Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 13

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 13 Búnaðarþing samþykkti ályktun þess efnis að Bændasamtökin myndi samstarfshóp með sér- fræðingum og fulltrúum allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verður skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Með samstarfshópnum á að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti en mælaborð landbúnaðarins verður nýtt til að fylgjast með neyslu innanlands Þá á að efla greiningar á áhrifum innflutnings á innlenda framleiðslu og fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta á kjöti. Verkefnis hópsins verður meðal annars að leita leiða til að safna gögnum um hlutdeild íslensks kjöts í verslunum, veitingahúsum, skyndibitastöðum, matvælafyrirtækjum og hjá opin- berum stofnunum, svo sem skólum og sjúkrahúsum. Fylgst verður með innflutningi á kjöti, tegundum og tímabilum og skoðað í samhengi við neyslumynstur eftir árstíðum, viðburðum, ferðamannafjölda o.þ.h. Aflað verður gagna um útflutning á kjöti, hve mikið selt, hvaða tegundir og á hvaða markaði. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri sam- keppni innbyrðis en geta með samstöðu, þekkingarmiðlun og samlegðaráhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. „Íslenska búvörumerkið mun auðvelda neytendum að finna innlent kjöt í verslunum en fyrir utan merktar vörur er ógerningur að vita hvaða kjöt er í tilbúnum matvælum t.d. á skyndibitastöðum, veitingahúsum o.s.frv. Innflutning og sölu er hægt að finna á mælaborði landbúnaðarins. Mögulega væri hægt að hagræða innlendri framleiðslu á tímalínu til að mæta samkeppni erlendis frá. Gögn um útflutning gætu gagnast við skipulagningu í búrekstri og markaðsstarfi kjötgreina,“ segir í ályktuninni. /ghp Nýr Fendt 500 V ario ! Gerðust áskrifandi að fréttabréfinu núna á www.fendt.com/500 – VERKIN TALA Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri It‘s Fendt.   Beacause we understand Agriculture. fendt.com | Fendt is a worldwide brand of AGCO. Nýtt og byltingarkennt starfsumhverfi með FendtONE. Hornsteinninn bak við alla nýsköpun hjá Fendt er að taka eitthvað stórkostlegt og gera það betra. Nýja Fendt vinnuumhverfið býður fleiri skjái og aðgengilega stjórnrofa, með öllum þessum frábæru Fendt eiginleikum. Nýir Fendt eigendur munu samstundis upplifa sig á heimavelli. Ályktun Búnaðarþings: Samstaða meðal kjötframleiðenda Verkefni hópsins verður meðal annars að leita leiða til að safna gögnum um hlutdeild íslensks kjöts í verslunum og veitingahúsum. Mynd / íslensktlambakjot Matvælastofnun hefur birt breytt skilyrði fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir árið 2022. Í þeim fer hámarksfjöldi hryssa í stóði úr hundrað niður í sjötíu hryssur, dýralæknar mega ekki hafa fleiri en 3 hryssur í blóðtöku samtímis, settur er hámarksaldur á blóðtökuhryssu við 24 ár og gerð er ríkari krafa um skráningar við innra eftirlit með starfseminni, s.s. á holdastigun og frávikum við meðferð við rekstur og blóðtöku. Í skýrslu sem Matvælastofnun birti á vef sínum í gær er farið yfir eftirlit stofnunarinnar með velferð hryssna sem notaðar eru í blóðtöku til vinnslu afurða. Þar eru m.a. tilteknar forsendur mælikvarða á blóðbúskap hryssnanna og það eftirlit sem haft er með folöldum þeirra. Er það mat stofnunarinnar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún á að vera framkvæmd hér á landi skv. lögum, reglugerðum og skilyrðum Matvælastofnunar, stangist ekki á við lög nr. 55/2013 um velferð dýra. /ghp Bændur athugið! www.oger.is/is/vefverslun/eldvarnir-fyrir-felagsmenn-i-baendasamtokunum Félagsmenn BÍ fá nú góðan afslátt á eldvarnatækjum hjá Eldvarnamiðstöðinni. Tilboðin gilda til 31. maí næstkomandi. Til að gera góð kaup kíkið inn á linkinn hér að neðanverðu. Góður afsláttur og frí heimsending! Blóðmerabúskapur: Breytingar á skilyrðum

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.