Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 28
Barnabækur um galdrastrák, erótísk skáldsaga og kyn- segin myndasaga eru á meðal þeirra bóka sem bannaðar hafa verið í gegnum tíðina. Svo lengi sem bækur hafa verið skrifaðar hafa verið til þeir sem vilja ekki að þær séu lesnar. Ritskoðun hefur verið stunduð allt frá árdögum ritlistar og lifir enn góðu lífi víða um heim. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm af bönnuð- ustu og umdeildustu ritum bók- menntasögunnar. Listinn er síður en svo tæmandi og að baki bönn- unum liggja ólíkar ástæður; allt frá trúarhita ofstækismanna og við- skiptabönnum woke-kynslóðar- innar til tepruskapar íhaldsins. ■ Bönnuðustu rit bókmenntasögunnar Íranskar konur mótmælta Söngvum Sat­ ans eftir Salman Rushdie í Te h­ er an árið 1989. Konurnar halda á eftirlíkingum af Kóraninum og fyrir aftan þær má sjá borða þar sem kallað er eftir dauða Rushdie. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Þorvaldur S. Helgason thorvaldur @frettabladid.is Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain Skáldsagan Huckleberry Finn, eða Stikils­ berja­Finnur, eftir Mark Twain er ein þekktasta skáldsaga bandarískrar bókmenntasögu. Bókin segir frá ævintýrum vinanna Finns og Tuma á Mississippi­fljóti þar sem þeir hjálpa meðal annars strokuþrælnum Jim að flýja til frelsis. Bókin hefur verið umdeild allt frá útgáfu hennar 1884 en hún fjallar um tvo stærstu smánarbletti bandarískrar sögu; rasisma og þrælahald. Þegar bókin kom fyrst út þótti mörgum alþýðlegur stíll hennar ruddalegur og ekki við hæfi siðmenntaðra lesenda. Almenningsbóka­ safnið í Concord bannaði til að mynda bókina á grundvelli þess að hún væri bókmennta­ legt sorp og brást Mark Twain við þeim fregnum með því að segja við útgefanda sinn: „Við munum án efa selja önnur 25 þúsund eintök vegna þessa!“ Bókin hefur haldist umdeild allt til dagsins í dag en nú eru það einna helst afdráttarlausar lýsingar á kynþáttahyggju 19. aldar og notkun höfundar á n­orðinu svokallaða sem fara fyrir brjóstið á nútíma les­ endum. Gender Queer eftir Maia Kobabe Bandaríska bókasafnasambandið (ALA) hefur um áraraðir fylgst með tilraunum bandarískra bóka­ safna til að banna tilteknar bækur þar í landi og gefur út lista yfir umdeildustu bækurnar hvert ár. Efst á lista fyrir árið 2021 er myndasagan Gender Queer eftir Maia Kobabe sem var gefin út 2019. Gender Queer er sjálfsævisögulegur leiðarvísir fyrir lesendur um trans og kynsegin málefni. Bókin hefur verið gagnrýnd af andstæðingum hinsegin réttinda sem vilja sumir hverjir meina að hún inni­ haldi kynferðislegar myndskreytingar sem séu ekki við hæfi barna. Hið rétta er hins vegar að um er að ræða hjartnæma sjálfsævisögu sem lýsir reynslu höfundar af því að lifa utan kynjatvíhyggjunnar. Hvarfbaugur krabbans eftir Henry Miller Tropic of Cancer, eða Hvarfbaugur krabbans, skáldsaga Henrys Miller frá 1934 er í dag talin eitt af meistaraverkum 20. aldar módernismans. Á sínum tíma var bókin hins vegar uppspretta einna hatrömmustu lagadeilna Bandaríkjanna um prentfrelsi og var bönnuð þar í rúm þrjátíu ár. Hvarfbaugur krabbans var skrifuð og gefin út í París og er að hluta sjálfsævisöguleg lýsing á nautnafullu bóhemlífi höfundarins þar. Hún var gefin út ólöglega í New York 1940 og sat útgefandinn í fangelsi í þrjú ár í kjölfarið. Eftir að bókin var formlega gefin út í Bandaríkjunum 1961 voru höfðaðar rúmlega sextíu málsóknir á hendur útgefendum og bóksölum fyrir meint klámfengi hennar. Hæstaréttardómari Pennsylvaníu, Mic­ hael Musmanno, var ómyrkur í máli er hann skrifaði í sératkvæði: „Hvarfbaugur krabb­ ans er ekki bók. Hún er rotþró, opið ræsi, ýldupyttur, slímugt samansafn alls þess sem er rotið í ruslakistu mennskrar siðspilling­ ar.“ Sennilega ein bestu meðmæli sem nokkur skáldsaga hefur fengið í bókmenntasögunni. Söngvar Satans eftir Salman Rushdie The Satanic Verses, eða Söngvar Satans, er fjórða skáldsaga bresk­indverska rithöfundarins Salman Rushdie. Bókin kom upphaflega út árið 1988 og fjallar meðal annars um ævi spámanns­ ins Múhameðs, ritun Kóransins og þróun Íslams­ trúar. Bókin fór fyrir brjóstið á múslimum víða um heim, var meðal annars bönnuð í Indlandi og Pakistan og bókabrennur haldnar í Bretlandi. Fjaðrafokið náði hápunkti sínum þegar Aya­ tollah Khomeini, þáverandi erkiklerkur Írans, gaf út fatwa­fyrirskipun árið 1989 um dauða­ dóm yfir höfundi og útgefendum bókarinnar. Salman Rushdie lifði af nokkrar morðtilraunir en aðrir voru ekki svo heppnir, þar á meðal Hitoshi Igarashi, japanskur þýðandi bókarinnar, sem var stunginn til bana 1991 og tyrkneski þýðandinn Aziz Nesin sem var eltur uppi af æstum múg er kveikti eld á hóteli hans 1993. Nesin slapp naumlega lifandi en 37 manns létust í brun­ anum. Söngvar Satans er enn umdeilt verk og 2016 sagði íslenski leikstjórinn Þorleifur Örn Arnars­ son sig frá leikgerð þess í Wiesbaden í Þýska­ landi af ótta við að uppsetningin gæti orðið olía á eld heiftarlegrar umræðu um innflytjendamál þar í landi. Harry Potter eftir J.K. Rowling Fáar bækur endurspegla betur menningarstríð samtímans og núninginn á milli íhaldssamra og róttækra afla heldur en bækurnar um galdra­ strákinn Harry Potter eftir J.K. Rowling. Harry Potter­bækurnar voru upphaflega gefnar út á árunum 1997­2007 og hafa selst yfir 500 milljón eintök víða um heim, sem gerir þær að vinsæl­ ustu bókaseríu allra tíma. Bækurnar hafa þó verið uppspretta mikilla deilna, allt frá bókabrennum yfir í málsóknir. Harry Potter trónir efst á lista Bandaríska bóka­ safnasambandsins yfir umdeildustu bækurnar áratuginn 2000­2009 en það er einna helst fyrir tilstuðlan ýmissa kristinna bókstafstrúar­ manna sem telja bókina hvetja til guðlasts og fjölkynngi með umfjöllun um galdra. Á undanförnum árum hafa um­ deild ummæli J.K. Rowling um trans og hinsegin fólk einnig vakið upp reiði þessara sam­ félagshópa og stuðningsfólks þeirra sem hefur sumt hvert snúið baki við sköp­ unarverki höf­ undarins vegna meintra fordóma hennar. 28 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.