og hettu peysu en
ekki er vitað um lit peysunnar að
sögn lögreglu, sem kveður hana
hafa verið með hárið í háu tagli er
síðast sást til hennar.
Þau sem geta gefið upp lýsingar
um ferðir Svan hvítar, eða vita hvar
hana er að finna, eru vin sam legast
beðin um að hafa tafar laust sam
band við lög regluna í síma 112.n
Lýst eftir konu úr
Hafnarfirði
Svanhvítar Harðar dóttur er saknað.
2 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið