Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 2
Ég tók sextán hnífa um síðustu helgi og í vikunni er ég með tólf hnífa. Ýmir Hafliðason Garcia, hnífabrýnari Heimalningum gefið Henrik Lange, stórbóndi í Mývatnssveit, gefur heimalningunum Rauð og Hrafni pela en síðasta ærin hjá Henrik og föður hans Daða bar í gær. Þar með lauk sauðburði hjá þeim feðgum þetta vorið. Hrafn, sem er svarta lambið, hefur braggast vel síðan hann kom í heiminn en hann var ákaflega lítill og veikburða þegar hann birtist og vart hugað líf. Henrik gefur heimalningunum pela tvisvar á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Ýmir Hafliðason Garcia byrjaði ungur að brýna hnífa en hollensk-amerískur fjöl- skylduvinur kenndi honum réttu handtökin. Hann segist hafa brýnt fjölskylduhnífana trúlega um þúsund sinnum en nú sé hann farinn að færa út kvíarnar og noti peningana sem hann fái til að borga keppnis- og skólaferðalög. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er hægt að finna bit í hverjum hníf. Það þarf bara að veita þeim smá umhyggju,“ segir hinn þrettán ára Ýmir Hafliðason Garcia sem vakið hefur athygli með hnífabrýningum. Mælt var með Ými í hverfagrúppunni 108. Amerískur fjölskylduvinur kenndi guttanum réttu handtökin. Edwin Demper, sem er Hollend- ingur frá Utrecht, býr nú og starfar sem framhaldsskólakennari í New York og brýnir og smíðar hnífa í frí- stundum. Hann kom til landsins og gaf Ými svissneskan hníf og brýn- ingarstein til að halda bitinu við. „Ég hef verið að brýna fyrir fjöl- skylduna síðan sem hefur undið upp á sig. Ætli ég hafi ekki brýnt fjölskylduhnífana svona þúsund sinnum,“ segir Ýmir og hlær. „Ég fékk góða kennslu frá honum en ég var mjög ungur þannig að ég gleymdi nú alveg smá hluta. En grunnurinn festist. Lærdómurinn kemur frá honum en svo fór ég á YouTube og fann frekari upplýsingar.“ Ýmir er stoltur af því að stuðla að endurvinnslu og minni mengun. „Ég er með hér hjá mér núna tólf hnífa sem hefðu allir getað endað á haugunum. Þetta kennir líka ungu fólki að endurnýta hlutina eins og gert var í gamla daga. Það er mengandi að gera hnífa og óþarfi að henda því sem hægt er að endurnýta auðveldlega.“ Ýmir segir að hann geti með þessu safnað sér fyrir keppnis- og skóla- ferðalögum framtíðarinnar en hann er á fullu með SR í íshokkí. „Ég tók sextán hnífa um síðustu helgi og í vikunni er ég með tólf hnífa. Það er mjög mismunandi hvað ég er lengi með hvern hníf, það fer bara eftir ástandinu á þeim. Núna tók ég tíu mínútur með vel farinn hníf en stundum fer þetta upp í klukkutíma ef hnífurinn er illa farinn. Við keppum mikið á Akur- eyri og þær ferðir eru dýrar fyrir mig þannig að þetta er góð viðbót.“ Ýmir var fjórði stigahæstur á landinu í U16 og ellefti stigahæstur í U18 á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera einungis þrettán ára. En hann brýnir samt ekki skautana sína. „Ég er fæddur í Kína og síðustu árin sem ég bjó þar bjuggum við nálægt verslunarmiðstöð og þar var skautasvell inni. Ég fór einu sinni með mömmu á skauta og sá þar tvo krakka vera að skauta ógeðslega hratt fram og til baka í svona kúl búningi. Þá kom áhuginn,“ segir Ýmir „Þegar við fluttum til Íslands fór ég á námskeið hjá Birninum sem nú er Fjölnir og þannig byrjaði íshokkíið,“ segir brýnirinn ungi sem athugar bitið á hverjum hníf eftir að hafa unnið með þá. „Það eru alls konar leiðir til að prófa bitið aftur á hnífum. Til dæmis með pappír. Ef hann sker pappírinn hreint er það gott bit. Það eru miklir pappírsklumpar um allt húsið sem gleðja mömmu og pabba mjög mikið,“ segir Ýmir og hlær. „En ég tek til eftir mig. Það er góð regla að taka til eftir sig. Það er held ég bara góð regla í lífinu.“ n Borgar keppnisferðalög með því að brýna hnífa Ýmir segir að hann geti safnað sér fyrir keppnis- og skólaferðalögum fram- tíðarinnar með hnífabrýningum. Hann er í íshokkí hjá SR. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Ann Linde, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, segir það vera alvarlegar og óréttmætar ásakanir að Svíar styðji PKK, aðskilnaðar- hreyfingu Kúrda sem Tyrkir skil- greina sem hryðjuverkasamtök. Þetta segir í tísti sem Linde sendi frá sér á Twitter. Linde segir að bornar séu á borð rangar upplýsingar um að sænskir stjórnmálamenn í lýðræðislegum samtökum séu fulltrúar PKK. „Ofbeldi, hryðjuverk og öfgastefnur eiga sér ekkert pláss í lýðræðislegu samfélagi okkar,“ skrifar Linde. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki geta fall- ist á inngöngu Svía og Finna vegna meints stuðnings þeirra við hryðju- verkasamtök. n Ásakanir Tyrkja eru alvarlegar Ann Linde, utanríkisráðherra Sví- þjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI arnartomas@frettabladid.is BANDARÍKIN Á meðan að skotárásin í Robb Elementary-skólanum stóð yfir braust móðir fram hjá lögreglu til að bjarga börnum sínum sem voru inni í skólabyggingunni. Fjöldi foreldra hafði reynt að komast inn í skólann en lögreglan meinaði þeim inngöngu. Áður en hún tók málin í eigin hendur var Angeli Rose Gomez handjárnuð fyrir að reyna að trufla rannsókn lögreglu. Hún hljóp strax af stað inn í skólann þegar lögreglan losaði handjárnin. Lögregluyfirvöld í Texas hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í skotárásinni þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í borginni Uvalde. Á blaðamannaf undi í gær sagði Steven McCraw, yfirmaður almannavarna í Texas, að ákvörðun lögreglustjóra um að láta lögreglu- menn ekki reyna strax að fara inn í skólann til að fást við byssumanninn væri röng. „Eftir á að hyggja þá var þetta auðvitað ekki rétt ákvörðun. Þetta var röng ákvörðun – punktur!“ sagði McCraw á fundinum. „Ég var ekki þarna en miðað við það sem við vitum núna þá hefði átt að fara inn inn eins fljótt og auðið varð.“ SJÁ SÍÐU 12 Segir lögreglu hafa brugðist rangt við Steven McCraw yfirmaður almanna- varna í Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.