Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 49
Hjá Kömbum sameinast kraftar fjögurra rótgróinna íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hjá okkur sameinast áratuga reynsla og þekking á íslenskum byggingarmarkaði
og saman erum við einn stærsti framleiðandi landsins á gluggum, gleri og hurðum fyrir íslenskar aðstæður.
Lagerstjóri í Kópavogi
Leitum að jákvæðum og þjónustumiðuðum einstaklingi í starf
lagerstjóra. Þarf að vera skipulagður, fær í mannlegum
samskiptum og geta unnið bæði sjálfstætt og með öðrum.
Reynsla af vöru- og lagerstjórnun er æskileg.
Helstu verkefni og ábyrgð:
– Dagleg umsjón með birgðahaldi og vöruflæði
– Móttaka og afhending á vörum
– Samskipti við söludeild og viðskiptavini
Starfsmenn í framleiðslu
Leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingum til
starfa í framleiðslu á starfsstöðvum okkar á Akureyri, Selfossi,
Hellu og Hafnarfirði. Viðkomandi þurfa að vera vandvirkir, hafa
gott auga fyrir smáatriðum og geta unnið bæði sjálfstætt og
með öðrum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
– Framleiðsla á vörum fyrirtækisins
– Önnur tilfallandi verkefni
KAMBAR LEITA AÐ
STARFSFÓLKI
FJÖLBREYTT STÖRF
HJÁ SPENNANDI
FYRIRTÆKI
SAMVERK
GLERVERKSMIÐJA
BÖRKUR
TRÉSMIÐJA
GLUGGASMIÐJAN
SELFOSS
SVEINATUNGA
SVALAHANDRIÐ
Söluskrifstofa Smiðjuvegi 2 | Sími 488 9000 | kambar.is
Verkefnisstjóri í söludeild
Leitum að húsasmið og/eða byggingariðnfræðingi í starf
verkefnisstjóra í söludeild. Þarf að vera jákvæður og þolinmóður,
lausnamiðaður, lipur í samskiptum, geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir
og fundið lausnir í samráði við sitt bakland.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verklegum framkvæmdum
og sölustörfum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
– Almenn sala á vörum og þjónustu Kamba
– Samskipti við viðskiptavini
– Tilboðsgerð og reikningar
Nánari upplýsingar veita Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri
(kgeir@kambar.is) og Eiríkur Guðmundsson framleiðslustjóri
(eirikur@kambar.is).
Umsóknir berist á umsoknir@kambar.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí
Vegna aukinna umsvifa hjá sameinuðu félagi leitum við að metnaðarfullu starfsfólki
á nokkrar starfsstöðvar okkar.