Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 64
Það þarf að aflétta skömminni Brynhildur Björnsdóttir er höf- undur bókarinnar Venjulegar konur og var fengin til verksins af Evu Dís Þórðardóttur, brotaþola vændis og talskonu kvennanna í bókinni. „Mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því að konur sem leiðast út í vændi eru venjulegar konur, með óvenjulega og oft sára reynslu og þær eiga skilið að fjallað sé um þær og þeirra sögu af nærgætni og virðingu.“ Konurnar höfðu fullt rit- stjórnarvald yfir sínum sögum og í þeim bókarhluta segist Brynhildur fyrst og fremst vera millistykki en hún hafi jafnframt viljað setja málefnið í samhengi við menningu og sögu, skoða hvaða áhrif mismunandi laga- setning hefur haft og kanna hver kaupir vændi. „Ég lagðist í töluverða rann- sóknarvinnu og er með heimildir fyrir öllu sem ég held fram.“ Hún segir tilgang bókar- innar vissulega að segja sögur kvennanna en ekki síður að vekja athygli okkar sem samfélags á því hvernig við tölum um vændi. „Það þarf að breyta viðhorfum samfélagsins til vændis og opna samfélagsumræðuna til að af- létta skömminni, svo fólk geti talað um reynslu sína við sína nánustu, heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið og þurfi ekki að óttast að leita sér hjálpar við að vinna úr áföllum.“ Brynhildur vill leggja áherslu á að það að vera á móti vændi þýði ekki að vera á móti fólki í vændi. „Bókin er skrifuð með fullri virð- ingu fyrir vali fólks. Það er von okkar að koma skýrt á framfæri því sjónarmiði að vændi sé skað- legt, bæði fólki í vændi en ekki síður samfélaginu því þar sem sú hugmynd er við lýði að það sé í lagi að kaupa kynferðislegan aðgang að manneskju verður kynjajafnrétti ekki náð.“ næstu kynslóðir lendi í sömu stöðu. Af hverju er ekki sem dæmi hægt að hafa öll greiðslukerfi ríkis undir sama hatti? Af hverju þarf að senda óvinnufært fólk út um allan bæ að sækja um réttindi sín? Átta ráðamenn sig á því að það getur verið full vinna að berjast við þetta kerfi? Vinna sem óvinnufært fólk hefur oftar en ekki hvorki kraftinn né heilsuna í.“ Hætti eftir að hún fékk örorku Eins og fyrr segir tók það Frigg sex ár að fá samþykkta örorku. Hún byrjaði að stunda vændi árið eftir að hún missti heilsuna og hætti ári eftir að hún fékk örorku samþykkta. „Tryggingastofnun veitti mér lán til bifreiðakaupa, vegna hreyfi- hömlunar minnar. Að vera komin á farartæki, jafnvel þó þau geti verið kostnaðarsöm í rekstri, veitti mér þó meiri möguleika á að bjarga mér. Það varð til að mynda gerlegt að safna dósum, fara með smádót á Sorpu fyrir fólk, selja bjór úr skott- inu á hátíðisdögum eða skutla fólki á djamminu. Ég hef gert tvennt af ofantöldu.“ Hún segist þó vera ein af þeim heppnu því einnig fék k hún íhlaupastarf, svart, sem hún stundar þegar heilsan leyfir. „Einhverjir munu reka upp stór augu við að lesa um það að ég skuli hreint út viðurkenna að vera á bótum og vinna svart. Raunveru- leikinn er sá að ef þú þarft að borga húsnæðiskost að fullu og átt ekki sterkt bakland sem er tilbúið að gefa þér fisk, kjöt eða pening, þá dugir örorkan einungis ef ekkert kemur upp á. Um leið og þú þarft að fara til tannlæknis, barnið velur að fermast eða það eru að koma jól, þá er fjár- hagurinn farinn á hliðina. Það er ekkert svigrúm fyrir óvænt útgjöld.“ Mér fannst ég úrhrak Varðandi áhrif vændisins á líf sitt og sjálfsmynd svarar Frigg: „Þegar ég var að byrja í vændi þá fannst mér vændið fínt. Í raun mjög auð- veldur aukapeningur, ef svo má að orði komast. Ég sendi meira að segja tölvupósta á fréttamiðla þar sem ég vildi breiða út boðskapinn um hvað þetta væri frábært og bauðst til þess að koma í viðtal. Enginn fjölmið- illinn svaraði mér – sem betur fer,“ segir hún einlæg. „Smám saman varð þetta þó allt- af erfiðara og erfiðara. Ég setti upp grímu og þetta var allt leikrit. Þessir menn fengu aldrei að kynnast raun- verulegu mér og ef þeir trúa því að við fáum fullnægingar með þeim, sem dæmi, þá eru þeir í mikilli blekkingu. Ég hef því miður upplifað áföll af ýmsum toga. Á vændistímabilinu voru þó mín síðustu alvarlegu áföll og ég get fullyrt að vegna vændisins er ég að glíma við áfallastreiturösk- un í dag. Mér leið lengi vel eins og ég gæti alveg eins bara labbað um nakin utandyra, það hefðu hvort eð er „allir“ séð mig allsbera. Mér leið eins og ég væri úrhrak og ætti ekkert gott skilið. Ég glími við mikla félagsfælni, kvíða, þunglyndi og íhuga oft hvort ég eigi í alvöru skilið þá hamingju og kærleik sem ég hef náð til baka.“ Vændi er ofbeldi Frigg segir það mikinn misskilning að halda að vændi sé ekki of beldi nema ef vændissalinn sé bókstaf- lega beitt/ur ofbeldi. „Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur þeirra sem stunda vændi endi með áfallastreituröskun, jafn- vel þótt ekkert „alvarlegt“ hafi átt sér stað. Ég lenti sjálf aldrei í neinu virkilega alvarlegu og það fór eng- inn langt yfir þau mörk sem um voru samin. Ég var aldrei bókstaf- lega lamin eða bókstaflega nauðg- að. Ég get því miður ekki útskýrt það með orðum nákvæmlega hvað það var úr vændinu sem lét mig fá áfallastreituröskun. Hvort það sé aftengingin sem ég varð fyrir í hvert sinn eða allt „kynlífið“ sem ég vildi ekki stunda en þurfti að stunda til að geta keypt í matinn? Því trúið mér, ég vildi ekki stunda kynlíf með þessum mönnum.“ Yfirþyrmandi að hitta mennina Frigg segir mikilvægt að þeir sem kaupa sér vændi kynni sér þessa bók. „Til að þeir átti sig á því að þeir eru að skaða aðra manneskju, jafn- vel þótt þeir vilji trúa öðru. Ég skil fullkomlega sjálfsblekkinguna sem þeir eru og vilja vera í, ég var sjálf í þeirri blekkingu. Að rekast á þessa karla í bankanum eða úti í Bónus er svo yfirþyrmandi tilfinning að það er eins og fæturnir verði að brauði og öll rökhugsun fljúgi út um glugg- ann.“ Hún segir að líklegast væri hún ekki á lífi í dag ef hún hefði ekki leitað sér hjálpar við að vinna úr þessum tímabili. „Eins og ég nefndi þá talaði ég um þetta fyrst í viðtali hjá Dreka- slóð þar sem ég kom varla orðunum út úr mér vegna ekkasoga. Ég þáði boð um að fara í Svanahóp hjá Stígamótum um það bil ári síðar. Ég veit að þetta mun hljóma eins og versta klisja en ég get fullyrt að Svanahópurinn og Stígamót björg- uðu lífi mínu. Það mun engin skilja þig eins vel og sú manneskja sem hefur staðið í sömu sporum og þú. Í Svanahópnum kynntist ég akkúrat þeim manneskjum. Ég þarf oft bara að segja hálfa setningu, þá vita þær nákvæmlega hvað ég er að hugsa og hvernig mér líður. Því þær hafa hugsað það sama, upplifað svipað eða liðið eins.“ n Mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því að konur sem leiðast út í vændi eru venju- legar konur, með óvenjulega og oft sára reynslu og þær eiga skilið að fjallað sé um þær og þeirra sögu af nærgætni og virðingu. Ég trúði því í alvöru að það hlyti að vera skárra að nota líkama minn til að afla mér auka- tekna til að ná að lifa af frekar en að betla endalaust af vanda- mönnum. Eva Dís Þórðardóttir og Brynhildur Bjönrsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frigg segir mikilvægt að þeir sem kaupa sér vændi kynni sér bókina. „Til að þeir átti sig á því að þeir eru að skaða aðra manneskju, jafnvel þótt þeir vilji trúa öðru.“ Hún segist þó skilja sjálfsblekkinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY  32 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.