Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 40
Skartgripir eftir Dieter Roth eru á sýningu í Listasafni Íslands, en hann fór að fást við nýstárlega skartgripa- smíði seint á sjötta áratug síðustu aldar. „Á sýningunni eru lánsgripir frá Hamborg, sem Dieter vann að mestu hér á Íslandi en komust síðar í eigu Dieter Roth Foundation í Hamborg. Einnig gripir sem eru í eigu Galleria Edizioni Periferia í Luzern í Sviss, en þá vann Dieter í samstarfi við svissneska gullsmið- inn Hans Langenbacher á árunum 1960-1975. Á sýningunni eru einnig skartgripir sem eru í eigu Sigríðar Björnsdóttur, fyrrverandi eigin- konu Dieters og afkomenda þeirra Dieters,“ segir Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri sýninga. Hugmyndaríkur og flinkur Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við Sigríði, heima á eldhúsborðinu. „Ég var í Kaupmannahöfn sumarið 1956 og kynntist Dieter. Nokkrum dögum áður en ég fór heim til Íslands sá ég í búðarglugga alls konar efni til að nota í skartgripa- gerð. Ég keypti slatta til að búa til skartgripi til að afla mér fjár,“ segir Sigríður. „Þegar ég kom heim setti ég upp verkstæði í íbúðinni sem ég leigði og byrjaði að vinna að skart- gripagerð. Dieter kom nokkrum mánuðum seinna og varð strax mjög heillaður af þessu tiltæki mínu og fór að gera skartgripi. Það var mjög gaman að vinna með Dieter því hann var svo hug- myndaríkur og flinkur og allt lék í höndunum á honum. Ég hafði sam- band við fjölskylduvin okkar, Hall- dór Sigurðsson gullsmið, sem var með verslun og verkstæði á Skóla- vörðustíg 2 og hann bauð okkur að f lytja verkstæðið okkar til sín, vinna þar og selja gripi okkar í versluninni. Við gerðum þetta en ég missti f ljótlega áhugann en Die- ter hélt áfram. Síðan fluttum við á Ljósvallagötu þar sem ég setti upp verkstæði í kjallaranum þar sem við unnum bæði og síðan vann Dieter hjá Gunnari Malmberg gullsmið.“ Taskan sem hvarf Sigríður segir að Dieter hafi verið iðinn við að gefa henni skartgripi. „Hann gaf mér silfurhring í morgun- gjöf, ég vaknaði við að hann var að reyna að troða honum á fingur- inn á mér. Hann gaf mér marga gripi sem ég notaði um tíma mjög Frumleg skartgripagerð Vigdís og Sig- ríður skoða skartgripi eftir Dieter. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Dieter notaði alls kyns efni við skartgripagerð sína. Mjög svo frumlegur hringur eftir Dieter Roth. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is mikið,“ segir Sigríður. Hún á marga skemmtilega og frumlega skart- gripi sem hann gerði, en nokkrir eru glataðir. „Eftir að við skildum var ég mikið á fyrirlestraflakki og fór eitt sinn til Stokkhólms til að halda fyrirlestur hjá sænska kenn- arasambandinu. Ég var með fimm silfurhringi eftir Dieter í ferðatösk- unni. Á járnbrautarstöðinni skildi ég töskuna eftir og fór að hringja á leigubíl. Þegar ég ætlaði síðan að sækja töskuna var hún horfin. Hún fannst seinna tóm, ekki langt frá járnbrautarstöðinni.“ Dieter og Sigríður sýndu saman skartgripi í sýningarsal í Banka- stræti árið 1960, en sýningin í Listasafni Íslands er fyrsta heildar- sýningin hér á landi á skarpgripum eftir Dieter Roth. Heildarsýning á skartgripum hans var í Luzern árið 2008 og samhliða sýningunni var gefin út mappa sem inniheldur bréf og skissur til Hans Langenbacher frá Dieter Roth sem er nú til sölu hjá Listasafni Íslands. Spurð hvað einkenni skartgripi Dieters Roth segir Vigdís: „Það er endurnýting á fundnum hlutum. Hann notaði alls kyns efni, til dæmis við og silfur en líka skrúfur og bolta sem hann setti saman og breytti af mikilli hugkvæmni.“ n Hann gaf mér silfur- hring í morgungjöf, ég vaknaði við að hann var að reyna að troða honum á fingurinn á mér. Sigríður Björnsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Myndlistarsýningin Jarðtenging/ Grounded Currents verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugar- daginn 18. júní  klukkan 14  með verkum listamannanna Maryse Goudreau, Hugo Llanes, Zinnia Naqvi, Sigrúnar Gyðu Sveinsdóttur, Marzieh Emadi og Sina Saadat. Sýningin er alþjóðleg samsýn- ing yngri kynslóðar  listamanna, sem  vinna sjálfstætt á staðnum og/eða fyrir fram að nýjum verk- um. Allir vinna þeir með videómið- ilinn og þá líka teiknimyndir eða animation ásamt ýmsum öðrum aðferðum samtímalistar. n Jarðtenging á Hjalteyri Verk eftir Sig- rúnu Gyðu. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Sýning á ljósmyndum og kjólum verður í gamla Iðnskólanum á Akra- nesi dagana 17. og 18. júní. Kjólarnir eru með myndum sem flestar eru teknar á Vesturlandi og þeir eru framleiddir undir heitinu LAUFEY. Efnið í kjólunum er unnið úr endur- nýttum plastflöskum. Áskell Þórisson ljósmyndari tók myndirnar sem eru á kjólunum og sömuleiðis myndirnar sem munu hanga á veggjum gamla Iðnskólans. Það eru þau feðgin Laufey Dóra og Áskell sem ýttu kjólaframleiðslunni úr vör en Sjöfn Magnúsdóttir, klæð- skeri á Akranesi, sér um saumaskap- inn og kemur að hönnuninni með Laufeyju. Hver kjóll er sérsaumaður eftir málum kaupanda. Sýningin í gamla Iðnskólanum, Skólabraut 9, verður opin frá kl. 11 til 17.30 báða dagana. Áhugasamir um kjóla geta hitt þær Laufeyju og Sjöfn á staðnum þann 17. júní frá kl. 14 til 16 en Áskell verður þarna báða dagana. Myndirnar eru til sölu en kjólana þarf að sérpanta. n Kjólar og ljósmyndir Sýning á ljósmyndum og kjólum verður á Akranesi. MYND/AÐSEND 24 Menning 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.