Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 32
Ég er alin upp við það að kvöld- maturinn var miðpunkt- ur dagsins hjá fjölskyld- unni. Elísa Viðarsdóttir, lands- liðskona í íslenska kvenna- landsliðinu í knattspyrnu, hefur mikinn áhuga á mat og matargerð almennt. Hennar hugleiðsla fer fram í eldhúsinu í gegnum elda- mennskuna. sjofn@frettabladid.is Elísa hefur ástríðu fyrir því að nostra við matinn og leggur mikið upp úr því að bera matinn fallega fram, notar fallega liti og veit fátt skemmtilegra en að bjóða góðum vinum og fjölskyldu heim í mat. Elísa er menntaður matvæla- og næringarfræðingur auk þess sem hún spilar fótbolta með meistara- flokki Vals og með íslenska kvennalandsliðinu. Hún er í sam- búð með Rasmusi Christiansen sem einnig spilar með meistara- flokki Vals í fótbolta og saman eiga þau Guðmundu Hanne, fjögurra ára. Fjölskyldan lifir og hrærist í íþróttaheiminum á Hlíðarenda og kann svo sannarlega að njóta gæðastundanna saman. Vildi gefa meira af sér Elísa hefur líka nýtt tímann vel undanfarin ár og kláraði til að mynda meistaranám í næringar- fræði árið 2018. „Þegar ég lagði lokahönd á meistararitgerðina mína í næringarfræði þá fannst mér erfitt að setja punktinn á eftir því. Með alla mína reynslu sem afrekskona í íþróttum og með mína menntun á bakinu langaði mig að gefa eitthvað meira af mér til íþróttafólks og úr varð fræðslu- og uppskriftabók sem ber heitið Næringin skapar meistarann, sem snertir svolítið á heimi íþrótta- fólks og getur hjálpað íþróttafólki að auka orkuna í daglegu lífi og á æfingum,“ segir Elísa, sem er vön að vera með marga bolta á lofti hverju sinni. Næringin skapar meistarann Aðspurð segist Elísa alla tíð hafa verið mjög áhugasöm um matar- gerð og uppeldið hafi líka gefið tóninn. „Ég er alin upp við það að kvöldmaturinn var miðpunktur dagsins hjá fjölskyldunni. Ég á þrjú systkini og foreldrar mínir lögðu mikið upp úr því að við ættum þessa stund sem fjölskylda. Mamma eldaði öll kvöld og ætli áhuginn hafi ekki svolítið óbeint komið þaðan. Ég flyt svo fyrst átján ára að heiman og þá þurfti ég að hafa fyrir því sjálf að elda og lesa uppskriftir sem kveikti endan- lega áhugann.“ Hefur þú fundið það á eigin skinni að það skipti miklu máli að velja vel hvað þú borðar þegar kemur að því að ná árangri í íþróttum? „Ég trúi því að næringin skapi meistarann ásamt öðrum þáttum að sjálfsögðu, það þarf að passa upp á að sofa vel, æfa passlega mikið og hugsa um andlegu heilsuna. Ef jafnvægi fæst í þessum þáttum þá er maður til alls lík- legur.“ Elísu finnst líka skipta miklu máli að næra líkamann vel. „Það skiptir ótrúlega miklu máli þegar líkaminn er undir miklu álagi að næra hann vel til þess að fá sem mest út úr honum. Nóg og næringarríkt eldsneyti getur gefið okkur aukalíf sem íþrótta- mönnum, hjálpar okkur að jafna okkur eftir átök og gerir okkur fyrr klár í næsta bardaga.“ Þú ert gjarnan með marga bolta á lofti í einu, hvernig gengur að samtvinna allt þetta einkalífinu? „Það hefur gengið vel hingað til, ég er svo sem ekki vön öðru en að sinna nokkrum verkefnum í einu. Ég passa þó vel upp á jafnvægið á milli fjölskyldu, vinnu og íþrótta, til að vinna á móti öllum has- arnum í fótboltanum til dæmis, þá finnst mér gott að koma huganum á aðra staði eins og að fara í göngu- túra, elda, fara í sund eða vera með fjölskyldunni. Þetta eru þættir sem ég tek þá oft fram yfir það að þrífa heimilið mitt eða minnka þvottafjallið í þvottahúsinu. Ætli forgangsröðun sé ekki besta orðið til þess að lýsa því hvernig þetta jafnvægi fæst þegar mikið er að gera og ekki stressa sig of mikið á því að það eigi eftir að þrífa eða sinna öðrum heimilisstörfum.“ Opna þverfaglega heilsumiðstöð Þessa dagana stendur Elísa í stór- ræðum. „Ég, ásamt systur minni og mági, er að opna heilsumiðstöð með þverfaglegri þjónustu þegar kemur að heilsu. Ég mun bjóða upp á næringarráðgjöf ásamt fleiri frá- bærum næringarfræðingum, systir mín sem er menntaður klínískur sálfræðingur mun bjóða upp á sál- fræðiaðstoð og mágur minn sem er sjúkraþjálfari verður einnig með sjúkraþjálfaraaðstöðu ásamt fleiri sjúkraþjálfurum. Þarna munum við ná þessari þverfaglegu nálgun þegar kemur að heilsu og getum vísað hvert á annað þegar/ef við sjáum að fólk þyrfti hjálp á öðrum vígstöðvum. Þessi nálgun er algjörlega fram- tíðin þegar kemur að því að bæta lífsgæði fólks og er líka stór partur af heilsutengdum forvörnum.“ Í þættinum Matur og heimili á dögunum bauð Elísa upp á ljúf- fengt og hollt fiski-taco sem er einn af hennar uppáhaldsréttum enda mikið fyrir fisk. Hér deilir hún uppskriftinni úr þættinum með lesendum. Hægt er að fylgjast með Elísu í eldhúsinu á Instagram- reikningi hennar @elisavidars en þar deilir hún girnilegum upp- skriftum að hollum og ljúffengum réttum þar sem fiskurinn er oftar en ekki í forgrunni. Fiski-taco að hætti Elísu 450 g þorskhnakkar 4 msk. ólífuolía ½ sítróna eða lime (safi) ½ poki taco-kryddblanda Blandið saman olíu, sítrónu eða lime og taco-kryddi í eldfast mót eða skál. Þerrið þorskhnakkana vel og skerið í litla bita. Leggið bitana í eldfasta mótið og makið krydd- leginum á bitana. Fiskinn má elda í ofni við 180°C í 10-12 mínútur eða skella á álbakka og út á grill í 8-10 mínútur. Varist að ofelda fiskinn. Mangósalsa ½ mangó ⅓ agúrka ⅓ paprika 1 meðalstór tómatur eða nokkrir litlir kirsuberjatómatar ½ lime (safi) Skerið mangó, agúrku, papriku og tómatana í litla teninga og kreistið lime-safa yfir. Maísmauk 1 dós maís 2 msk. smjör Smá salt Sigtið vatnið af maísnum, hitið maís, smjör og salt í örbylgju eða potti og maukið með töfrasprota. Avókadósósa 1 dós sýrður rjómi (má vera 50/50 sýrður rjómi og majónes) ½ avókadó Lime eða sítróna Salt og pipar eftir smekk Öll hráefnin sett saman og maukað með töfrasprota eða í matvinnslu- vél. Raðið saman fiskinum, mangó- salsa, maísmauki og avókadósósu á tortilla-kökur eða taco-skeljar sem eru hitaðar örstutt í ofni eða á grilli áður en hráefnið er sett á þær. n Hollt og gott fiski-taco að hætti Elísu Elísa segist fá sína hugleiðslu í eldhúsinu gegnum eldamennskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fiski-tacoið hennar Elísu er hollt og gott. Hún leggur mikla áherslu á að vera oft með fisk í matinn enda hugar hún að heilsusamlegri matreiðslu. Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra • Kjark til að tala um eigin líðan og annarra • Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun • Kveikja eldmóð og sýna seiglu Námskeið hefjast: 9 til 12 ára Leiðtogabúðir 20. júní 8.45-17.00 4 dagar í röð 10 til 12 ára 13. júní 9.00-13.00 átta virka dagar í röð 13 til 15 ára 13. júní 13.30-17.00 átta virka dagar í röð 16 til 19 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti 20 til 25 ára 30. maí 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti Komum sterk inn í sumarið Skráning á dale.is eða 555 7080 Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk *Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_040722 4 kynningarblað A L LT 28. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.