Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 13
Með myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur Framsókn í fyrsta skipti í sögunni tryggt sér stól borgarstjóra. Ólafur Harðarson, fyrrum pró­ fessor í stjórnmálafræði, hefur réttilega dregið fram að þetta er viðburður, sem markar pólitísk kaflaskil. Breytingin í Reykjavík hefur þó tæplega afgerandi áhrif á borgar­ samfélagið. Hitt er stærri spurning: Munu kaflaskilin hafa áhrif á landsmálapólitíkina? Ný ásjóna Umræða um nýjan borgarstjórnar­ meirihluta hefur mestmegnis endurspeglað mismunandi mat á því hvort eða hversu miklar breytingar megi finna í málefna­ samningi hans. Í kosningunum var orðið breyt­ ingar notað meir en önnur. Í því ljósi er ekki óeðlilegt að menn leiti þeirra í nýjum meirihlutasáttmála. Veruleikinn er hins vegar sá að enginn flokkur boðaði grund­ vallarstefnubreytingar í málefnum borgarinnar. Kosningarnar snerust því í raun og veru meir um ný andlit en nýja stefnu. Í þessu sambandi mega menn ekki gleyma að verkefni sveitarstjórna eru að mestu lög­ bundin. Miðjubandalag Hóflegar málefnalegar breytingar eru þannig í fullu samræmi við stefnuskrár flokkanna. Pólitísk samsetning nýja meirihlutans vitnar aftur á móti um miklar breytingar. Nú eru það flokkarnir næst miðjunni, sem mynda meirihluta. Flokkarnir á jöðrunum til hægri og vinstri sitja eftir í minnihluta. Þetta hefur ekki gerst áður í Reykjavík og aldrei á Alþingi. Ríkisstjórnin er andstæðan við þetta mynstur. Þar eru það flokkarnir á jöðrunum, sem raun­ verulega ráða för. Framsókn hefur tiltölulega lítil málefnaleg áhrif við ríkisstjórnarborðið. Hér er því komið nýtt tækifæri fyrir flokkana næst miðjunni. Reynslan ein mun svara því hvernig það tækifæri verður nýtt. Helsti óvissuþátturinn lýtur að því hvort stóraukið fylgi Fram­ sóknar á höfuðborgarsvæðinu öllu og væntanleg forysta fyrir meiri­ hluta í Reykjavík muni einnig leiða til frjálslyndari viðhorfa í lands­ málum. Íhaldselementin Reynslan frá Alþingi sýnir að samstarf jaðranna í hartnær fimm ár hefur leitt til þess að mikil­ vægustu ákvarðanir eru settar í biðflokk af því að samstarf þeirra byggist á gagnkvæmu neitunar­ valdi. Samstarfið hefur leitt í ljós að íhaldselementin í Sjálfstæðis­ f lokknum eru orðin sterkari en þau frjálslyndu. Eins er þetta í VG. Þar eru íhaldselementin orðin sterkari en þau róttæku. Þetta merkir að Sjálfstæðis­ f lokkurinn telur sig eiga ríkari málefnalega samleið með VG en frjálslyndum flokki eins og Við­ reisn. Að sama skapi telur VG sig eiga meira sameiginlegt með Sjálf­ stæðisflokknum en sósíaldemó­ krötum í Samfylkingu. Margt bendir því til að í fyrir­ sjáanlegri framtíð muni þessir tveir f lokkar ýmist vera saman í meirihluta eða minnihluta eins og nú er á Alþingi og í borgarstjórn. Jaðarflokkarnir taka skellinn Þetta veltur þó talsvert á Fram­ sókn. Þar eru líka sterk íhalds­ element. Áhrifavald þeirra getur ráðið miklu um það hvort kaflaskilin takmarkast við þetta kjörtímabil í Reykjavík eða hvort þau leiða til breytinga á Alþingi eftir næstu þingkosningar. Í þessu ljósi er ástæða til að skoða tvö atriði: Annars vegar bendir margt til að jaðarflokkarnir í stjórnar­ samstarfinu hafi tekið skellinn vegna óánægju með biðflokks­ pólitíkina. Framsókn hefur notið þess að vera ekki gerandi við ríkisstjórnarborðið. Hugsanlega er unnt að teygja þá stöðu fram yfir næstu þingkosningar. Hins vegar er athyglisvert að Framsókn nýtur þessarar sérstöðu í stjórnarsamstarfinu, á sama tíma og skoðanakannanir sýna vaxandi stuðning við fulla aðild að Evrópusambandinu og þótt nýja fylgið komi að hluta frá þeim flokkum, sem hafa stutt þá stefnu. Þrettán ár eru síðan Framsókn gekk til kosninga með fulla aðild á stefnuskrá. Líkurnar á kaflaskilum á Alþingi Vitaskuld er ekki unnt að lesa neitt út úr kosningunum um afstöðu fólks til fullrar Evrópusambands­ aðildar, enda var hún ekki á dag­ skrá þeirra. Hitt er ljóst, að fátt bendir til þess að íhaldselementin í Fram­ sókn hafi skapað þennan mikla kosningasigur. Spurningin um kaflaskil í víðara samhengi en því sem nær til borgarstjórastólsins, ræðst þar af leiðandi mest af því hvort frjáls­ lynda miðjuelementið í Fram­ sókn lætur meira að sér kveða á næstunni. Án þess er erfitt að sjá samsvarandi kaflaskil í landsmál­ unum. n Stór kaflaskil eða smá? Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Samstarfið hefur leitt í ljós að íhalds­ elementin í Sjálfstæðis­ flokknum eru orðin sterkari en þau frjáls­ lyndu. Eins er þetta í VG. Þar eru íhalds­ elementin orðin sterk­ ari en þau róttæku. Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér endurskoðun á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og er sett fram á uppdrætti, í greinargerðum og í vefsjá. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík, og í vefsjá á vefsíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 20. júní 2022 til og með 5. ágúst. 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. ágúst 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og undirritaðar með nafni, kennitölu og heimilisfangi. Þeim skal skila á bæjarskrifstofu Akraness, Dalbraut 4, 300 Akranesi, eða á netfangið skipulag@akranes.is, merktum Aðalskipulag 2033. Bent er á að athugasemdir við aðalskipulag eru opinber gögn. Akranes.is Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs Vegagerðin hef ur ý tt úr vör vitundar átaki um öryggi starfsfólks við vegavinnu, undir yfirskriftinni Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér. Í því sambandi hafa verið hönnuð eftirtektarverð skilti, sem munu vafalaust vekja athygli veg­ farenda í sumar. Ástæðan fyrir því að farið er í þetta átak núna er sú aukna hætta sem starfsfólki stafar af hraðakstri í gegnum vinnusvæði. Þrátt fyrir að öll framkvæmdasvæði séu vel merkt, með meðal annars hraða­ lækkandi skiltum og gátskjöldum, brennur við að ökumenn virði ekki hraðatakmarkanir og aki allt of hratt miðað við aðstæður. Það eykur mjög hættu á slysum á fólki og oft hefur hurð skollið nærri hælum. Sumarið er gengið í garð með tilheyrandi framkvæmdum um allt land, bæði í þéttbýli og á þjóð­ vegum. Því þykir okkur hjá Vega­ gerðinni mikilvægt að minna á að það skiptir máli að fara varlega í kringum fólk sem vinnur á vegum úti. Þarna eru að verki mömmur og pabbar, frændur og frænkur, afar og ömmur, eða í stuttu máli ást­ vinir einhverra, og vinnudagurinn er unninn við erfiðar aðstæður í umferðinni. Við viljum með þessum áberandi skiltum auka nándina og skilninginn á því að tillitssemi okkar varðar þetta fólk miklu og að um líf og dauða getur verið að ræða ef ekki er ekið varlega í gegnum vinnusvæði. Vegagerðin leggur mikla áherslu á öryggi bæði vegfarenda og starfs­ fólks og stöðugt er unnið að endur­ bótum. Sem dæmi hefur tækja­ kostur verið aukinn verulega og varnarbifreiðar með árekstrarvörn hafa sannað gildi sitt á fjölförnum vegum. Öryggisbúnaður starfsfólks hefur verið bættur, öryggisstefna er í sífelldri endurskoðun, áhættumat hefur verið unnið fyrir ýmsa starf­ semi og haldið verður áfram á þeirri braut. Okkur er umhugað að stuðla að góðri öryggismenningu meðal okkar starfsfólks og því hefur verið unnið að því í vetur að fræða fólk um hvað einkennir góða öryggis­ menningu og hvernig við náum að komast á þann stað að vera framúr­ skarandi í öryggismálum. En það eru ekki aðeins við ein sem getum gætt að öryggi okkar starfsfólks, og verktaka okkar. Þar þarf samhent átak og viðhorfsbreyt­ ingu meðal allra vegfarenda og við vonumst til að þetta vitundarátak verði skref í rétta átt. Til að kynna vitundaátakið hélt Vegagerðin morgunverðarfund þann 7. júní síðastliðinn. Þar skrif­ uðu Vegagerðin og samstarfsaðilar undir viljayfirlýsingu, en með Vega­ gerðinni í þessu átaki eru ríkislög­ reglustjóri, Samgöngustofa og verk­ takafyrirtækin Colas Ísland, Ístak og Borgarverk. Átakið Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér stendur yfir í sumar frá 7. júní til 15. september. Ökum varlega – komum heil heim! n Ökum varlega, hér vinna mömmur, pabbar, afar og ömmur! Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vega­ gerðarinnar Sumarið er gengið í garð með tilheyrandi framkvæmdum um allt land, bæði í þétt­ býli og á þjóðvegum. Því þykir okkur hjá Vegagerðinni mikil­ vægt að minna á að það skiptir máli að fara varlega í kringum fólk sem vinnur á vegum úti. FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.