Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 21

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 21 um orkusölu og framleiðslu verði lokað, þannig að spaðar túrbínanna fái aftur að snúast. „Okkur finnst einfaldlega ósjálf­ bært að stöðva vindmyllurnar á sama tíma og við þurfum meira en nokkru sinni fyrr á allri þeirri endurnýjanlegu orku sem við getum komið inn í orkukerfið yfirhöfuð, sagði Jeppe Danø í samtali við DR. Energinet vill að sá háttur verði á að umframafl frá dönsku hverflunum sé í meira mæli selt til annarra Norðurlanda. Þannig geta flöskuhálsar í Þýskalandi ekki stöðvað raforkuframleiðslu frá dönskum vindmyllum, segir í röksemdafærslu Energinet. Snýst um að græða meira, segir viðskiptastjóri Green Power Denmark Hagsmunasamtök vindmyllu eig­ enda, Green Power Denmark, er algjörlega andvíg slíkum samfélags ­ legum hugsunarhætti, að sögn Kristian Lundgaard­Karlshøj og Jeppe Danø. Samtökin telja að slíkt geti kostað eigendur orkufyrir­ tækjanna mikla peninga. Núna séu þeir að fá meira í vasann í gegnum þýska kerfið fyrir að framleiða ekkert en búast mætti við að eigendurnir gætu fengið ef þeir létu túrbínurnar snúast til að selja orkuna. Green Power Denmark heldur sig því við kerfið, þar sem eigendur orkufyrirtækjanna geta búist við að græða meira, útskýrir framleiðslu­ og viðskiptastjórinn Kamilla Thingvad. Kerfið snýst um að halda uppi sem hæstu orkuverði „Þú færð borgað fyrir að framleiða ekki. Og þegar það er betra en að framleiða rafmagn, þá gerir maður það,“ segir hún. „Með því að selja orkuna væri maður bara að ýta undir vandann þannig að þá þyrftu framleiðendur í öðrum löndum að halda aftur af sér í staðinn,“ segir Kamilla Thingvad. Með öðrum orðum þá segir hún hreint út að þetta snúist fyrst og fremst um að halda uppi háu orkuverði og koma í veg fyrir of mikla orkuframleiðslu sem gæti komið almennum neytendum til góða. „Við verðum þess í stað að leysa það grundvallarvandamál að leggja orkustrengi niður í gegn­ um Þýskaland. Aukum þá um leið raforkunotkun með endur­ skipulagningu á flutningum og hitaveitum þannig að við notum meira rafmagn,“ segir Kamilla Thingvad. Fréttamaður DR spurði hana þá að því hvað hún segði við alla þá sem furða sig á því að vindmyllur standi kyrrar á sama tíma og talað sé um að Danir geti framleitt meiri endurnýjanlega raforku. Kamilla sagðist skilja mjög vel gremju fólks, en það væri heldur ekki lausn að biðja sænska framleiðendur um að loka í staðinn. „Við verðum að leggja stærri strengi til suðurs svo við getum stöðvað þýsk kolaorkuver,“ sagði Kamilla Thingvad hjá Green Power Denmark. Þar með myndi gróði danskra vindmyllueigenda væntanlega aukast á kostnað eigenda kolaorkuvera í Þýskalandi. Danir myndu þá framleiða orku sem í dag kemur frá kolaorkuverum. Ekkert er þar talað um að auka orkuframboð á markaði, enda gæti það ruggað bátnum í þessum viðskiptum og leitt til lægra orkuverðs. Gasið er líka hluti af innri orkumarkaði Evrópu Það er þó ekki bara raforkukerfið sem heyrir undir sameiginlegan innri orkumarkað Evrópu. Það gerir gasið nefnilega líka. Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Dana, kynnti þann 19. apríl síðastliðinn að um að 30­50% danskra heimila sem nú eru kynt með jarðgasi verði tengd fjarvarmaveitum fyrir árið 2028. Um 400.000 heimili eru nú kynt með jarðgasi og munu um 150­200 þúsund þeirra verða tengd fjarvarmaveitum á næstu sex árum. Hluti af skýringunni á þessu plani er að Danir vilja losna við að vera háðir gasi frá Rússum. Tilkynning orkumálaráðherrans er þó vart annað en pólitískur skrípaleikur því fjarvarmaveiturnar verða trúlega áfram kyntar með jarðgasi. Vegna sameiginlega orkunets Evrópu eru Danir tengdir evrópska gasnetinu með gasleiðslum sem tengja saman gaslindir í Norðursjó og fljótandi gasi frá Rússlandi í gegnum miðlæga gasmiðlunarstöð. Frá gaslindum í Norðursjó, sem tilheyra Danmörku, Noregi, Hollandi, Belgíu og Bretlandi, streymir gas til Mið­Evrópu og alla leið til Spánar um 218.000 km flutningskerfi og dreifinet gasleiðslna sem eru samtals 1.640.000 km að lengd. Þetta kerfi þjónar 116 milljónum Evrópubúa og dekkar um 23% af orkuþörf Evrópu. Þannig að meðan ekki er alfarið skrúfað fyrir gas frá Rússlandi er tómt mál að tala um að dönsk heimili verði óháð Rússum um gasnotkun. Það sem verra er er að verðlagningin á gasinu er líka miðlæg svo Danir eru þar í sama báti og aðrar ESB þjóðir, jafnvel þótt þeir vilji nýta eigin gaslindir í Norðursjó. Takmörkun á gasframboði í fyrra hækkar svo að sjálfsögðu orkuverðið snarlega á öllum sameiginlega orkumarkaði Evrópu. Einkafyrirtækin kalla eftir ríkisaðstoð Þversögnin í þessu öllu saman er svo að kerfið fyrir orkumarkaðinn í Evrópu er í uppnámi vegna ótta við að Rússar skrúfi fyrir gassölu til Þýskalands vegna viðskiptaþvingana út af stríðinu í Úkraínu. Hafa orkufyrirtækin, sem barist hafa fyrir aukinni einkavæðingu og frelsi til athafna í orkugeiranum, nú kallað eftir ríkisaðstoð vegna hættu á minnkandi gróða af gassölu. Þar má t.d. nefna Verbundnetz Gas, sem staðsett er í Leipzig og fréttablaðið Handelsblatt fjallaði um fyrir skömmu. Welt am Sonntag hefur einnig fjallað um þessa auknu aðsókn einkafyrirtækja í orkubransanum í ríkisaðstoð. Talað er um mörg fyrirtæki sem geti orðið illa fyrir barðinu á stöðvun sölu Rússa á gasi, eins og Fortum, Uniper, MVM, BEH, PGNiG, Engie, Naturgy og RWE. Hörð átök í Frakklandi um uppbrot á ríkisfyrirtækjum Hluti af sama pakka er að ríkis­ stjórn Frakklands hafði lagt fram endurskipulagningaráætlun á raforku framleiðslu landsins, sem áður var kölluð „Projet Hercule“, síðan endurnefnd „Grand EDF“. Hún miðaði að því að skipta upp ríkisraforkufyrirtækinu Électricité de France (EDF), sem er ríkisfyrirtæki að meirihluta. Áætlunin var hluti af orkusýn sem miðaði að því að sundra fyrirtækinu og selja það síðan í bútum til einkaaðila. Áform um að hluta í sundur Électricité de France runnu þó út í sandinn, um stundarsakir að minnsta kosti, í ágúst 2021. Verkamenn sem störfuðu við Électricité de France (EDF) óttuðust um sinn hag og fengu verkalýðsfélög og almenna raforkuneytendur sér til liðsinnis til að berjast gegn niðurbroti á fyrirtækinu og sölu á eignum þess til einkaaðila. Bentu mótmælendur á að slíkt niðurbrot myndi leiða af sér hækkun orkuverðs sem myndi fyrst og fremst skaða verkamenn og almenna orkunotendur. Frönsk verkalýðsfélög hafa barist gegn áætluninni um niðurbrotið á franska ríkisraforkufyrirtækinu í mörg ár. Þeir virkjuðu stuðning margra annarra í samfélaginu, þar á meðal stjórnmálamanna. Stéttarfélögin krefjast þess að í stað niðurbrots á EDF verði farið í eflingu opinberrar orkuframleiðslu. Telja þau að opinber orkuþjónusta sé besta leiðin til að takast á við loftslagsbreytingar og tryggja réttlát umskipti með sterkum réttindum starfsmanna og stéttarfélaga. Hjá franska raforkufyrirtækinu starfa 150.000 starfsmenn víða um heim, en samt langflestir í Frakklandi. Samtök opinbera starfsmanna í Evrópu (European Public Service Union ­ EPSU) hefur stutt baráttu frönsku verkalýðsfélaganna. Þeir skipulögðu verkfallsaðgerðir sem virkjuðu þúsundir starfsmanna. Starfsmenn EPSU og belgíska orkusambandið Gazelco tóku þátt í mótmælaaðgerðum til samstöðu 19. september 2019 fyrir framan hóp fastafulltrúa Frakka í Brussel, ásamt PSI, TUED og mörgum öðrum stéttarfélögum. Var mótmælum haldið áfram í janúar í fyrra og allt fram á þennan dag og hafa 33 verkalýðsfélög í orkugeiranum, flutningum og iðnaði um allan heim lýst yfir samstöðu við frönsku verkalýðsfélögin. Ragnar Reykás hvað? Emmanuel Macron Frakklandsforseti virðist nú hafa algjörlega snúið við blaðinu gagnvart Électricité de France. Þannig hefur hann hvatt til þess að fyrirtækið kaupi aftur framleiðslueiningar sem hann stóð sjálfur fyrir að voru seldar frá ríkisfyrirtækinu. Þá tilkynnti hann nýverið einnig um stóraukin ríkisafskipti í orkugeiranum þegar hann kynnti áætlun um að byggja að minnsta kosti sex ný kjarnorkuver fyrir árið 2050. Það er þrátt fyrir gífurlegan kostnaðarauka frá upphaflegri áætlun og áratuga seinkun á því að klára frumgerð slíks orkuvers. Ekki var búist við að þessi þriðja kynslóð kjarnaofna yrði fullhönnuð fyrr en 2050, svo Macron virðist vera að gefa loforð í orkumálum ansi langt inn í framtíðina. Auk kjarnorkuveranna sex sem hann hefur þegar kynnt hefur hann ýjað að byggingu á átta kjarnorkuverum til viðbótar. Kjarnorka stendur í dag fyrir um 70% af orkuframleiðslu Frakka. Með yfirlýsingu Macron um uppbyggingu kjarnorkuvera var hann væntanlega líka að reyna að slá keilur í sinni kosningabaráttu og gera Frakkland meira gildandi í orkuframleiðslu ESB. Frakkar gætu þá orðið ein­ hvers konar haldreipi fyrir Þjóð­ verja vegna orkuskortsins, sem verður óhjá kvæmilega, verði lokað al farið fyrir gas­ og olíuflutninga frá Rúss landi. Macron sigraði Marie Le Pen með talsverðum mun í forsetakosningum sl. sunnudag þar sem kosningaþátttaka var sú minnsta sem sést hefur í fjölda ára. Hann talaði einnig um stórfelldar fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Sagði Macron að áform væru uppi um að byggja 50 vindgarða á hafi úti. – Frakkland hefur engan slíkan vindorkugarð í dag, þrátt fyrir sína miklu strandlengju. Einnig talaði hann um að sólarorkugeta á landi myndi tvöfaldast og að vatnsaflsvirkjanir myndu heldur ekki gleymast. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Emmanuel Macron Frakklandsforseti virðist hættur við áform um að brjóta upp franska ríkisorkufyrirtækið Électricité de France. Þess í stað segist hann nú vilja efla það og kynnir áætlanir um stórkostlega uppbyggingu kjarnorkuvera. Bærinn Ribe á Suður-Jótlandi. Miklar hækkanir á orkuverði hafa plagað íbúa þessa bæjar líkt og aðra íbúa Danmerkur á undanförnum misserum. Sameiginlegur orkumarkaður Evrópu hefur ekki reynst þeim nein trygging fyrir orkuöryggi eða hagstæðu orkuverði. Hinsvegar hefur það verið nokkuð örugg leið fyrir fjárfesta og eigendur orkufyrirtækja til að tryggja þeim hátt orkuverð úr vösum notenda orkunnar. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.