Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 4
Ef ég bara gæti svarað því í stuttu máli hvers vegna það hefur tekið svona langan tíma að bregðast við. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Fimmtán ára skeytingarleysi Íslendinga vegna förgunar á dýrapörtum og hræjum fer fyrir Evrópudóm. Víta- hringur, segir forstjóri MAST. Kostnaðarsamar úrbætur óhjákvæmilegar. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa máli til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki farið að reglum EES um förgun aukaafurða úr dýrum. Fimmtán ár eru síðan ESA gerði fyrst athugasemdir við hætti hér- lendis í þessum efnum. Íslandi er skylt samkvæmt EES- lögum að tryggja að skrokkum eða líkamsleifum dýra, sem ekki eru ætlaðir til manneldis, sé fargað með aðferðum sem lágmarka hugs- anlega heilsufarsáhættu almenn- ings og dýra. Íslensk stjórnvöld hafa hunsað að bregðast við. Eftirlitsstofnun EFTA gerði fyrst formlega athugasemd árið 2009 og heimsótti Ísland árið 2013 til að meta innleiðingu EES-krafna fyrir aukaafurðir úr dýrum. Niðurstaðan varð að tilteknum aukaafurðum úr dýrum væri fargað beint á óviðkomandi urðunarstöð- um án undangenginnar vinnslu eða þær grafnar á staðnum í blóra við EES-reglur. Íslensk stjórnvöld fengu áminn- ingarbréf sem stjórnvöld sinntu ekki. Neikvæð loftslagsáhrif hafa orðið af því að Ísland hundsar lög- bundnar skyldur að mati ESA. „Enn í dag er verið að urða mörg þúsund tonn af þessum úrgangi á hverju ári á Íslandi, um allt land,“ segir sérfræðingur innan stjórn- sýslunnar. Ísland þyrfti að taka svokall- aðan áhættuvef úr dýrum, svo sem heilann, brenna hann fyrst og urða svo með ákveðnum hætti. Annar úrgangur er nýtanlegur og gæti farið í fjölbreytta vinnslu, moltu- gerð eða gæludýrafóður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, for- stjóri MAST, segir að hennar stofn- un beri ekki ábyrgð á ástandinu. „Ef ég bara gæti svarað því í stuttu máli hvers vegna það hefur tekið svona langan tíma að bregð- ast við,“ segir Hrönn og staðfestir að um risastórt mál sé að ræða. Umhverfisstofnun og Matvæla- stofnun eiga að framfylgja reglum í þessum efnum. Ek k i náðist í f u l lt r ú a f r á Umhverfisstofnun vegna málsins en MAST hefur gefið ríkinu sér- fræðiálit, að sögn forstjóra MAST. Málið varðar f leiri stofnanir, sveitarfélög og að minnsta kosti þrjú ráðuneyti: matvælaráðuneyti, umhverfis- og loftslagsráðuneyti og innviðaráðuneyti. „Þetta fjallar um að áhættuvef úr dýrum, eins og heila, hausa og f leira, má ekki urða, samanber hugsanleg riðusmit, en það eru bara engin önnur úrræði hér á landi,“ segir forstjóri MAST. Aðeins einn brennsluofn er á landinu fyrir sýktar afurðir. Á sama tíma er öllum sveitarfélögum landsins skylt að losna við þennan úrgang. „Ef ekki á að urða þarf að brenna en sveitarfélögin eru fæst í stakk búin til að setja upp háþróaða brennslu sem getur tekið við þessu. Við höfum verið í þessum vítahring í næstum 15 ár,“ segir Hrönn. „Þetta mál þarf að leysa á borði ríkisstjórnar og sveitarstjórna, það þarf að tryggja að þessir innviðir séu til staðar.“ n Langvarandi vanræksla Íslendinga í umhverfismálum til EFTA-dómstóls Meðferð dýra- hræja hér á landi er stórlega ábótavant og er svo komið að ESA höfðar dómsmál gegn Íslandi fyrir EFTA-dóm- stólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EGILL bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Margir í hælisleitenda- hópnum sem stendur til að vísa burt frá Íslandi hafa náð 12 mánaða tíma- mörkum með veru sinni hér á landi. Eigi að síður, þrátt fyrir áhrif kórón- aveirufaraldursins, hefur þeim verið synjað um endurupptöku og efnis- meðferð vegna ásakana stoðdeildar ríkislögreglustjóra um tafir. Sumar þessara ásakana eru á ansi veikum grunni. Í öðrum tilvikum beinlínis rangar, að sögn Magnúsar Norðdahl lögmanns. Magnús segir að dómsmál hafi verið höfðað um eitt þessara mála og verði málið flutt 13. september næstkomandi. „Ef málið vinnst er það fordæmis- gefandi fyrir aðra í sömu stöðu, það er að segja hælisleitendur sem hafa mátt sæta ásökunum um tafir. Stjórnvöld vilja eftir sem áður ekki bíða niðurstöðu heldur taka þess í Vill frysta brottvísanir fram yfir prófmál Magnús Norðdahl, lögmaður stað þá áhættu að framkvæma tugi ef ekki hundruð brottvísana sem síðar kann að koma í ljós að séu ólög- mætar,“ segir Magnús. Lögmaðurinn segir að stjórnvöld sýni óbilgirni ef þau vilja ekki bíða eftir niðurstöðu fordæmisgefandi dóms sem gæti haft áhrif á stöðu þeirra sem hafa náð tímamörkum. „Það er hvorki í samræmi við meðalhóf né góða stjórnsýsluhætti,“ segir Magnús Norðdahl. n thorgrimur@frettabladid.is PALESTÍNA Fréttamiðillinn Al Jazeera hefur ráðið teymi lögfræðinga til að fara með morðið á Shireen Abu Akleh fyrir Alþjóðlega sakamála- dómstólinn í Haag. Abu Akleh var blaðakona Al Jazeera sem ísraelskir hermenn skutu til bana 11. maí nærri Jenin- flóttamannabúðunum á hernáms- svæði Ísraela á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingu Al Jazeera var bent á að dráp eða árásir á blaðamenn á átakasvæðum eða hernámssvæðum væru stríðsglæpur samkvæmt Róm- arsamþykktinni. Þá vill Al Jazeera að dómstóllinn rannsaki sprengjuárás- ir ísraelska hersins á skrifstofubygg- ingu fréttamiðilsins í Gasa 2021. n Dráp í Ísrael fyrir sakamáladómstól Veggmynd af Shireen Abu Akleh í Gazaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ser@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Reglugerð sem heimil- ar innflutning á hundum og köttum flóttafólks frá Úkraínu hefur tekið gildi hér á landi með ákvörðun matvælaráðherra. Hún er sett í ljósi þess að tíundi hver maður sem flúið hefur landið á síðustu mánuðum hefur haft gæludýr sín meðferðis. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að langflest ríki Evrópusam- bandsins hafi veitt undanþágur vegna innflutnings gæludýra. Gæludýrin þurfa allt að fjögurra mánaða einangrun við komu. Við lok einangrunar skulu þau hafa staðist öll skilyrði líkt og gildir um hefðbundinn innflutning. n Gæludýrin mega koma til Íslands Vegalaus köttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 4 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.