Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 16
Ég fer ekkert leynt með það að markmið mitt og áætlun er að spila alla leiki Íslands á þessu móti. Sandra Sigurðardóttir Sumar breytingar gerast því miður mjög hægt. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmda stjóri Amnesty á Íslandi. Íslenska kvennalands- liðið kemur saman til æfinga á mánudaginn þar sem undirbúning- urinn fyrir EM hefst. 16 Íþróttir 16. júní 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslandsdeild mannrétt- indasamtaka Amnesty Internatio- nal vonast til þess að Knattspyrnu- samband Íslands noti tækifærið rækilega til að koma réttu skilaboð- unum áleiðis, þegar það heimsækir Sameinuðu arabísku furstadæmin í nóvember, þar sem karlalandslið Íslands á að mæta Sádí-Arabíu í vin- áttuleik. Þetta segir Anna Lúðvíks- dóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi. KSÍ hefur þurft að þola tölu- verða gagnrýni fyrir að samþykkja að leika vináttulandsleik við Sáda, vegna stöðu mannréttinda í land- inu. Réttindi kvenna, hinsegin fólks og fjölda minnihlutahópa hafa lengi verið fótum troðin í Sádí-Arabíu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur áður svarað gagnrýninni með þeim hætti að sambandið geti nýtt vináttulandsleikinn við Sáda til að senda sterk skilaboð. Sam- bandið sé til að mynda með konur í lykilstöðum og að Vanda geti haldið ræður með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif. Íslandsdeild Amnesty tekur ekki afstöðu til ákvörðunar KSÍ um að spila leikinn. Vonast samtökin heldur til að KSÍ nýti þennan vett- vang til að hafa áhrif. „Amnesty vonar auðvitað að KSÍ noti tækifærið rækilega til þess að koma skilaboðum áleiðis og for- dæma þau mannréttindabrot sem eru framin í Sádí-Arabíu,“ segir Anna. Þá segir hún að almenningur og keppendur eigi að fá að njóta tjáningarfrelsis og segja skoðanir sínar án þess að þurfa að hræðast afleiðingarnar af því. Anna gerir sér grein fyrir því að aðgerðir KSÍ í furstadæmunum í nóvember muni ekki valda straum- hvörfum í landinu, en trúir þó að þær geti fengið einhverja til að sjá ný sjónarmið. „Sumar breytingar gerast því miður mjög hægt,“ segir hún. Að sögn framkvæmdastjórans tekur Amnesty almennt ekki afstöðu til íþróttaleikja á milli ákveðinna þjóða. „Amnesty notar slíkar keppnir eða tímasetningar þeirra frekar til að benda á þau brot sem eiga sér stað í því ríki sem hýsir keppnina. Það gerum við nú varðandi HM í Katar og gerðum þegar vetrarólympíuleik- arnir voru haldnir í Peking og einnig þegar Eurovision var haldið í Ísrael og Aserbaídsjan, svo ég nefni einhver dæmi,“ segir Anna. n Vonast til að KSÍ nýti tækifærið og sendi sterk skilaboð Íslenska karlalandsliðið mætir Sádi-Arabíu í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er ein fjögurra leikmanna í hópi Íslands sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót í sumar, ásamt Sif Atladóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur. Sandra sat á bekknum í fyrstu þrjú skiptin, en er vongóð um að fá að spila á stórmóti fyrir Íslands hönd. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI „Það er vissulega komin mikil eftirvænting þó að maður sé enn auðvitað líka með hugann við síðasta leikinn í Bestu deild- inni fyrir landsleikina. Þetta varð strax áþreifanlegra þegar Steini kynnti hópinn og við fengum að vita hvernig þetta myndi líta út,“ segir Sandra Sigurðardóttir, mark- vörður íslenska k vennalands- liðsins, aðspurð út í Evrópumótið fram undan. Sandra er hluti af 23 manna hópi Íslands sem var kynntur á dögunum, en hún er ein þriggja leikmanna sem eru að fara á sitt fjórða stórmót. Í ár eru sautján ár liðin síðan Sandra lék fyrsta leik sinn fyrir íslenska landsliðið og hefur hún þurft að bíða eftir stöðu aðalmarkvarðar. Sandra hefur fyrir vikið ekki enn komið við sögu á stórmóti en er staðráðin í að breyta því í sumar. „Aðdragandinn er vissulega öðruvísi því ég fer inn í þetta mót í öðru nýju hlutverki. Ég fer ekkert leynt með það að markmið mitt og áætlun er að spila alla leikina á þessu móti. Ég veit af samkeppn- inni en ég ætla um leið að sýna mig og sanna því ég veit að ég get staðið vaktina vel,“ segir Sandra, aðspurð hvort að það sé eftirvænting hjá henni yfir að fyrsti leikurinn á stórmóti sé í sjónmáli. Hún heldur áfram: „Ég vissi í aðdraganda fyrstu tveggja mótanna að ég yrði vara- maður. Mér fannst ég eiga mögu- leika á sætinu fyrir síðasta EM, en þetta snýst auðvitað líka um hvað þjálfarinn kýs að gera.“ Sandra, sem er leikjahæsti leik- maður efstu deildar kvenna frá upphafi, tekur undir að það væri rós í hnappagatið að hafa spilað á stórmóti þegar hanskarnir rata upp í hilluna einn daginn. „Það yrði stór áfangi á ferlinum. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um, að koma fram fyrir hönd Íslands á stórmóti. Þegar ég legg hanskana á hilluna, hvenær sem það verður, verð ég auðvitað stolt af ferlinum, en þetta yrði skemmtileg viðbót.“ Mótið er með stærra sniði heldur en áður og segist Sandra finna mun. „Þetta er öðruvísi. Umfangið er Erum ekki að fara bara til að taka þátt Sandra hefur byrjað fjórtán af síðustu sextán keppnisleikjum Íslands, þar á meðal alla leiki í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 24 fyrsta leik Íslands á EM DAGAR Í annað, stærðin á mótinu er meiri, aukin athygli, sem er til hins betra. Það hefur margt breyst.“ Markvörðurinn tók í sama streng og þjálfari liðsins þegar hún var spurð út í markmið hópsins. „Eins og Þorsteinn kom inn á á blaðamannafundinum þegar hóp- urinn var kynntur, erum við ekki búin að velta okkur upp úr þessu í síðustu verkefnum. Við eigum eftir að fara yfir markmiðin okkar en það er ekkert launungarmál að við erum ekki að fara bara til að vera með. Franska liðið er mjög hátt skrifað og verður verðugt verkefni, en það er allt hægt í fótbolta. Með trú og baráttu að vopni eru okkur allir vegir færir,“ segir Sandra, aðspurð um mótherja Íslands. Sandra fór fögrum orðum um yngri leikmenn liðsins, þegar umræðan barst að leikmönnum sem voru nokkrar á leikskólaaldri þegar hún lék fyrsta leik sinn fyrir Íslands hönd. Af 23 leikmönnum liðsins eru ellefu að fara á sitt fyrsta stórmót. „Maður fylgist með þeim af mik- illi aðdáun. Þær eru búnar að sýna og sanna hvað býr í þeim og þær eiga enn nóg inni. Þær eru allar með frábært hugarfar, metnaðargjarnar, baráttuglaðar og mikil gæði. Það eru svo mikil gæði í yngri kynslóð- unum sem eru að koma upp núna enda þjálfunin og aðstaðan allt önnur en ég kynntist,“ segir Sandra glettin og heldur áfram: „Ég byrjaði minn knattspyrnu- feril á malarvelli, eitthvað sem margar af yngri leikmönnunum hafa sennilega aldrei kynnst,“ segir hún létt að lokum. n

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.