Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 27

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 27 Við klippum og beygjum fyrir þig Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér! Allir aukahlutir til á lager. Sendum um allt land.534 1500 Járn, mottur og allt til járnabindinga Kambstál ehf • Íshellu 1 • 221 Hafnarfirði • 534 1500 • kambstal@kambstal.is • kambstal.is Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is STAURAHAMAR FRÁ HYCON ____________________ FRÁBÆRT VERKFÆRI TIL AÐ REKA NIÐUR GRIÐINGASTAURA HECHT COCIS BLACK Rafmagnsbifhjól Götuskráð fyrir 15ára og eldri fer allt að 60 km á hleðslu. Hámarkshraði 45km. Verð 249.000 kr. HECHT 5166 Raf- magnshlaupahjól 20km drægni hámarks- hraði 25km, ber allt að 100 kg, vegur 10,8 kg, 8”dekk.Tilboðsverð 39.000 kr. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.isHECHT SENTINEL Viðarkolagrill Grillið er hægt að nota bæði til að reykja og grilla allan mat. Verð 49.900 kr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson hraðbrautin skæri búsvæði músanna í tvennt. Ferðalög músanna á milli ættingja þvert yfir slíka umferðarmikla hraðbraut myndi því augljóslega geta valdið miklum skakkaföllum í músastofninum Eftir margra ára japl, jaml og fuður var ákveðið að ráðast í gerð 20 metra breiðrar músabrúar yfir þessa fjögurra akreina hraðbraut til að tryggja samgönguleið fyrir heslimýsnar. Var brúarsmíðinni lokið 2008 og kostaði hún litlar 18 milljónir danskra króna, eða sem svarar um 360 milljónum íslenskra króna. Engin músaumferð staðfest um brúna í 13 ár Þegar brúarsmíðinni var lokið var fylgst af spenningi með ferðalögum músanna yfir brúna. Gallinn var bara að enginn varð var við að mýsnar nýttu sér að ferðast yfir sérhönnuðu músabrúna. Var þá gripið til þess ráðs að koma fyrir margs konar gróðri á brúnni með ærnum kostnaði og með miklum erfiðleikum, til að gera hana vistlegri fyrir mýs, en allt kom fyrir ekki. Danska blaðið BT ræddi við yfirrannsakanda í ferðalögum músanna í september 2015. Hann heitir Thomas Bjørneboe Berg og starfaði þá hjá Naturama Svendborg. Sagði Thomas að erfitt væri að finna áþreifanlegar sannanir fyrir hreyfingum heslumúsarinnar í og við dýrabrúna. Kostnaður aukinn og ráðist í runna- og trjárækt á brúnni Frá vígslu árið 2008 höfðu verið vandamál með að halda lífi í gróðrinum á brúnni. Kom í ljós að heslimýs ferðast helst ekki á jörðinni eða um graslendi heldur ferðast þær mest í trjám frá grein til greinar eða frá runna til runna. Því þótti mikilvægt að gróðursetningin á brúnni tæki mið af því. Á árinu 2012 var ráðist í aukna gróðursetningu á brúnni og þar sett niður 600 tré og runnar fyrir heslimýsnar. Þrátt fyrir þessar aðgerðir sást ekki ein einasta mús fara yfir þetta rándýra sérhannaða mannvirki. Tilraunir til merkinga á músum svo fylgjast mætti með þeirra ferðalögum yfir brúna virðast heldur engan árangur hafa borið. Taldi sérfræðingurinn því ljóst að leggja þyrfti aukna vinnu og fé í rannsóknir á ferðalögum músanna yfir hraðbrautina sem enginn gat staðfest. Það var svo loks í ágúst 2021 sem ein mús sást í fyrsta sinn í myndavél gera sig líklega til að nota brúna sem þá var orðin 13 ára gömul. /HKr. Músabrúin yfir Svendborg- hraðbrautina á Fjóni er viðamikið mannvirki og mikil vinna var lögð í að reyna að koma upp gróðri á brúnni og runnum svo mýsnar gætu ferðast yfir brautina. Þær virðast þó lítt kunna að meta þessa fyrirhöfn og kostnað mannfólksins og halda sig víðs fjarri.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.