Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 82
Stemmningin baksviðs
var rafmögnuð og
stórkostleg! Mikil
samstaða og stemmari
í búningsherberginu.
Gógó Starr
Á uppstigningardag risu
drottningar upp og stigu
aftur fram í sviðsljósið eftir
almennt skemmtanalífshlé í
Dragkeppni Íslands þar sem
dragvættir skemmtu áhorf
endum í glæsilegri og fjöl
breyttri keppni.
margret@frettabladid.is
Átta dragdrottningar og dragvættir
kepptu fyrir troðfullu Tjarnarbíói í
Dragkeppni Íslands. Eftirvæntingin
var sannarlega mikil og áttum við
dómarar erfitt verk fyrir höndum.
Ásamt þeirri sem hér ritar sátu í
dómnefndinni hin alræmda drag
drottning Faye Knús, forðunartíg
urinn Alexander Sigurður Sigfússon
og Gunnlaugur Bragi Björnsson, for
maður Hinsegin daga. Dragdrottn
ingin Vera Schtillt kynnti keppnina
og hélt uppi orkunni í salnum á
milli atriða.
Keppendur báru f jölbreyttri
dragsenu landsins vitni. Þarna
voru hreinræktuð kabarett og
trúðaatriði, atriði sem léku sér að
burlesqueforminu, gjörningalist,
áhorfendaþátttaka, neodrag og
nördadrag, svo fátt eitt sé nefnt.
Ekki lengur kynjaskipt keppni
Keppnin hefur tekið breytingum
í gegnum árin. Í ár var keppninni
ekki tvískipt í kónga og drottningar,
heldur voru einfaldlega veitt fyrsta,
annað og þriðja sætið sem og áhorf
endaverðlaun. Þessi ákvörðun er í
takti við þær áherslur sem eru að
gerast í dragheiminum – almennur
kynusli er að ryðja sér rúms og
margir draglistamenn sem leika sér
að kyntjáningu á sviði. „Dragsenan
á Íslandi hefur hreinlega sprengt af
sér þessa hefðbundnu kynjaskipt
ingu og draglistafólk er farið að
leika sér með það að snúa enn meira
upp á kyngervin, blanda, hræra og
hrista,“ segir Ásgeir Helgi, annar
skipuleggjenda keppninnar, sem
einnig kemur fram sem dragdrottn
ingin Agatha P. „Síðan þótti okkur
við hæfi að þetta væri opinn flokkur
því þegar öllu er á botninn hvolft
þá er það framkoma, hæfileikar,
húmor og sviðsnærvera keppenda
sem skilar þeim á toppinn, algerlega
óháð kyngervi dragpersónunnar.“
Ásgeir segir að þau hafi þurft að hafa
nokkra borða með ýmsum titlum.
„Keppendur fengu sjálfir að ráða
hver vinningstitill þeirra myndi
vera, Dragdrottning, Dragkóngur
eða t.d. Dragvættur Íslands.“
Rafmögnuð stemmning
Sigurður Starr Guðjónsson, sem
kemur reglulega fram sem Gógó
Blandað, hrært
og hrist í kyngervunum
Aldrei nóg af confetti! Lazy Zadude er dragdrottning Íslands 2022.
Kat Asstrophie með óhuggulegt og
áhrifamikið atriði.
Agatha P og Vera Schtillt skemmtu áhorfendum í dómarahléi. MYNDIR/ EVA ÁGÚSTA ARADÓTTIR
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
Mallorca
17. júní í 12 nætur
595 1000 www.heimsferdir.is
228.600
Flug & hótel frá
12 nætur
153.050
Flug & hótel frá
12 nætur
Prinsotel La Doradaaaaa
Starr, er hinn skipuleggjandi keppn
innar. „Stemmningin baksviðs var
rafmögnuð og stórkostleg! Mikil
samstaða og stemmari í búnings
herberginu sem ég myndi segja að
væri einkennandi fyrir dragsenuna
hér á landi – svona oftast!“ hlær
hann. „Síðasta æfingin gekk ein
staklega vel í þessari dúndur upp
setningu hjá Tjarnarbíó og skýrt var
að þetta yrði mögnuð keppni – sem
varð svo að sjálfsögðu raunin.“
Fyrir hlé fluttu keppendur þriggja
mínútna atriði, en eftir hlé var eins
og hálfrar mínútu atriði þar sem átti
að sýna hæfileika.
Dansandi vírus
Kvöldið hófst á orkumiklum dúett
Veru Schtillt og Bjarna Snæbjörns
sonar og svo hófst keppnin. Twinkle
Starr stóð á miðju sviði og f lutti
lagið My Way á sinn einstaka hátt
þar sem látúnsbarkinn naut sín
vel, og lagið undirstrikaði hinn ein
staka stíl Twinkle Starr – með drag
förðun en samt „5 o’clock shadow“
sem sást langt aftur í sal. Atriðið var
fullkomin byrjun á keppninni þar
sem Twinkle fangaði áhorfendur og
fókus þeirra.
Kat Asstrophie var með atriði
í myrkum stíl, sem hefur verið
áberandi á nýjustu dragsýningum
á Gauknum. Hún sýndi frábæra
grímuvinnu þar sem líkaminn túlk
aði vel söguna í atriðinu. Hápunktur
atriðisins var þegar hún f letti sig
klæðum og saumaði saman á sér
magann. Óhuggulegt og sýndi einn
ig hæfileika hennar sem förðunar
fræðings, sem hún fór svo betur í
eftir hlé.
Því næst tók Lola von Heart við,
og sýndi atriði sem sýndi vel klass
ísk dragminni, voguedans, ýmsar
leiðir til að kasta sér í gólfið og frá
bæra varavinnu. Salurinn var algjör
lega með á nótunum. Næst á svið
var MorningStarr, sem hefur staðið
fyrir Apocalipsticksýningunum á
Gauknum, þar sem draggrasrótinni
er sinnt afar vel. Atriði hennar þar
sem hún lék nær ósigrandi Covid
vírus hafði tvo aukadansara og gaf
góða mynd af því dragi sem Morn
ingStarr stendur fyrir.
Því næst var komið að Úllu la Del
ish. Atriðið hennar var með klapp
stýruþema og náði hún salnum vel á
sitt band – en það er spurning hvort
að klappstýrudúskar í venjulegri
stærð séu nóg á glitrandi dragsviði
við hliðina á lengstu leggjum drag
senunnar.
Dagdraumar herbergisþernu
Lady Zadude söng lag úr Litlu Haf
meyjunni við lifandi undirleik.
Lady Zadude er ein keppenda sem
ekki kemur reglulega fram á hefð
bundnum dragsýningum. Hún
hefur frábæra baritónrödd og sneri
vel út úr textanum svo hann varð
meira fullorðins. Lifandi tónlistar
flutningur er alltaf eftirminnilegur
á svona sýningum og í hléi ræddu
áhorfendur enn um atriðið hennar.
Mr.Mrs.Rammstück lein hélt
áfram uppi merkjum Apocalipstick
sýninganna með orkumiklum kyn
usla. Hán er frábær dansari og hefur
heillandi sviðsframkomu. Í þessu
atriði sem og nokkrum öðrum
söknuðu dómarar þess að sjá betur
framan í keppendur.
Síðust á svið fyrir hlé var svo
dragdrottningin Jenny Purr sem
notaði ABBAlagið Money Money í
flutningi Meryl Streep. Hún byrjaði
sem herbergisþerna sem umbreytt
ist í burlesquedansara, en í fyrri
hluta atriðisins gleypti sviðið og
umgjörðin leikmunina hennar
og hefði farið betur að vera með
kómísktstóra hluti. Jenny Purr er
algjör drottning „lipsynchsins“ og
þarna sást vel hversu framarlega
hún stendur á því sviði.
Hraðbrúðkaup og glóðarauga
Í síðari hluta keppninnar var komið
að hæfileikaatriðum. Morning
Starr hóf leika með dramatísku og
afhjúpandi atriði um mennskuna,
en Twinkle Starr var með hraðbrúð
kaup með hjálp áhorfenda. Kaó
tískt, en skemmtilegt. Þegar sett var
upp fyrir seinna atriði Lady Zadude
heyrðist andvarp í salnum: „Annað
söngatriði?“ en andvarpið var
óþarft, Lady Zadude flutti stórgott
lag við dónalegan texta, sem var
eins og masterclass í kabarettfram
komu. Jenny Purr var með djöggl
og poiatriði, mjög sjónrænt. Kat
Asstrophy kallaði móður sína upp
á svið og farðaði á hana glóðarauga,
íklædd boxarasloppi með tilheyr
andi boxklisjum. Skemmtileg inn
pökkun á atriði sem hefði annars
getað týnst í stóra sal Tjarnarbíós.
Lola Von Heart skipti á kómískan
hátt úr konu í karlaföt, nýtti svið
og leikmuni vel og gaman var að sjá
valdið sem hún hafði á líkamlegri
tjáningu í takti við búningaskiptin.
Línudans og bardagalistir
Úlla la Delish kenndi víst línu
dans á sínum, þótt ótrúlegt megi
virðast, yngri árum. Hún sýndi
mismunandi línudansa við mikinn
fögnuð. Mr.Mrs.Rammstücklein
lauk síðari hlutanum með bar
dagaatriði í tölvuleikjastíl. Unun
var að sjá hversu vel stúderaðar
hreyfingarnar voru hjá henni og
andstæðingi hennar. Áhorfendur
þekktu vel vísanir í hljóðklippum.
Í lok kvöldsins kusu áhorfendur
sitt uppáhald, og var það Lady
Zadude sem sigraði hjörtu þeirra,
lifur og nýru. Twinkle Starr var í
þriðja sæti og Lola von Heart í öðru.
Áhorfendur og dómnefnd voru svo
sammála: Lady Zadude er drag
drottning Íslands 2022 og verður
með atriði á fjölskylduskemmtun
inni á Hinsegin dögum. Það er þó
einlæg ósk dómnefndar að hún taki
alls ekki síðara lagið sitt sem hún
tók í keppninni.
Að lokum ber að þakka Hinsegin
dögum og dragdrottningunum
Gógó Starr og Agöthu P fyrir stór
kostlega keppni. Keppnin var dúnd
urskemmtun og gaf breiða mynd af
reykvískri dragsenu. n
50 Lífið 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ