Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 22
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
Brestirnir
í þessari
ríkisstjórn
eru alvar-
legri en í
ríkisstjórn
Jóhönnu.
Markmiðið
með bók-
inni og
þessu
viðtali er
að vekja
fólk til
umhugs-
unar, ekki
síst þá
karla sem
kaupa sér
vændi.
BJORK@FRETTABLADID.IS
Við mælum með
Brestirnir í stjórnarsamstarfinu sjást með berum augum
Kaffi Ó-le
Við Hafnarstræti 11 hefur verið
opnað viðkunnanlegt kaffihús og
er nafnið bein vísun í hið goðsagna-
kennda Café Au Lait sem áður var til
húsa á sama stað. Ljúffengar súpur,
samlokur og eðalkaffi eru aðals-
merki staðarins þar sem ljúft er að
sitja í björtu og stílhreinu umhverfi.
Hljómsveitin Írafár fékk í
vikunni afhenta tvöfalda
platínuplötu fyrir plötuna
sína Allt sem ég sé, sem á
árinu fagnar tuttugu ára
afmæli og verður í kvöld flutt
í heild sinni í Eldborg.
bjork@frettabladid.is
Um leið og sveitinni var af hent
platínuplatan, fékk Birgitta Hauk-
dal, söngkona hennar, heiðursverð-
laun bæjarlistamanns Garðabæjar
og náðum við tali af henni í tilefni
þessara margföldu tímamóta.
„Það var virkilega gaman að fá í
hendurnar þessa tvöföldu platínu-
plötu enda sjaldgæft að plata seljist
í 20 þúsund eintökum hér á landi.
Umhverfið hefur jafnframt breyst
svo mikið í þessum efnum að eng-
inn veit hvort gull- eða platínu-
plötur verði afhentar meir,“ segir
Birgitta og bætir við að ekki skemmi
fyrir að platan eigi stórafmæli í ár,
20 ára.
Bæjarlistamaður Garðabæjar
Birgitta er bæjarlistamaður Garða-
bæjar fyrir árið 2022 og segist hún
farin að skjóta rótum í bænum.
„Ég hef búið hér í rúman áratug
með fjölskyldunni og er farin að
skjóta rótum. Maðurinn minn er
fæddur hér og uppalinn og börnin
orðin rótgróin svo ég sé okkur ekk-
ert fara þaðan á næstunni. Okkur
líður rosalega vel hér,“ segir Birgitta,
sem enn á þó sterkar taugar norður
á Húsavík þar sem hún bjó fyrstu 18
ár ævi sinnar.
En að kvöldinu, þar sem sveitin
ætlar að koma saman í Eldborg eins
og hún gerði fyrir fjórum árum, þá
eftir 12 ára hlé.
„Það var Viggi, Vignir Snær Vign-
isson gítarleikari Írafárs, sem ýtti
þessu í gang núna því hann lang-
aði að halda upp á þessa plötu. Við
tökum því öll lögin af henni í bland
við önnur vinsæl. Það er sérstaklega
gaman að halda upp á byrjunina
okkar á þennan hátt.“
Tilfinningar í hverju lagi
Birgitta segir það hafa verið æðis-
lega tilfinningu að koma saman
aftur og því vilji þau endurtaka
leikinn. „Það er einstök tilfinning
að hitta þessa gaura, spila þessi lög
og hanga saman.“
Birgitta segir lögin vera stóran
hluta af henni sjálfri. „Í hverju lagi á
maður smá sögu. Ég sem textana og
þó að auðvitað séu ekki allir textar
einhver heilagur sannleikur eru
alltaf einhverjar tilfinningar og ein-
hver saga frá manni sjálfum tengd
hverju lagi.“
Aðspurð segir Birgitta það ólýsan-
lega tilfinningu að flytja eigið efni á
sviðinu í Eldborg, allt aðra tilfinn-
ingu en að flytja efni annarra eins
og hún hafði áður gert.
„Það eru algjör forréttindi að fá að
gera þetta.“
Höfum aldrei hætt
Hún segir áhorfendur fyrri tón-
leikanna hafa verið blöndu eldri og
nýrri aðdáenda. „Það heyrðist alveg
greinilega í hörðustu aðdáendunum
en svo sá maður alveg yngra fólk inn
á milli. Fólk sem var bara smábörn
þegar við vorum vinsælust en er nú
orðið fullorðið og mætt að öskur-
syngja með lögunum. Ég vil bara
þakka foreldrum þeirra fyrir gott
tónlistarlegt uppeldi,“ segir Birgitta
sposk.
„Við erum hrikalega spennt og
í leiðinni með fiðring. Maður vill
standa sig. Við erum búin að æfa á
fullu og þetta er allt að smella. Við
ætlum bara að fara upp á svið og
njóta. Við erum tilbúin.“
Aðspurð hverju gestir eigi von
á svarar hún: „Ég held þetta verði
blanda af rokki og róli, nostalgíu og
einhverri einlægni í bland.“
Birgitta segir sveitina ekki vera að
fara á fullt en hún hafi heldur aldrei
hætt.
„Við höfum aldrei verið hljóm-
sveitin sem segist hafa hætt. Við
verðum á Bræðslunni í sumar sem
verður mjög líklega eini staðurinn
sem við komum fram á í sumar en
aldrei að segja aldrei – það er aldrei
að vita hvort við poppum einhvers
staðar upp.“ n
Rokk, nostalgía og
einlægni í bland
Írafár kom
saman í Eldborg
fyrir fjórum
árum síðan og
stígur aftur á
svið í kvöld.
MYND/MUMMI LÚ
Hljómsveitin Írafár var gríðarlega
vinsæl í kringum aldamótin.
Í vikunni kom út bókin, Venjulegar konur,
og fjallar hún um vændi á Íslandi. Í þessu
tölublaði er að finna viðtal við eina þeirra
kvenna sem í bókinni segja frá reynslu
sinni. Eina af þeim venjulegu konum sem
leiðst hafa út í vændi hér á landi vegna fátæktar
og áfalla. Frásögn hennar er sláandi. Hvort sem
litið er til afleiðinga vændisins sem voru áfalla-
streituröskun, kvíði, þunglyndi, félagsfælni og
lágt sjálfsmat, en hún segir það fullum fetum
í viðtalinu að vinna með Stígamótum hafi
bjargað lífi hennar.
Eða ástæðu þess að hún tók ákvörðun um að
selja aðgang að líkama sínum, en veikindi og
seinagangur kerfisins festi hana í slíkri fátækt
að hún sá ekki aðra kosti til að ná endum
saman. Eða þá fordómarnir og þekkingarleysið
sem konur í hennar stöðu hafa mætt í sam-
félaginu, en hún segir hæðst að þeim og gert
lítið úr orðum þeirra. Markmiðið með bókinni
og þessu viðtali er að vekja fólk til umhugsunar,
ekki síst þá karla sem kaupa sér vændi.
Eða með orðum þessarar konu: „Til að þeir
átti sig á því að þeir eru að skaða aðra mann-
eskju, jafnvel þó þeir vilji trúa öðru.“ n
Venjulegar konur í vændi
Sjónvarpsáhorfendur rak í rogastans
þegar Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, félags- og vinnumarkaðsráð-
herra, birtist í tíu fréttum RÚV í
vikunni með fullyrðingar um að
samráðherra hans, Jón Gunnarsson
dómsmálaráðherra hefði farið með
ósannindi um stjórnarsamstarfið í
Kastljósi fyrr um kvöldið.
Brestirnir í ríkisstjórnarsamstarf-
inu dyljast engum lengur Þegar ráð-
herrar stunda innbyrðis tjáskipti af
þessu tagi er það skýrt merki um að
eitthvað mikið sé að.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjórn var undarlegt frá
byrjun. Enn furðulegra varð það við
endurnýjun þess í haust þegar báðir
flokkar komu laskaðir til leiks.
Katrín Jakobsdóttir virðist sátt við
hlutverk sitt sem stuðningsmaður
stækkunar NATO. Flokkur hennar
var sviptur sínum helstu málaflokk-
um við stjórnarmyndunina í haust.
Guðmundur Ingi, varaformaður
f lokksins missti umhverfisráðu-
neytið og heilbrigðismálin runnu
úr greipum Svandísar Svavarsdóttur.
Klúður Íslandsbankaútboðsins
hefur orðið til þess að Bjarni Bene-
diktsson fær ekki að selja f leiri
banka en hann unir þó sáttur við
sitt. Stjórnarsamstarfið er varðstaða
íhaldsflokka um kyrrstöðu og sér-
hagsmunagæslu.
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir lýsti
því árið 2010 hvernig það væri eins
og að smala köttum að ná meirihluta
fyrir málum á þingi í samstarfi við
Vinstri græn var hún að tala um
óbreytta þingmenn þess flokks en
ekki ráðherra.
Brestirnir í ríkisstjórn Katrínar
Jakobsdóttur eru mun alvarlegri
en brestirnir í ríkisstjórn Jóhönnu.
Varaformaður f lokks forsætisráð-
herra og ráðherra sakar samráð-
herra, sem forsætisráðherra hafði
varið fimlega í fjölmiðlaviðtölum
sama dag, um lygar.
Einhverjir myndu kalla slíkt hníf-
stungu í bak forsætisráðherra. Ein-
hverjir aðrir myndu draga þá álykt-
un að stuðningur grasrótar Vinstri
grænna við stjórnarsamstarf með
Sjálfstæðisflokknum sé á þrotum. n
Fiski dagsins á Apótekinu
Á Apótekinu má fá fisk og súpu
dagsins í hádeginu á 2.990 krónur.
Þarna mætist smekkleg hönnun í
sögufrægu húsi og rúsínan í pylsu-
endanum er glæsilegt eftirrétta-
borð, en þar má grípa með sér fal-
legt og framúrskarandi góðgæti inn
í daginn. n
22 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR