Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 30

Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202230 Ungmennasamband Eyja­ fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í apríl en félagið var stofnað á Akureyri 8. apríl árið 1922. Flutt voru ávörp, ungmenna­ félagsfólk heiðrað fyrir mikilvæg störf fyrir sambandið og ung­ menna félagshreyfinguna og þá voru sambandinu færðar gjafir. Í tilefni af 100 ára afmælinu gaf sambandið út afmælisrit þar sem stiklað var á stóru í hundrað ára sögu þess. Ritstjóri þess er Óskar Þór Halldórsson, en ritið er tæpar 200 blaðsíður í A4 broti. UMSE hét í fyrstu Héraðs­ samband ungmennafélaga Eyja­ fjarðar, skammstafað HUMFE, en fjórum árum síðar var nafninu breytt í Ungmennasamband Eyjafjarðar. Tólf félög stóðu að stofnun sambandsins en aðeins tvö þeirra, Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík og Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd, eru enn starfandi. Auk þeirra eru aðildarfélög UMSE; Golfkúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð, Blakfélagið Rimar í Dalvíkurbyggð, Sundfélagið Rán í Dalvíkurbyggð, Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður í Svarfaðardal, Hestamannafélagið Hringur í Dalvíkurbyggð, Skíðafélag Dal­ víkur, Ungmennafélagið Smárinn í Hörgársveit, Ungmennafélagið Samherjar í Eyjafjarðarsveit, Miðgarður – akstursíþróttafélag í Dalvíkurbyggð, Hesta manna ­ félagið Þráinn í Grýtubakka hreppi og á Svalbarðs strönd, Ung menna­ félagið Æskan á Svalbarðs strönd og Hestamanna félagið Funi í Eyja fjarðar sveit. Fjöregg félagslífsins hinna dreifðu byggða Saga UMSE í hundrað ár er nátengd byggðasögu Eyjafjarðar. Ungmenna félögin voru fjöregg í félags­ og menningarlífi hinna dreifðu byggða í Eyjafirði, eins og annars staðar á landinu. Í kringum starfsemina er merkileg saga kringum félagsmál og þá hefur frumkvöðlastarfsemi alla tíð einkennt UMSE. Sem dæmi má nefna að Unglingalandsmót UMFÍ, sem er af mörgum talin skautfjöðurin í starfi UMFÍ, var stofnað og fyrst haldið af UMSE, á Dalvík 1992, en þar var hugsjónafólk á ferð sem tók af skarið. Spegilmynd af fjölbreyttri starfsemi má glögglega sjá í 100 LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára – Saga ungmennafélagsins er nátengd byggðasögu Eyjafjarðar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, var ein þeirra ungmennafélaga sem hlaut gullmerki UMSE í afmælishófi sambandsins. Hún hefur verið ötul í starfi íþróttafélaga á svæðinu og var framkvæmdastjóri fyrsta Unglingalandsmóts UMFÍ, sem var haldið á Dalvík árið 1992. Leiklist hefur í gegnum tíðina verið öflug á sambandssvæði UMSE. Aðildarfélög sambandsins stóðu fyrir leikuppfærslunum en árið 1965 stóð UMSE sjálft fyrir því að setja upp gamanleikinn Ást og misskilning. Böggvisstaðafeðgar skipuðu lengi sigursæla briddssveit Ungmennafélags Svarfdæla á Dalvík. Frá vinstri: Jón Jónsson, Gunnar Jónsson, Stefán Jónsson og Jón Jónsson. Dalvískir skíðamenn á skíðamóti UMSE á Dalvík árið 1967. Frá vinstri: Þorsteinn Skaftason, Heiðar Árnason, Baldur Friðleifsson og Stefán Steinsson. Fræknir UMSE-blakarar líklega veturinn 1972–1973. F.v.: Ómar Ingason, Jón Steingrímsson, Gunnar Jónsson, Aðalsteinn Bernharðsson, Hreiðar Steingrímsson, Tryggvi Tryggvason, Friðrik Steingrímsson, Friðrik Snorrason og Ragnar Daníelsson. Hundrað ára afmælishóf UMSE var haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í þessum mánuði.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.