Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 8
ÖRFÁ SÆTI LAUS Í ÞESSA VINSÆLU FERÐ ÍTALÍUÆVINTÝRI SUMARFEGURÐ Í VERONA OG VIÐ GARDAVATN Komdu með í einstaka, vikulanga ferð til einnar af elstu borgum Evrópu, Verona verður heimsótt ásamt þekktustu svæðum við Gardavatn. Í þessari ferð komum við til með að skoða, smakka, njóta og upplifa alls hins besta sem Ítölsk menning hefur upp á að bjóða með Önnu Ólöfu sem heldur vel utan um hópinn á meðan á ferðinni stendur. Bjóðum upp á fjölda sérferða og pakkaferða til Ítalíu í beinu flugi í sumar. Kíktu við á uu.is! BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, 3* GISTING MEÐ HÁLFU FÆÐI, VÍNSMÖKKUN, SKOÐUNARFERÐIR, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI INNIFALIÐ Í VERÐI: 12. - 19. JÚNÍ VERÐ FRÁ 285.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fararstjóri Vistmenn á Grund upplifa sumir vanlíðan vegna tölvu- pósta frá forstjóra heimilisins sem stundum varða hags- muni þeirra og aðstandenda. Sumir póstanna persónulegir og pólitískir. Hægt er að eyða póstunum, segir forstjórinn. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Gísli Páll Pálsson, for- stjóri Grundarheimilanna sem einnig titlar sig sem smala í síma- skránni, hefur ítrekað valdið undrun og hneykslun hjá hluta aðstandenda vistmanna á öldrunar- heimilum  tölvupóstum. Þetta stað- hæfir aðstandandi vistmanns. Gísli ætlar ekki að breyta neinu. Fréttablaðið hefur afrit af tölvu- póstum Gísla. Oft er fjallað um pólitísk mál og deilt á ríkið þannig að ekki blasir við að eigi erindi við aðstandendur vistmanna. Fyrsta apríl í vor skrifaði Gísli um rekstur hjúkrunarheimila til næstu þriggja ára. Um skipan nefndar um húsnæðismál skrifar hann: „Þetta er í raun óþolandi en þegar viðsemjandinn er bara einn þá getur maður því miður ekki annað en kyngt þessu svona. Það er eitt- hvað bogið við það, að það þurfi að ræða sérstaklega í nefnd hvort og þá hversu mikið eigi að greiða fyrir notkun á húsnæði hjúkrunar- heimila landsins, sem við leggjum ríkinu til við rekstur öldrunarþjón- ustunnar. Af hverju ræðum við ekki þá sérstaklega hvort og þá hversu mikið eigi að greiða fyrir þann mat sem við veitum okkar heimilis- mönnum? Eða lyf?“ Annar póstur sem vakið hefur spurningar er sá sem Gísli skrifaði að loknum nýliðnum sveitarstjórn- arkosningum. Þar kemur fram að D-listinn í Hveragerði hafi tapað helmingi bæjarfulltrúa og hreinum meirihluta síðastliðinna 16 ára. „Fengum tvo af sjö. Eins og síðast- liðnar fimm kosningabaráttur, frá árinu 2002, var ég kosningastjóri þessa flotta fólks nú í vor sem bauð fram krafta sína til að stýra bænum. Á sunnudeginum var ég aðeins beygður.“ Sonur foreldris á Grund segist ítrekað hafa orðið miður sín vegna póstanna. Sérstaklega er tíundað sé hve stjórnvöld standi sig illa. Það veki áhyggjur um velferð vistmanna. Sonurinn segir að foreldri hans borgi tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir herbergi. Örþreytt starfsfólk starfi langt umfram skyldur. „Svo skreytir Gísli sjálfur elliheim- ilin með myndum af safaríferðum hans sjálfs í Afríku,“ segir sonurinn. Gísli kannast við að nokkrir hafi beðið um að vera teknir út af lista viðtakenda tölvupóstanna. Hann segir kvartanir þó fremur fátíðar. „Þetta eru mínar pælingar almennt og ekki allt í póstunum sem tengist öldrunarþjónustu. Ef fólki líka ekki póstarnir á það bara ekki að lesa þá eða eyða þeim,“ segir Gísli. Eigi að síður má skilja af orðum aðstandenda að stundum eigi póst- arnir erindi við aðstandendur sem flækir málið nokkuð. „Ég skil sjónarmið fólksins, en ég ætla ekki að hætta að skrifa þessa pistla,“ segir Gísli sem kveður viðtak- endur vera starfsfólk, aðstandendur og vini og kunningja „Ég er fyrst og fremst að reyna að vera persónulegur forstjóri, segir Gísli,“ sem veitir þremur Grundar- heimilum forstöðu. n Póstar forstjórans valda usla á Grund Gísli Páll Pálsson mun ekki bregðast við óánægju með pósta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég er fyrst og fremst að reyna að vera persónu- legur forstjóri. Gísli Páll Pálsson, forstjóri tveggja Grundarheimila í Reykjavík og eins í Hveragerði ser@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Deiliskipulag fyrir nýja íbúðabyggð á Heklureitnum við Laugaveg í Reykjavík hefur verið samþykkt og er ráðgert að samtals 436 íbúðir verði reistar á svæðinu ásamt verslun og þjónustu. Nýja byggðin státar af tveggja til sjö hæða húsum, með möguleika á áttundu hæðinni á horni Lauga- vegar og Nóatúns. Í tilkynningu frá borginni segir að byggðin verði mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veður- fars, en hæst muni hún rísa til norð- urs við Laugaveg og lægst til suðurs við Brautarholt. Segir þar enn fremur að „bygg- ingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inn- garður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar.“ Heildarf latarmál bygginganna verður yfir 44 þúsund fermetrar, þar af ríflega tvö þúsund fermetrar nýttir undir verslanir og þjónustu. Í tilkynningunni segir einnig að staðsetning skipulagssvæðisins við samgönguás fyrirhugaðrar Borgar- línu, nálægð við miðborgina og stór atvinnusvæði ásamt blandaðri byggð, sé líkleg til að draga úr notk- un einkabíla og styðja við notkun almenningssamgangna. n Á fimmta hundrað íbúðir verða byggðar á Heklureitnum Svona sjá Yrki arkitektar fyrir sér byggð á Heklureitnum. MYND/YRKI ARKITEKTAR bth@frettabladid.is STJÓRNSKIPUN Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) hefur ritað Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) kæru vegna skipunar Félags- dóms, sem stéttarfélagið telur að brjóti í bága við ákvæði mannrétt- indasáttmála Evrópu. FÍN telur að það fyrirkomulag í íslenskum lögum að Hæstiréttur tilnefni meirihluta dómara Félags- dóms feli í sér brot á reglu mann- réttindasáttmálans sem ætlað er að tryggja sjálfstæðan, óháðan og óvilhallan dómstól. Kæran byggist á því að FÍN og félagsmaður þess hafi í dómsmáli, sem rekið var fyrir Félagsdómi nýverið, ekki hlotið réttláta máls- meðferð fyrir dómstólnum, líkt og lögfest er með mannréttindasátt- mála Evrópu. Dómsmálið sækir FÍN gegn íslenska ríkinu. Bent er á að sam- kvæmt lögum séu þrír af f imm dómurum Félagsdóms skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstarétt- ar. Vísað er til þess í kærunni að GRECO, alþjóðleg spillingarnefnd, hafi haft uppi efasemdir um skip- unarferlið í skýrslu sem gefin var út í mars árið 2013. n Náttúrufræðingar kæra skipun Félagsdóms thorgrimur@frettabladid.is KANADA Hæstirétt u r Kanada dæmdi í gær einróma að ekki megi halda sakfelldum manni í fangelsi lengur en í 25 ár án möguleika á skilorði. Um var að ræða mál Alex- andre Bissonnette, sem var dæmdur í ævilangt fangelsi eftir að hann skaut sex manns til bana í mosku í Québecborg árið 2017. „Alvarleiki glæpsins getur ekki bifað þeirri grundvallarafstöðu okkar að allar mannverur hafi getu til að bæta ráð sitt,“ skrifaði Richard Wagner, forseti Hæstaréttarins, í dómsorðinu. Saksóknarar höfðu farið fram á að Bissonnette fengi ekki möguleika á skilorði fyrr en eftir 50 ár en Hæstiréttur taldi slíka refsingu ekki standast stjórnarskrá landsins. n Milda dóm yfir hryðjuverkamanni Minningarathöfn fyrir fórnalömb hryðjuverkaárásarinnar 2017. MYND/EPA Í sal Mannéttindadómstóls Evrópu í janúar á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 8 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.