Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202230 Ungmennasamband Eyja­ fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í apríl en félagið var stofnað á Akureyri 8. apríl árið 1922. Flutt voru ávörp, ungmenna­ félagsfólk heiðrað fyrir mikilvæg störf fyrir sambandið og ung­ menna félagshreyfinguna og þá voru sambandinu færðar gjafir. Í tilefni af 100 ára afmælinu gaf sambandið út afmælisrit þar sem stiklað var á stóru í hundrað ára sögu þess. Ritstjóri þess er Óskar Þór Halldórsson, en ritið er tæpar 200 blaðsíður í A4 broti. UMSE hét í fyrstu Héraðs­ samband ungmennafélaga Eyja­ fjarðar, skammstafað HUMFE, en fjórum árum síðar var nafninu breytt í Ungmennasamband Eyjafjarðar. Tólf félög stóðu að stofnun sambandsins en aðeins tvö þeirra, Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík og Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd, eru enn starfandi. Auk þeirra eru aðildarfélög UMSE; Golfkúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð, Blakfélagið Rimar í Dalvíkurbyggð, Sundfélagið Rán í Dalvíkurbyggð, Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður í Svarfaðardal, Hestamannafélagið Hringur í Dalvíkurbyggð, Skíðafélag Dal­ víkur, Ungmennafélagið Smárinn í Hörgársveit, Ungmennafélagið Samherjar í Eyjafjarðarsveit, Miðgarður – akstursíþróttafélag í Dalvíkurbyggð, Hesta manna ­ félagið Þráinn í Grýtubakka hreppi og á Svalbarðs strönd, Ung menna­ félagið Æskan á Svalbarðs strönd og Hestamanna félagið Funi í Eyja fjarðar sveit. Fjöregg félagslífsins hinna dreifðu byggða Saga UMSE í hundrað ár er nátengd byggðasögu Eyjafjarðar. Ungmenna félögin voru fjöregg í félags­ og menningarlífi hinna dreifðu byggða í Eyjafirði, eins og annars staðar á landinu. Í kringum starfsemina er merkileg saga kringum félagsmál og þá hefur frumkvöðlastarfsemi alla tíð einkennt UMSE. Sem dæmi má nefna að Unglingalandsmót UMFÍ, sem er af mörgum talin skautfjöðurin í starfi UMFÍ, var stofnað og fyrst haldið af UMSE, á Dalvík 1992, en þar var hugsjónafólk á ferð sem tók af skarið. Spegilmynd af fjölbreyttri starfsemi má glögglega sjá í 100 LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára – Saga ungmennafélagsins er nátengd byggðasögu Eyjafjarðar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, var ein þeirra ungmennafélaga sem hlaut gullmerki UMSE í afmælishófi sambandsins. Hún hefur verið ötul í starfi íþróttafélaga á svæðinu og var framkvæmdastjóri fyrsta Unglingalandsmóts UMFÍ, sem var haldið á Dalvík árið 1992. Leiklist hefur í gegnum tíðina verið öflug á sambandssvæði UMSE. Aðildarfélög sambandsins stóðu fyrir leikuppfærslunum en árið 1965 stóð UMSE sjálft fyrir því að setja upp gamanleikinn Ást og misskilning. Böggvisstaðafeðgar skipuðu lengi sigursæla briddssveit Ungmennafélags Svarfdæla á Dalvík. Frá vinstri: Jón Jónsson, Gunnar Jónsson, Stefán Jónsson og Jón Jónsson. Dalvískir skíðamenn á skíðamóti UMSE á Dalvík árið 1967. Frá vinstri: Þorsteinn Skaftason, Heiðar Árnason, Baldur Friðleifsson og Stefán Steinsson. Fræknir UMSE-blakarar líklega veturinn 1972–1973. F.v.: Ómar Ingason, Jón Steingrímsson, Gunnar Jónsson, Aðalsteinn Bernharðsson, Hreiðar Steingrímsson, Tryggvi Tryggvason, Friðrik Steingrímsson, Friðrik Snorrason og Ragnar Daníelsson. Hundrað ára afmælishóf UMSE var haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í þessum mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.