Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 58
Hótel Borg hefur ávallt haft yfir sér ákveðinn glæsileika og þar hafa mörg fyrir- mennin gist í gegnum árin. Eftir nokkur döpur ár í sögu hússins hefur nú verið tekið til hendinni og húsið aftur orðið að þeim sjarmastað sem áður þekktist. elin@frettabladid.is Jóhannes Jósefsson, þekktur glímukappi, lét byggja Hótel Borg árið 1930. Æ síðan hefur Borgin verið eitt af kennileitum Reykja- víkur. Hótel Borg við Austurvöll teiknaði Guðjón Samúelsson á sínum tíma. Sálin sem einkennir þessa fallega byggingu hefur nú aftur yfir sér þann tignarbrag sem áður var. Um næstu mánaðamót verður opnaður glæsilegur veitingastaður á Hótel Borg. Einvalalið fagfólks stendur að breytingunum og má þar til dæmis nefna Hákon Örvarsson matreiðslumann, sem hefur lagt eldhúsinu til krafta sína. Hákon vann til bronsverð- launa í sterkustu einstaklings- matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or, í Frakklandi árið 2001. Til að tryggja gestum góða upp- lifun hafa hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir komið að breytingunum. Jóhann segir að þau hjónin beri mikla virðingu fyrir veitingasögu húss- ins og vilja endurspegla hana í nýja veitingasalnum. Jóhann, sem er fyrsti faglærði butler á Íslandi, starfaði ásamt konu sinni lengi fyrir forsetaembættið á Bessastöð- um. Kristín er menntaður fram- reiðslumeistari en hún hóf einmitt nám sitt á Borginni. Undanfarin fimm ár hafa þau rekið veiðihúsin við Selá og Hofsá. Þá er Katrín Ósk, dóttir þeirra, rekstrarstjóri veit- ingastaðarins, en hún er lærður framreiðslumeistari með margra Gullöldin endurvakin á Hótel Borg Hákon Örvarsson matreiðslumeistari mun sjá um eldhúsið á Hótel Borg. Hann er hér með butlernum Jóhanni Gunnar Arnarssyni. MYND/SIGURJÓN Salurinn hefur aftur fengið sitt glæsilega útlit. Matseðillinn mun koma á óvart þar sem verða klassískir réttir sem Íslendingar þekkja. Piparsteik eins og hún gerist flottust. ára reynslu í faginu, fyrir utan það að hafa lært öll trix foreldra sinna. „Við ætlum að bera fram ljúf- fenga, fallega og bragðgóða rétti með hugsjón okkar að leiðarljósi, ávallt í anda klassískrar matar- gerðarlistar. Við berum mikla virðingu fyrir veitingasögu hússins, sem er gríðarlega mikil, og ætlum að reyna að endurspegla hana í daglegum störfum okkar við matreiðslu og þjónustu,“ segir Jóhann og bætir við: „Aðalmark- miðið verður þó alltaf fyrst og fremst að halda áfram að búa til nýjar og góðar minningar fyrir gestina okkar og starfsfólkið. Gestir geta fengið sér rétti eins og Tournedo Rossini, graflax, skelfisk í smjördeigskænu (Vol-au-vent) og margt f leira klassískt og gott,“ segir hann. Unnið hefur verið að endur- nýjun og uppfærslu salanna, með það að leiðarljósi að gæta heildar- myndar hússins og gera salina að aðaldjásnum hússins. Þannig er verið að mæta væntingum gest- anna, sem hæfir þessu sögufræga húsi. „Art Deco“-stíllinn svífur yfir vötnum og Pálmasalurinn með sínum tignarlegu gluggum út að Austurvelli og Gyllti salurinn aftur orðnir eins og þeir voru á gull- aldarárum sínum,“ segir Jóhann. Þrátt fyrir að veitingastaðurinn á Hótel Borg verði færður aftur á þann stall sem honum ber í þessum glæsilegu, klassísku en samt sem áður tímalausu húsakynnum, ætla Jóhann og samstarfsfólk að stilla verði þannig að hægt sé að gera hann að samastað fyrir sem flesta, ekki eingöngu þá efnameiri. „Við verðum klassískt veitinga- hús en um leið tímalaust og getum boðið verð sem hentar öllum. Staðurinn verður fyrir alla sem vilja góðan, klassískan og heiðar- legan mat. Matur í þessum anda hentar fyrir alla aldurshópa og alltaf verður notað fyrsta f lokks íslenskt hráefni eftir því sem við á,“ segir hann. Saga Hótel Borgar var lengst af samofin mikilli tónlist og margir af frægustu tónlistarmönnum Íslandssögunnar spiluðu þar. „Það er okkur ljúft og skylt að halda áfram þeirri sögu, þannig að tón- list og dans verður enn á ný og áfram hluti af veitingastaðnum á Hótel Borg. Björgvin Sigvalda- son fer fyrir þeirri vinnu en hann er með reyndari hljóðmönnum landsins. Vinna er í gangi að tengja tónlistarflutning sögu hússins frá tíma sveiflunnar. Tónlist Ragnars Bjarnarsonar, Ellýjar og hljómsveitar Svavars Gests verða þar rauður þráður ásamt öðrum nöfnum frá svipuðum tíma,“ segir Jóhann stoltur með þær breytingar sem gerðar hafa verið á Borginni. n Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Líttu við á belladonna.is Verslunin Belladonna Erica tunikukjóll Stærðir 38-56 Verð 13.980 kr Lökke tunica Stærðir 38-56 Verð 13.980 kr Rosalia tunica Stærðir 38-56 Verð 13.980 kr 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 6 kynningarblað A L LT 23. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.