Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 80
Það er alltaf jafn spennandi að sjá hvernig fólk bregst við og við hefðum ekki getað ímyndað okkur betri viðtökur. Anton Máni ninarichter@frettabladid.is CBBC, barnastöð breska ríkis- sjónvarpsins, leggur niður sjón- varpsútsendingar fyrir árið 2025. Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC staðfesti við fjölmiðla í vikunni að breytingin væri hluti af nýjustu niðurskurðarlotu BBC. Hann sagði við sama tilefni að mannlífs- og menn- ingarmiðaða sjónvarps- stöðin BBC Fou r og útvar psstöðin Radio 4 Extra myndu færa sig úr línulegri dagskrá og yfir á stafræna miðla, á iPlayer og BBC Sounds. Sömu- leiðis yrði dregið ve r u le g a ú r framleiðslu á nýju efni. Hann sagði forsendur breytinganna vera að yngri áhorfendur væru í síaukn- um mæli að færa sig til annarra streymisveita á borð við Disney+ og Netflix. Þannig sé breytingin sam- kvæmt áætlun sem miðar að því að setja stafrænt aðgengi í fyrsta sæti. Einnig eru breytingar í frétta- miðlun, en BBC World News og BBC News Channel er ætlað að sameinast og mynda eina sólar- hringsfréttarás sem þjóni bæ ði i n n lendu m og alþjóðlegum markaði. Þá liggur fyrir að leggja niður svæðisbundna íþróttaum- fjöllun í Oxford og Cambridge sem ætlað er að renna saman við miðlun frá Southampton og Norwich. Í janúar tilkynnti breska menn- ingar málaráðuney tið um frystingu afnota- gjalda næstu tvö árin, sem leiðir til kröfu um viðbótarhag- ræðingu í rekstri sem nemu r 285 milljónum punda. Í fyrstu lotu sparn- aðaraðgerða er reiknað með 500 milljóna punda spa r naði í for mi endurfjármögnunar og niðurskurðar. Starfsmönnum var tilkynnt um breyt- inguna 26. maí og samhliða því að 1.000 stöðugildi yrðu lögð niður. 1.200 stöðugildi hafa verið lögð niður á síðustu 18 mánuðum, síðan Tim Davie tók við af Tony Hall sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Barnastöð BBC hefur framleitt vinsælt barna- efni á borð við Hrútinn Hrein og Tele- tubbies. n Barnastöð BBC undir hnífinn ninarichter@frettabladid.is Skjaldborg, hátíð íslenskra heim- ildarmynda, fer fram í Skjaldborgar- bíói á Patreksfirði hvítasunnuhelg- ina 3.-6. júní. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin fer fram. Miðasala á hátíðina er hafin, en auk kvik- myndasýninga er boðið upp á plokk- fiskveislu og skrúðgöngu. Opnunarmynd hátíðarinnar er verðlaunamyndin Nelly & Nadine eftir sænska kvikmyndagerðar- manninn Magnus Gertten, sem er jafnframt heiðursgestur hátíðar- innar í ár. Kvikmyndasafn Íslands verður með sérstakan dagskrárlið þetta árið sem nefnist Ísland á filmu. Heimamyndadagur er einnig hluti af hátíðinni, en þar verður boðið upp á heimamyndabingó sem spilað er upp úr heimagerðu myndefni Vest- firðinga. n Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði Stubbarnir eða Teletubbies eru marg- verðlaunaðir barnaþættir úr smiðju CBBC. MYND/BBC Hrúturinn Hreinn hefur skemmt áhorfendum um allan heim frá árinu 2007. MYND/BBC Patreksfjörður verður bíóborg um hvítasunnuhelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR toti@frettabladid.is Mið-eldri borgarar fá óvænt og sjálfsagt að sumra mati nokkuð einstakt tækifæri til þess að sletta úr klaufunum, í öruggu umhverfi og 30 ára aldurstakmarki, eins og árið væri 1990 í nostalgísku reif partíi úti á Granda í kvöld. Mikið er lagt í hljóðkerfi og ljósa- gang enda á ferðinni fagmenn með þriggja áratuga reynslu þar sem plötusnúðarnir og frumkvöðlarnir Maggi Lego og Agzilla ætla að rifja upp valda takta sem snarvirkuðu á mannskapinn á djamminu undir lok síðustu aldar. Þá átti reif senan sitt varnarþing í Rósenbergkjallaranum í Tunglinu og þótti furðuleg og framandi en er nú orðin hluti af skemmtanamenn- ingunni og þeir félagar ætla að gera Ægi brugghús við Ægisgarð úti á Granda að ígildi Rósen með svo „old school“ setti að búast má við að fólk fái f lassbökk fram á nótt. Reifið er sem fyrr segir aðeins ætlað fullorðnum enda mun þar enduróma reifið sem reif mann- skapinn í gang í Reykjavík á sínum tíma og setti senuna af stað. Aldurstakmarkið veldur því mög u lega að ef t ir vænt ing in eftir reifinu mælist einna mest á skjálftamælunum í íbúahópi Vest- urbæjar á Facebook þar sem fólk virðist iða í skinninu að fá loksins að djamma almennilega í sinni heimabyggð. Þau sem kunna á internetið geta nálgast miða á Tix.is og þá ætti eftirleikurinn að verða auðveldur. Og mátulega villtur. n Reif í Vesturbæinn Maggi Lego og Agzilla verða í stuði. Kvikmyndaheimspressan hefur ausið nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, lofi eftir að hún var heimsfrumsýnd í Cannes og gagnrýnendur hafa sumir furðað sig á því að myndin hafi ekki verið valin í aðal- keppnina um Gullpálmann. toti@frettabladid.is „Við vissum að við værum með mjög einstaka mynd í höndunum, en það er alltaf jafn spennandi að sjá hvernig fólk bregst við og við hefð- um ekki getað ímyndað okkur betri viðtökur en þær sem við höfum fengið til þessa og erum því alveg í skýjunum hér í Cannes,“ segir Anton Máni Svansson, framleiðandi Volaða lands, nýjustu kvikmyndar leikstjórans Hlyns Pálmasonar, sem hefur gert stormandi lukku á hátíð- inni í Cannes sem lýkur í dag. Heimsfrumsýning myndarinnar var liður í aðaldagskrá hátíðarinnar þar sem hún var sýnd í hinum virta flokki Un Certain Regard og í kjölfar dynjandi klappsins tók kvikmynda- heimspressan við og jós myndina stjörnum og lofi. Myndin er meðal annars sögð einstaklega frumleg, að með henni stígi Hlynur fram sem mikill kvikmyndahöfundur, hún sé dýrmætur fjársjóður. Þá er talað um myndina sem mestu uppgötvunina á hátíðinni og gagnrýnendur sumra miðla skilja lítið í að hún hafi ekki verið í aðal- keppni hátíðarinnar auk þess sem því er spá að ekki sé þess lengi að bíða að Hlynur blandi sér í keppnina um Gullpálmann. „Öll þessi jákvæða gagnrýni og umtal á hátíðinni hefur nú þegar skilað okkur f leiri og betri sölum til fjölda landa víðs vegar um heim- inn. Mikilvægast fyrir okkur er þó einfaldlega að geta haldið áfram, gert okkar næstu kvikmyndir og gert þær vel, og þessi árangur gefur ansi góðan byr í seglin,“ segir Anton Máni. n Volaða land rís hátt í Cannes Það er ekk- ert volæði á fólkinu á bak við Volaða land við Miðjarðar- hafsströnd Frakklands þar sem stjörnum rignir yfir Anton Mána Svansson, Hilmar Guð- jónsson, Vic Carmen Sonne, Hlyn Pálmason, Elliott Crosset Hove, Ingvar Sigurðsson, Ídu Mekkín Hlyns- dóttur og Katrin Pors. Aðalleikarinn Elliott Crosset Hove, Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne og framleiðandinn Anton Máni Svansson í sýningarhöllinni þar sem Volaða land fékk standandi lófaklapp að frumsýningu lokinni. Ingvar er kunnur staðháttum í Cannes og var reffilegur og svalur á heims- frumsýningunni. MYNDIR/ LAURENT VU 48 Lífið 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.