Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 10
Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Forkólfar bílasölunnar Bensin laus.is sitja undir ásökunum um óheiðarlega viðskiptahætti, en jafnt við­ skiptavinir og fyrrverandi starfsmenn bera þá þungum sökum fyrir samningssvik. ser@frettabladid.is viðskipti Sölusamningurinn sem framkvæmdastjóri Bensinlaus.is gerði við Jóhannes Þór Jóhannes­ son, ellilífeyrisþega, um kaup á Ford Mustang bifreið frá Bandaríkjunum í upphafi ársins var handskrifaður. Ekkert verksmiðjunúmer á bílnum kom fram á samningnum, en þar var hann skráður nýr, með ábyrgð umboðsaðila á Íslandi, en hvorugt reyndist rétt. Forsíðufrétt blaðsins frá því í gær um ásakanir fyrrverandi starfs­ manna bílasölunnar Bensinlaus.is um að núverandi forkólfar hennar seldu notaða raf bíla sem eru ekki til, hefur vakið athygli, en þar var rætt við Jóhannes Þór, sem hefur hvorki séð tangur né tetur af tæp­ lega átta milljóna króna bíl sem hann greiddi Ívari Mána Garðars­ syni, framkvæmdastjóra sölunnar í tveimur greiðslum dagana 11. og 15. janúar í byrjun árs. Fjórir fyrrverandi starfsmenn sölunnar gengu nýverið á dyr vegna óbeitar á vinnubrögðum fram­ kvæmdastjórans, að eigin sögn, en tveir þeirra hafa lýst því yfir að fram­ kvæmdastjórinn hafi ítrekað veifað fölskum verksmiðjunúmerum bif­ reiða framan í grunlausa kaupendur á borð við Jóhannes Þór, sem vita enn ekki hvort þeir geti rift sölu­ samningnum og fengið greiðsluna til baka, ellegar fengið bílinn í sínar hendur. Málið er komið í hendur lög­ reglu. Jóhannes Þór kveðst hafa selt íbúð sína erlendis til að láta draum sinn rætast á gamals aldri um að festa kaup á draumabílnum. „Ég lifi það sennilega af að tapa þessum tæp­ lega sjö milljónum króna, en ég vil vekja athygli á svona sölumennsku sem hefur ekkert með heiðarleika að gera,“ segir hann í samtali við blaðið. Lögmaður hans er með málið í vinnslu, en síðustu viðbrögð sem hann fékk frá framkvæmdastjóra Bensinlaus.is vegna vanefnda á af hendingu á Ford Mustang draumabíl Jóhannesar Þórs, bárust um miðjan febrúar, mánuði eftir undirritun kaupsamningsins, en þar stóð orðrétt í stuttum skila­ Seldi íbúð sína fyrir draumabílinn sem aldrei hefur borist til landsins „Skrautlegasta plagg“ Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við ársreikning Bensin- laus.is fyrir árið 2020, af hálfu löggilts endurskoðanda: „Þetta er hið skrautlegasta plagg. Félagið hefur selt bíla fyrir 15,6 mkr. en keypt þá fyrir 16.2 mkr., svo þeir eru seldir undir kostnaðarverði. Þá eiga þeir útistandandi 32,5 mkr. þó svo að ekki hafi verið selt meira en þetta, þ.e. helmingi meira en alla sölu ársins. Gæti hugsast að eitthvað af þessu séu í raun birgðir (ókomnar í hús) með tilliti til þeirrar fjárhæðar sem þeir eiga eftir að afhenda bíla fyrir sbr. hér að neðan. Innborganir á óafhenta bíla nema tæpum 39 mkr. 3,9 mkr. vantar upp á að félagið eigi fyrir skuldum skv. þessum ársreikningi. Eigendur skulda félaginu 575 þkr. sem bendir til þess að hlutaféð hafi aldrei verið innborgað.“ FÍB varaði við svikahröppum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins um meint stórfelld svik bílasölunnar Bensin- slaus.is og segir þar að ástæða sé til að rifja upp viðvörunarorð FÍB þegar Alþingi breytti lögum um bílasölu 5. mars 2020. „Með lagabreytingunni voru skilyrði um leyfisveitingu og starfs- ábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla felld niður. Fullyrt var að önnur lög um neytendavernd veittu betri tryggingu. Fullyrt var að við sölu notaðra bíla væri ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. FÍB og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi sterklega við afnámi þessara skilyrða. Bent var á að kröfurnar hefðu skapað aðhald að sölufyrirtækjunum og stuðlað að almennu trausti í viðskiptum með notuð ökutæki. Þá væru skilyrðin síður en svo íþyngjandi fyrir bílasölur. Bent var á að árleg velta í viðskiptum með notuð ökutæki væri á bilinu 60-80 milljarðar króna og því um verulega fjárhagslega hagsmuni að ræða. Sérstaklega bentu FÍB og Bílgreinasambandið á að með brottfalli þessara skilyrða væri opnað upp á gátt fyrir svikahrappa, líkt og þekktist víða erlendis.“ Innflutningur á notuðum bílum frá Evrópu og Bandaríkjunum hefur aukist mikið á síðustu árum eftir að Alþingi breytti lögum um bílasölu hér á landi. Fréttablaðið/anton brink boðum: „Bíllinn er tilbúinn til inn­ flutnings. Því fyrr sem eftirstöðvar eru greiddar, því fyrr kemst bíllinn í flutningsferli.“ Rétt er að taka fram að þá þegar var andvirði bílsins fullgreitt, að sögn Jóhannesar Þórs. Starfsmenn Eimskips hafa staðfest að umræddur bíll hafi enn ekki skil­ að sér á hafnarbakkann í Ameríku, sem bílasalan tilgreindi. Framkvæmdastjóri Bensinslaus. is hefur ekki svarað fyrirspurnum eftir að þessi orðsending barst frá honum. Hann hefur heldur ekki svarað ítrekuðum símtölum Frétta­ blaðsins síðustu daga. n olafur@frettabladid.is ReykjavíkuRboRg Afkoma Reykja­ víkurborgar á síðasta ári var betri en reiknað var með. Heildar­ rekstrartekjur A­ og B­hluta námu 202,6 milljörðum, sem er 7,4 millj­ örðum yfir áætlun. Rekstrarstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 20,8 milljarða, 11,9 milljörðum yfir áætlun. Auknar rekstrartekjur, breytingar hjá Félagsbústöðum og í raforku­ samningum Orkuveitunnar, skýra hina bættu afkomu. Heildareignir borgarinnar námu 790,6 milljörðum í árslok 2021 og heildarskuldir og skuldbindingar námu 407,3 milljörðum. Eigið fé nam því 282,3 milljörðum og eigin­ fjárhlutfallið var 48,5 prósent um áramót og hækkaði milli ára. Tap upp á 3,8 milljarða varð á rekstri A­hluta í fyrra. Þetta er 8,1 milljarði betri útkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stafar það einkum af hærri staðgreiðslu útsvars og betri ávöxtun eigna lífeyrissjóðs starfs­ manna Reykjavíkurborgar. Launa­ kostnaður jókst hins vegar og má að hluta rekja það til Covid aðgerða í skólum og velferðarþjónustu og kjarasamningshækkana. Covid setti strik í reikninginn í rekstri borgarinnar 2020 og 2021 en tekjuöflun virðist vera að rétta hratt úr kútnum nú þegar faraldurinn er að mestu að baki. n Afkoman reyndist yfir væntingum Tekjur borgarinnar voru mun hærri en áætlað var. Fréttablaðið/StEFÁn Tap upp á 3,8 milljarða varð á rekstri A-hluta í fyrra. Þetta er 8,1 milljarði betri útkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. 10 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.