Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 45
Margir
kjósa létt-
ara efni í
fríinu.
Sumarið er tíminn til að
leggja frá sér símann og lesa
skemmtilegt skáldverk, jú eða
sorglegt eða spennandi. Eitt
þarf heldur ekki að útiloka
annað.
Frumlegt og framandi
Hvað er drottinn að drolla
eftir Auði Haralds
Þær gleðifregnir berast bók-
menntaheiminum að Auður
Haralds hafi sent frá sér nýja
bók. Auður sló í gegn með skáld-
sögunni Hvunndagshetjan sem
kom út árið 1979 og er bókaunnendum kunn
fyrir fyndnar og hárbeittar skáldsögur, og auð-
vitað barnabækurnar um Elías. Síðast gaf Auður
út bók árið 2007, barnabókina Litlu, rauðhærðu
stúlkuna.
Hvað er drottinn að drolla fjallar um skrifstofu-
konuna Guðbjörgu sem ferðast frá tíunda áratug
síðustu aldar aftur á fjórtándu öld. Tímaflakk í
meðförum Auðar hljómar vel og mun vafalaust
rata í margar ferðatöskur þetta sumarið.
Glöggt er gests augað
Kalmann
eftir Joachim B. Schmidt
Kalmann eftir Joachim B.
Schmidt kom út í Sviss árið
2020 og rauk þráðbeint á
metsölulista Der Spiegel.
Þýðing Bjarna Jónssonar
hlaut Ísnálina 2022 fyrir
best þýddu glæpasöguna og
voru verðlaunin veitt með
einhljóða áliti dómnefndar.
Svissneski rithöfundurinn Joachim B. Schmidt
tók ástfóstri við Ísland sextán ára gamall árið
1997 og fluttist til landsins tíu árum seinna.
Flestar skáldsögur Joachims gerast á Íslandi og
Kalmann gerist á Raufarhöfn. Sagan segir frá
sérstökum manni sem lítur á sig sem lögreglu-
stjóra þorpsins og rambar á stóran blóðpoll í
snjónum eftir hvarf ríkasta mannsins í plássinu.
Ástir og örlög
Þessu lýkur hér eftir Colleen Hoover
Metsöluhöfundurinn Colleen Hoover er í fyrsta sinn gefin út á ís-
lensku, í þýðingu Birgittu Elínar Hassell og Mörtu
Hlínar Magnadóttur hjá Bókabeitunni. Bókin
kemur í verslanir í byrjun júlí. Colleen er marg-
faldur metsöluhöfundur yfir tuttugu bóka og
hefur þrisvar unnið Goodreads Choice Awards
fyrir bestu ástarsöguna, og þar á meðal Þessu
lýkur hér, sem á ensku heitir It Ends With Us.
Að sögn Birgittu er bókin ástarsaga sem fjallar
þó líka um ansi þung málefni. Þar segir frá hinni
bandarísku Lily sem kynnist sjóðheitum heila-
og taugaskurðlækni. Þegar fyrsta ástin hennar
dúkkar síðan óvænt upp myndast brestir í ann-
ars fullkomnu lífi Lily.
Hlýja í hjartað
Sannleiksverkið
eftir Clare Pooley
Páll Valsson hjá bókaútgáfunni
Bjarti bendir á Sannleiksverkið
eftir Clare Pooley sem „feel-
good-bók.“ Bókin er í þýðingu
Helgu Soffíu Einarsdóttur. Clare
hlaut RNA-verðlaunin fyrir bókina, fyrir bestu
frumraun í skáldsagnagerð og Sannleiksverkið er
metsölubók í 30 löndum.
Þar segir frá Julian Jessop sem er ríflega sjö-
tugur, sérvitur listamaður, sem heldur því fram að
fæstir séu heiðarlegir við aðra. Julian skrifar sann-
leikann um líf sitt í græna minnisbók og skilur
síðan bókina eftir á kaffihúsi í hverfinu sínu. Fljót-
lega hefja fleiri sem finna grænu minnisbókina að
skrifa sannleikann um eigið líf í bókina.
Þáþrá og nostalgíukast
Vængjalaus
eftir Árna Árnason
Í bókinni Vængjalaus sem
kemur út hjá Bjarti & Veröld
í júlí, ferðast lesendur til
sumarsins 1996 þegar SSSól
spilar í Sjallanum. Söguhetjan
Baldur er rúmlega tvítugur
og kynnist Auði sem er ellefu
árum eldri, með afdrifaríkum
afleiðingum.
Í bókarlýsingu útgefanda segir að bókin sé
skemmtileg og spennandi skáldsaga sem hreyfi
við lesandanum en kveiki líka nostalgíu og hug-
ljúfa stemningu.
Brakandi ferskar bækur
til að bragða á í fríinu
Margir kjósa léttara efni í fríinu á
meðan aðrir leita uppi krefjandi
bækur sem kynda undir vöru-
talningu í sál lesandans. Frétta-
blaðið hafði samband við nokkra
fulltrúa íslenska bókabransans í
leit að ferskustu skáldverkum sum-
arsins og voru heimtir með besta
móti. Tilnefningum var næst skipt í
nokkra flokka til að auðvelda leitina
að góðri bók fyrir sundlaugarbakk-
ann, ströndina eða pallinn í sumar-
bústaðnum.
Og ef bókin hugnast ekki lesand-
anum má auðvitað nota hana á
lúsmýið. n
Nína
Richter
ninarichter
@frettabladid.is
odduraevar@frettabladid.is
Jóhann LePlat Ágústsson, stofnandi
og stjórnandi Facebook-hópsins
Kvikmyndaáhugamenn sem telur
tæplega 9.000 meðlimi, hefur efnt
til fjársöfnunar sem ætlað er að efla
starfsemina í kringum hópinn og
jafnvel framleiða kvikmynd í fullri
lengd innan tíu ára.
Ef vel gengur hyggst Jóhann einn-
ig stofna félagið Kvikyndaáhuga-
menn, skammstafað K.Á.M. en til að
byrja með verður því fé sem safnast
varið í sjálfstæða spjallþáttagerð,
skipulag á vinnusmiðjum, heima-
síðu og að lokum í framleiðslu
á kvikmynd í fullri lengd, en sú
framleiðsla er á tíu ára áætlun hjá
honum.
„Það sem er svo skemmtilegt við
þessa nálgun á stofnun félags er að
grunnurinn verður alltaf þessi sam-
félagshópur þar sem meðlimir halda
áfram að taka beinan þátt í upp-
byggingu á sínu eigin samfélagi, þar
sem þeir eru nú þegar mjög virkir.
Síðar verður hægt að byggja enn
frekar ofan á þennan grunn, með
því til dæmis að leita að mögulegum
styrktaraðilum,“ segir Jóhann.
Jóhann segir söfnunina rétt
nýhafna, en hann opnaði styrktar-
reikning á PayPal fyrir tveimur
dögum. „Ég hef sjálfur verið að setja
til hliðar á mínum persónulega sér-
reikningi fyrir myndavél, upptöku-
búnaði, ljósum og fleiru til að koma
af stað YouTube-rás og hlaðvarpi
fyrir hópinn.
Aðskilinn fjárhagur
Þetta er meðal annars hugsað til
þess að efla „vörumerkið“ og vitund
samfélagshópsins, en líka bara
fyrir sjálfstæða, almenna
spjallþáttaaðstöðu til
að taka upp þætti
í mynd og hlaða
þeim á netið.“
Jóhann tekur fram að söfnunar-
reikningurinn sé aðskilinn öðrum
reikningum á hans nafni. „Ég vildi
sjá hvort það væri áhugi á því innan
hópsins að taka beinni þátt í upp-
byggingu hópsins og taka þetta
skrefinu lengra,“ segir Jóhann, sem
er mjög áfram um
stof nu n a lvör u
félags fyrir kvik-
m y n d a u n n -
endur.
„Peningurinn
myndi fyrst fara
beint í upp-
hafskostnað á
upptökubúnaði
og aðstöðu fyrir
upptöku á hlað-
varpsmynd-
e f n i .
Alla-
vega til að byrja með og með það að
markmiði að betrumbæta umræður
og bæta enn einni samskiptavídd í
mengið. Til dæmis með spjallþætti
í beinni.“
Jóhann segir slíka spjallþætti
fullkomna viðbót við kvikmynda-
gagnrýni í rituðu máli og skrifuðum
hugleiðingum í stöðuuppfærslum
og athugasemdum í kommentakerf-
inu. „Oft myndast mjög skemmtileg-
ar, ástríðufullar og uppbyggilegar
umræður í hópnum og virknin er
þá oft svakaleg.
Þá geta umræður stundum verið
umdeildar, sem er hið besta mál en
þá myndast oft hætta á misskiln-
ingi, mistúlkun og stundum harka-
leg viðbrögð, sem hættir svo til að
gera umræður misuppbyggilegar.“
Viðkvæmar umræður í fókus
Jóhann segir því mikilvægt að gera
vangaveltur innan hópsins, skoðan-
ir og svör enn gagnsærri. „Sérstak-
lega þegar um viðkvæmari málefni
er að ræða. Þegar sá sem er að tjá sig
er fyrir framan myndavélina geta
líkamstjáning og tónninn í því sem
sagt er oft skilað skýrari mynd af
meiningunni. Eru menn með þverar
og lokaðar staðhæfingar? Eru þetta
sterkar skoðanir sem menn eru til-
búnir að standa og falla með? Eða er
þetta bara lausleg skoðun eða jafn-
vel bara hálfgerð spurning?“
Jóhann segir að slíkir þættir
myndu auka vægi umræðunnar
innan hópsins enn frekar. „Ég tala
nú ekki um ef einhver frægur leik-
ari er mættur til landsins og maður
reynir að fá þann einstakling í við-
tal!“
Hann segir að gaman væri að setja
í loftið heimasíðu til viðbótar við
Facebook- hópinn. „Það væri gaman
að slík síða færi í loftið, undir lengri
blogg, sérhæfðari þætti og svo fram-
vegis. Þetta er að sjálfsögðu allt enn
þá á hugmyndastigi.“ n
Kvikmyndaáhugamaður vill stofna félagið K.Á.M.
Jóhann LePlat Ágústsson
FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 Lífið 29FRÉTTABLAÐIÐ