Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 84
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is toti@frettabladid.is „Það er alveg makalaust hvernig ráðamenn um allan heim, sem eru lýðræðislega kosnir til embættis, geta vikið sér undan ábyrgð út í hið óendanlega. Tali eins og þeir hafi engin völd. Kenna öðrum um í sífellu,“ segir Lilja Katrín Gunnars- dóttir, útvarpskona á Bylgjunni, um einhverja skelfilegustu frétt vikunnar sem er að líða. „Ungur maður kaupir sér ekki einn, heldur tvo, riff la, gengur inn í fullan skóla af börnum og drepur 21 manneskju með köldu blóði. Bandaríkjaforseti skilur ekki neitt í neinu. Kennir skotvopnaiðnað- inum og hans öf lugu lobbíistum um að það sé auðveldara að kaupa sér byssu vestanhafs en að panta Big Mac. Kannski tímabært að klukka forseta Bandaríkjanna og benda honum á að hann sé valda- mesti maður heims. Pæling,“ veltir Lilja fyrir sér og snýr sér að íslensku pólitíkinni. „Síðan á að vísa tæplega 300 flóttamönnum úr landi. Ráðherrar rífast. Benda á lögin. Benda hver á annan. Bíddu, ha? Er þeim alvara?“ spyr Lilja og siglir á mið pólitískrar greiningar. „Sjálfstæðisflokkurinn útilokaður úr meirihlutasamstarfi. Ekki út af fólkinu á lista. Ekki út af málefnum. Nei, landspólitík og valdagræðgi andstæðinga skal það vera, heillin. Það er svo innilega ósjarmerandi að taka ekki ábyrgð. Það mætti halda að verandi Íslendingur ætti ég að vera orðin vön því en þetta lúkk fer öllum bara einstaklega illa.“ n Endalaus flótti ráðafólks undan ábyrgð Lilja Katrín Gunnarsdóttir, útvarps- kona á Bylgjunni. MYND/AÐSEND Saga Garðarsdóttir og Snjó- laug Lúðvíksdóttir eru svo fegnar að hafa lifað það af að sameina grínkrafta sína í sýningunni Allt eðlilegt hér í Bæjarbíói í vor, að þær eru æstar í að endurtaka leikinn aftur og aftur. Þær taka því upp þráðinn í byrjun júní þegar Saga steytir Hnefa Óðins á ný. toti@frettabladid.is „Við verðum náttúrlega eins og allir Íslendingar svo manískar þegar sólin byrjar að skína og grímurnar fara að fjúka að við ákváðum bara að henda okkur í að gera uppi- standssýningu saman,“ segir leik- konan Saga Garðarsdóttir, um uppistand hennar og Snjólaugar Lúðvíksdóttur, grínara og handrits- höfundar, Allt eðlilegt hér, sem gerði mikla lukku í Bæjarbíói í Hafnar- firði í apríl. „Þetta er í fyrsta skipti sem við Snjólaug gerum sýningu saman og þótt ég sé búin að vera með uppi- stand í mörg, mörg ár þá er þetta í fyrsta skipti sem ég geri svona í leik- húsi og stend 100 prósent með því og er ekkert að fela mig bak við ein- hverja stráka.“ Sameiginleg valdefling Saga segir aðspurð að þær Snjó- laug eigi sér ekkert langa sögu. „Við erum eiginlega bara að verða vin- konur núna en við vorum báðar á þeim stað að vilja skrifa nýtt efni en vorum báðar eitthvað hikandi þannig að við ákváðum að gera þetta saman og fundum þá að við urðum ótrúlega öflugar í samein- ingu. Þá urðum við svo æstar að við hlupum upp í Bæjarbíó og ákváðum dagsetningar og miðaverð. Síðan föttuðum við bara að við þurftum að semja sýninguna og svo neydd- umst við til að búa til grín,“ segir Saga hlæjandi. „Þá upphófst náttúrlega mjög kvalafullt tímabil þar sem ég spurði manninn minn svona hundrað sinnum á dag hvort þetta eða hitt væri fyndið og hann var alveg búinn að missa húmorinn fyrir mér og ég gat ekki tekið þátt í neinum heim- ilisstörfum því ég var svo upptekin af sjálfri mér,“ segir Saga, þegar hún rekur hvernig grínið bitnaði á Snorra Helgasyni tónlistarmanni sem hún notar hiklaust sem grín- mælikvarða. „Ég held að hann sé minn besti dómari. Bæði af því að mér finnst hann svo fyndinn og svo líka af því að ég reyni hvað mest að ganga í augun á honum. Það skiptir mig svo miklu máli að hann hætti ekki að vera skotinn í mér.“ Öruggt grín á Tene Saga segir vissulega taugatrekkjandi að semja grín enda líklega fátt jafn niðurlægjandi og að standa á sviði og takast ekki að vera fyndin. Fyrir utan auðvitað að nú þurfa grínistar að gæta orða sinna sem aldrei fyrr. „Maður er náttúrlega alltaf að vanda sig, vill gera vel en svo finnst mér ég hafa komist ágætlega hjá þessu með því að gera mest grín að sjálfri mér og næst mest grín að Snorra. Þegar ég er búin að gera grín að okkur þá sný ég mér að svona valdamiklu fólki sem þolir þetta alveg. Svo finnst mér líka mjög auð- velt að gera grín að fólki sem hefur farið til Tenerife af því að þá ertu eiginlega búin að gera grín að öllum Íslendingum. Það er líka svolítið öruggt því þá erum við öll einhvern veginn sek.“ Saga minnir síðan á að hún hafi stofnað hljómsveitina Hnefa Óðins, ásamt vini sínum Mána Arnarsyni, sérstaklega fyrir sýninguna og þau muni halda áfram að troða upp í lokin. „Ég hef náttúrlega alltaf verið svolítið í skugganum af Snorra Helgasyni. Óhjákvæmilega,“ segir Saga um tónlistarferil sinn. „Þann- ig að ég ákvað að stofna hljómsveit með vini mínum sem kann smá á klarinett. Við sömdum nokkur lög og æfðum alveg tvisvar, þrisvar. Þau eiga kannski svolítið sameiginlegt að vera mjög stutt og okkur finnst mjög erfitt að spila þau af því að við kunnum ekki nógu vel á hljóðfæri.“ Allt eðlilegt Saga segir þær Snjólaugu hafa ákveðið að kalla sýninguna Allt eðlilegt hér. „Af því að það er eitt- hvað svona sem fólk segir þegar hlutirnir eru alls ekki í lagi. Og svo líka af því að nú er allt eiginlega orðið eðlilegt eftir kóvíd dæmið og fólk vill aftur fara að lúðra í sig bjór og sitja mjög nálægt öðru fólki og hlæja hátt,“ segir Saga og víkur að marglaga merkingu yfirskriftar sýningarinnar. „Við erum svo djúpar. En fyrst og fremst erum við svo glaðar að hafa tekið svona mikið stökk og lifað það af og þess vegna erum við svo æstar að okkur langar að gera þetta aftur og aftur.“ Þær ætla því að byrja á því að láta vaða í Bæjarbíói föstudaginn 3. júní og sjá svo til með framhaldið. n Tenefólk þarf að þola grínið Saga og Snjólaug komust lifandi af og halda ótrauðar áfram. MYND/AÐSEND Saga Garðarsdóttir gerir grín að sjálfri sér við eðlilegar aðstæður. MYND/AÐSEND n Fréttir vikunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir HOUSTON sófi 2,5 sæta sófi í koníakslituðu bonded leðri. 212 x 92 x 85 cm. Fullt verð: 179.900 kr. LICATA u-sófi Fallegt Kentucky koníakslitað bonded leður. 366 x 226 x 82 cm. Fullt verð: 369.900 kr. Nú 143.920 kr. Nú 295.920 kr. SÓFADAGAR Lýkur á mánudag AUSTIN sófi 3ja sæta stillanlegur sófi. Hægra og vinstra sæti eru hallanleg með skammel. Miðjusæti niðurfellanlegt og verður að borði. 198 x 95 x 98 cm. Fullt verð: 299.900 kr. Nú 239.920 kr. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 52 Lífið 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.