Bændablaðið - 28.04.2022, Page 24

Bændablaðið - 28.04.2022, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202224 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI √ Kardimommubær Freyvangsleikhússins var frumsýndur þann 4. mars nk. við frábærar undirtektir og fullt hús. Miða má finna á tix. is eða í síma 857-5598, en sýnt verður áfram næstu vikur. √ Leikfélag Hólmavíkur hefur í sýningu farsann Bót og betrun. Nú eru eftir tvær sýningar, þann 29. og 30. apríl, þá lokasýning. Hægt er að kaupa súpu á Sauðfjársetrinu fyrir sýningar og opnar húsið 18:30, en miða- og súpupantanir eru í síma 693 3474. √ Nei, ráðherra er á fjölunum hjá Leikfélagi Sauðárkróks og enn eru þó nokkrar sýningar eftir. Sýnt verður laugardaginn 30. apríl klukkan 18:00, sunnudaginn 1. maí, 4., 6. og 7. maí klukkan 20:00, sunnudaginn 8. maí klukkan 16:00, svo 11. og 13. maí klukkan 20:00, laugardaginn 14. maí kl. 16:00 og lokasýning verður sunnudaginn 15. maí klukkan 20:00. Miðasala er í síma 849 9434. Hvað er í gangi?! Leikfélag Sauðárkróks hefur nú til sýninga gamanleikinn drepfyndna, Nei, ráðherra, úr smiðju Rays Cooney en verkið hefur slegið í gegn víða um heim. Mikið gengur á í verkinu sem í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og leikstjórn Jóels Sæmundssonar kitlar hláturtaugarnar svo um munar. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þá vegu að ráðherra nokkur lendir í hinu mesta brasi þegar kemur skyndilega að því að losna við lík af hótelherbergi hans. Þar höfðu þau viðhaldið (sem er reyndar hliðholl stjórnarandstöðunni) ætlað að eiga notalega stund, en þess í stað virðist ekkert ætla að ganga upp hjá ráðherranum. Hann skipar til sín aðstoðarmanni sínum sem lendir í skítverkunum – fela verksummerki, losna við líkið, múta þjóni, sjá um viðhaldið auk þess að gæta þess að halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum betri helmingnum. Alls koma þrjátíu og fimm manns að sýningunni, þar af tíu á sviði, blanda af reynsluboltum og öðrum sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Frumsýning var sunnudaginn 24. apríl en alls verða sýningarnar þrettán talsins. Sýnt verður laugardaginn 30. apríl klukkan 18:00, sunnudaginn 1. maí, 4., 6. og 7. maí klukkan 20:00, sunnudaginn 8. maí klukkan 16:00, svo 11. og 13. maí klukkan 20:00, laugardaginn 14. maí kl. 16:00 og lokasýning verður sunnudaginn 15. maí klukkan 20:00 Miðapantanir í síma 849 9434. /SP Nú hefur Leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney undir stjórn Sigurðar Líndal leikstjóra. Æfingatímabilið gekk alveg ljómandi vel í alla staði og hófust sýningar á páskadag í húsnæði Sauðfjársetursins á Ströndum – í félagsheimilinu Sævangi. Verkið gerist í London og fjallar um Eric Swan, sem hefur verið duglegur að svíkja út bætur síðustu tvö árin. Hann ætlar sér þó að minnka svindlið sem þá vindur upp á sig með sífellt skrautlegri afleiðingum. Inn í málið flækjast meðal annars leigjandinn hans, sambandsráðgjafi og útfararstjóri, svo einhverjir séu nefndir. Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni á Bót og betrun, fimm konur og fimm karlar. Á bak við tjöldin starfar fjöldi fólks auk leikstjórans, við sviðsmynd og ljós, búninga og förðun, markaðsefni og gerð leikskrár. Nú eru eftir tvær sýningar, þann 29. og 30. apríl, þá lokasýning. Hægt er að kaupa súpu á Sauðfjársetrinu fyrir sýningar og opnar húsið 18:30, en miða- og súpupantanir eru í síma 693 3474 (hjá henni Ester). Gaman er að geta þess að nýverið setti leikfélagið á fót heimasíðuna leikholm.is, en þar er að finna margs konar fróðleik og hin helstu tíðindi félagsins. /SP Fjöldi manns kemur að sýningunni sem vakið hefur mikla gleði – bæði hjá áhorfendum og innan leikhópsins – en hér má sjá stóran hluta þeirra listamanna. Myndir / Gunnhildur Gísladóttir. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Fimm hurða farsinn Bót og betrun: Leikfélag Hólmavíkur bregður á leik Leikfélag Sauðárkróks: Nei, ráðherra kitlar hláturtaugarnar Bót og Betrun! Samhentur hópur leikara kemur að sýningunni, en auk þeirra starfar fjöldi fólks á bak við tjöldin enda verkefni í hverju horni. Þarna má sjá þá Norman McDonald og Eric Swan, sem leiknir eru af Eiríki Valdimarssyni og Einari Indriðasyni. Einhver þreyta virðist í gangi hjá Georg frænda (Jóni Jónssyni) en í bakgrunni eru þau Jenkins, sem leikin er af Guðlaugu G.I. Bergsveinsdóttur og svo áðurnefndur Norman McDonald. Móttökustjórinn, sem leikinn er af Inga Sigþóri Gunnarssyni, reynir að hafa stjórn á aðstæðum og stilla til friðar milli Guðfinns (Guðbrands J. Guðbrandssonar) og Atla Geirs sem leikinn er af Þorgrími Svavari Runólfssyni. Brúðkaupsmynd eða hvað? Þjónninn í höndum Árna Jónssonar sést hér með Örvari, þernunni og Rannveigu, sem leikin eru af Hauki Skúlasyni, Fanneyju Rós Konráðsdóttur og Ingu Dóru Ingimarsdóttur. Þarna takast þau á þau Guðfinnur og Hlédís, sem leikin eru af Guðbrandi J. Guðbrandssyni og Elvu Björk Guðmundsdóttur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.