Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 30
Nýsköpunin á bak við TARAMAR
vörurnar á uppruna sinn í tveimur
ólíkum fræðasviðum innan
Háskóla Íslands, en stofnendur
TARAMAR, Guðrún Marteins-
dóttir og Kristberg Kristbergsson,
eru bæði prófessorar, annars vegar
við í Líf- og umhverfisvísindadeild
og hins vegar við Matvæla- og nær-
ingarfræðideild.
Guðrún segir að þar sem þau
komi ekki úr lyfjageiranum, þar
sem flestar húðvörur eru þróaðar,
heldur úr fagsviðum matvæla- og
sjávarlíffræði, þá hafi TARAMAR
vörurnar orðið líkari matvælum
heldur en venjulegum snyrti-
vörum, sem oft innihalda efni sem
ekki má borða og jafnvel efni sem
hafa slæm áhrif á húð og innra
umhverfi líkamans.
„Það var vissulega eitt af
markmiðum okkar að vörurnar
okkar yrðu svo hreinar að það
mætti tæknilega borða þær. Það
hefur tekist og í dag innihalda
þessar vörur ekkert sem er skað-
legt, hvorki fyrir mannfólkið né
umhverfið,“ segir Guðrún.
„Þegar ég fór fyrst að skoða inni-
haldsefni í húðvörum þá má segja
að ég hafi orðið fyrir smá sjokki.
Það er eiginlega ótrúlegt hvaða
efni má finna í þessu vörum, en
almennt eru þetta ódýr efni sem
maður er vanur að sjá í f lísalími,
málningu eða jafnvel í dekkjum
undir bifreiðar,“ segir Guðrún.
„Þetta eru efni sem eru framleidd í
milljónum tonna og hægt að kaupa
mjög ódýrt. Það gerir mann vissu-
lega reiðan að sjá síðan þessi sömu
efni komin í f lottar og glitrandi
krukkur og seld sem rándýr krem.“
Nýtum vísindin til að skilja
leyndardóma náttúrunnar
Rannsóknir okkar beinast bæði
að náttúrulegu efnunum sem
finna má í jurtunum og íslenskum
þörungum, sem og samsetningu á
formúlum þannig að þær séu í jafn-
vægi og að öll efnin vinni saman.
Það er ákaflega sérkennilegt að
sjá hvað lítil hugsun hefur farið í
mótun uppskrifta í þessum iðnaði.
Þannig er algengt að sjá mikinn
fjölda efna (oft 40-100 efni) í einni
húðvöru og það þarf ekki mikla
speki til að sjá að þessi efni geta
aldrei unnið öll saman í fullkomnu
jafnvægi. Við þetta myndast
spenna í formúlunni og margir
finna það þó þeir geti ekki greint
ástæðuna. Okkar rannsóknir sýna
að þegar fullkomið jafnvægi ríkir
í formúlunni, þá er árangurinn
margfalt betri og vellíðan þeirra
sem njóta verður meiri.
Allar TARAMAR vörurnar eru
settar saman þannig að náttúru-
legu efnin vinna saman í jafnvægi
og mynda samhljóm af lífvirkni
sem er í raun stórkostleg. Virkni
varanna hefur verið staðfest af
óháðum rannsóknaraðilum í
Frakklandi og sýnt með mæl-
ingum fram á að þær meðal annars
auka raka og ljóma, þétta húðina
og draga úr hrukkum. Þannig má
oft sjá fyrsta árangur á nokkrum
dögum en einnig má sjá hvernig
húðin batnar og batnar frá einum
mánuði til annars. Margir tala um
að eftir nokkurn tíma sé húðin í
raun komin í lag og þeir þurfi mun
minna á húðvörum að halda.
Hundruð Íslendinga hafa tekið
þátt í þróun TARAMAR húðvara
Alveg frá upphafi hafa mjög margir
tekið þátt í stofnun og þróun
TARAMAR á Íslandi. Þannig eru
fleiri en 300 Íslendingar eigendur
TARAMAR og nærri 4.000 manns
eru meðlimir í vildarklúbbi
TARAMAR. Fleiri hundruð manns
hafa tekið þátt í prufuhópum og
verkefnum sem stundum spönn-
uðu marga mánuði. Niðurstöður
úr þessum prófunum hafa verið
mikilvægar og haft áhrif á þróun-
ina. Í sumum tilfellum hafa orðið
til nýjar vörur sem svar við óskum
notenda TARAMAR. Í dag er nýja
ICEBLU línan í prófunum og með-
limir í vildarklúbbi TARAMAR
geta nýtt sér það og nálgast fríar
vörur til að prófa þegar þeir versla í
vefversluninni. n
Þeim sem hafa áhuga á að taka
þátt í þróun hjá TARAMAR er bent
á að skrá sig í vildarklúbbinn á
taramar.is. Þeir sem hafa áhuga
á að gerast einn af eigendum
TARAMAR geta sent fyrirspurn á
info@taramar.is. Í dag er minnst
hægt að kaupa B-hluti (hlutur án
atkvæðaréttar) fyrir 100 þúsund
krónur en þeim fylgir 40% af-
sláttur í vefverslun TARAMAR.
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Kaupa má TARAMAR vörurnar á 25% afslætti á taramar.is með því að nota
kóðann tm25.
300 Íslendingar eru eigendur TARAMAR og nærri 4.000 manns eru meðlimir í vildarklúbbi TARAMAR.
Taramar kemur í vönduðum umbúðum.
ICEBLU serumið er dæmi um þrónarvöru sem stendur meðlimum í vildar-
klúbbi TARAMAR til boða.
Það var vissulega
eitt af markmiðum
okkar að vörurnar okkar
yrðu svo hreinar að það
mætti tæknilega borða
þær. Það hefur tekist og í
dag innihalda þessar
vörur ekkert sem er
skaðlegt, hvorki fyrir
mannfólkið né umhverf-
ið.
2 kynningarblað A L LT 28. maí 2022 LAUGARDAGUR