Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 18

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202218 FRÉTTIR Fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var fyrsta skóflu­ stung an að nýjum höfuð stöðvum Garðheima tekin við Álfa bakka 6 í Reykjavík. „Við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkju miðstöð sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK ark itekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtæk­ isins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva úti um allan heim. Um er að ræða 7.000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinriki Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. /MHH YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR -fjögur ár í röð! Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, vinnur nú að ritun bókar um sögu Gunnarsholts. Sagan mun beina sjónum lesandans að því hvernig þessi kostajörð við landnám breyttist í sandauðn og því einstæða afreki að breyta þessari gereyddu jörð í land er fóstraði langstærsta bú sem nokkurn tímann hefur verið rekið á Íslandi. Ætlunin er að segja söguna sem mest með ljósmyndum og nú er leitað til þeirra sem gætu átt myndir. Áherslan er lögð á myndir sem sýna lífið og starfið í Gunnarsholti en ekki er verið að biðja um myndir úr landgræðsluflugi eða landgræðslu í öðrum landshlutum. Auðvitað væri gott að fá slíkar myndir varðandi landgræðslu til varðveislu en þær færu ekki í bókina sem nú er í undirbúningi. Þetta gætu verið myndir af fólki við störf í Gunnarsholti eða af vélakosti, sauð­ og holdanautum svo dæmi séu tekin. Eitt sinn var stóðhestastöð í Gunnarsholti og má vera að hestamenn hafi tekið myndir af gæðingum í stöðinni. Þá hlýtur kornræktin í Gunnars­ holti að hafa vakið áhuga bænda og áhugafólks um kornrækt – og einhver hefur án efa tekið myndir af korni og repju. Sama gildir um graskögglaverksmiðjuna sem var nýjung á sínum tíma. Þá var rekið vistheimili á Akurhóli í Gunnarsholti og væri ljúft að fá myndir frá þeirri starfsemi og ekki síður þeim listaverkum sem íbúarnir bjuggu til. Skógræktarmenn sem sköpuðu asparskóginn í Gunnarsholti gætu hafa tekið myndir sem og þeir sem hafa lagt leið sína í Gunnlaugsskóg. Sveinn Runólfsson er með síma 8930830 og netfangið sveinnrun@ gmail.com. Aðstandendur bókar innar eru tilbúnir til að koma til fólks og sækja myndir og gömul albúm, láta skanna myndir og skila aftur. Gunnarsholt. Mynd / Jón Karl Leitað að ljósmyndum úr sögu Gunnarsholts Kemur næst út 12. maí Fyrr á þessu ári undirrituðu sveitarfélagið Múlaþing og ARS LONGA samtímalistasafn undir samkomulag um húsnæði við voginn á Djúpavogi. Húsnæðið mun hýsa hið nýstofnaða listasafn en gert er ráð fyrir stórfelldum endurbótum á húsnæðinu á komandi árum. Safninu er ætlað að vera lifandi vettvangur í sífelldri endurnýjun um leið og safneign þess mun halda um ómetanlegan menningararf til frambúðar. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist án mikilla breytinga húsnæðisins strax í sumar með „Rúllandi snjóbolta“, sem farið hefur fram í Bræðslunni á Djúpavogi frá árinu 2013. Við sýningarlok verður farið í framkvæmdir en unnið er að fjármögnun og skipulagi við endurbætur húsnæðisins. Sigurður Guðmundsson gaf nýverið tuttugu og sjö listaverk, sem spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans, til safnsins. Mynda verkin stofn að safnkosti ARS LONGA en má vænta að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlendra sem íslenskra listamanna. /MHH Samtímasafni komið upp við voginn á Djúpavogi Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Mynd / Aðsend Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra, frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri, Olga Björney Gísladóttir innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, og Jóna Björk Gísladóttir markaðsstjóri. Mynd / Aðsend Garðheimar byggja á nýjum stað 7.000 fermetra verslunarhúsnæði Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.