Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 41
Ég vildi hafa hluti hjá
börnunum, eins og
leikföng og dýr, til að
hugga þau og reyna
þannig að draga
athyglina frá sorginni.
Jón Magnússon sýnir 25 olíu-
myndir á sýningu á Mokka
sem hefur yfirskriftina Á
meðan… Fréttaljósmyndir
af börnum í stríðshrjáðum
löndum eru grunnurinn að
myndunum.
kolbrunb@frettabladid.is
„Fyrir nokkrum árum fór frétta-
mynd af dreng sem hafði drukknað
við strendur Grikklands eins og
eldur í sinu um heiminn. Mér var
mjög brugðið og ákvað að gera mál-
verk eftir fréttamyndum frá stríðs-
hrjáðum löndum þar sem börn
væru í forgrunni. Ég byrjaði á að
gúgla „wounded child in Syria“ en
ráðlegg engum að gera það, hryll-
ingurinn sem þar birtist er ólýsan-
legur. Ég skoðaði fjölda mynda en
fékk líka aðgang að myndbanka
UNICEF og nokkrar myndanna á
sýningunni koma þaðan.
Ég vann lengi við umbrot og hafði
séð hryllilegar myndir áður og þess
vegna held ég að ég hafi getað horft
á þær. Sumar myndanna lifa enn
Sumar myndanna
lifa enn með mér
Jón segir að
það hafi verið
tilfinningalega
erfitt að mála
myndirnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Málverkin
sýna börn frá
stríðshrjáðum
löndum.
MYND/SPESSI
með mér og sumar voru ekki mál-
aðar af því að þær voru svo hræði-
lega óhuggulegar,“ segir Jón.
Stríð alls staðar eins
Hann segir að það hafi verið til-
finningalega erfitt fyrir sig að mála
myndirnar. „Þetta eru myndir af
börnum í stríði, mjög sterkar ljós-
myndir. Málverkið mildar þessar
aðstæður aðeins og ég vildi hafa
hluti hjá börnunum, eins og leik-
föng og dýr, til að hugga þau og
reyna þannig að draga athyglina frá
sorginni. Myndirnar eru af börnum
víða um heim, f lestar frá Aleppo í
Sýrlandi en mér finnst ekki skipta
máli hvaðan myndirnar koma. Stríð
er alls staðar eins.“
Safnað fyrir prentun
Hann fyrirhugar að gefa út bók með
myndunum og safnar fyrir prentun
hennar á Karolina Fund. Verkefnið
er til styrktar UNICEF sem er með
söfnun fyrir börn á f lótta undan
stríðinu í Úkraínu. Didda Jónsdóttir
skáld er höfundur texta í bókinni.
„Mig vantaði sterkan textahöfund
og skáld og Ari Alexander bróðir
stakk upp á Diddu. Það sýndi sig
að hún var alveg rétta manneskjan
í þetta verkefni,“ segir Jón. Mynd-
listarmaðurinn Jón B. K. Ransu
skrifar inngang bókarinnar.
Jón Magnússon fæddist árið 1966
í Reykjavík. Hann stundaði nám við
Parsons School of Design í París frá
1988-1992. Þar lauk hann prófi með
BFA gráðu í myndskreytingu. Hann
stundaði síðan nám við Myndlista-
skóla Reykjavíkur og lauk prófi árið
2018. Hann hefur haldið einkasýn-
ingar hér á landi og erlendis og tekið
þátt í fjölda samsýninga. Sýning
hans á Mokka stendur til 6. júlí. n
kolbrunb@frettabladid.is
Sönghátíð í Hafnarborg verður
haldin 18. júní til 10. júlí. Á sjötta
tug framúrskarandi innlendra og
erlendra tónlistarmanna koma
fram á átta tónleikum, en hátíðin
býður einnig upp á fimm nám-
skeið. Sönghátíð í Hafnarborg fékk
Íslensku tónlistarverðlaunin sem
Tónlistarhátíð ársins 2020.
Á Sönghátíð í Hafnarborg er ekki
einungis leitast við að leggja rækt
við list augnabliksins, heldur er
einnig horft til framtíðar með því að
birta á YouTube-síðu hátíðarinnar
valdar myndbandsupptökur af tón-
leikum og viðtöl við söngvara.
Miðasala fer fram á tix.is. Dag-
skrána má sjá á vefsíðunni www.
songhatid.is. n
Leiðarljós í Hafnarborg
Diddú verður
á Sönghátíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA?
FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 Menning 25FRÉTTABLAÐIÐ