Iðjuþjálfinn - 2021, Page 4
1. tölublað 20214
Þóra Leósdótttir,
formaður
Nú mjakast hversdagurinn í átt að vetrinum og eintak Iðju-
þjálfans 2021 lítur dagsins ljós. Lífið er smám saman að fær-
ast í eðlilegt horf eftir heimsfaraldur. En viljum við endilega
hverfa aftur til þess sem var? Að mörgu er að hyggja og
einmitt nú þurfum við sem samfélag að staldra við, læra af
reynslunni og vanda okkur vel. Þrátt fyrir að ótrúleg þraut-
seigja hafi einkennt land og þjóð síðustu tæpu tvö árin þá
afhjúpaði kófið og afleiðingar þess ýmsa samfélagslega veik-
leika og misrétti. Misrétti sem hitti konur og börn frekar en
karla, fólk í viðkvæmri stöðu frekar en annað og jaðarsetti
enn frekar þá hópa sem voru jaðarsettir fyrir. Þetta sýna rann-
sóknir. Nauðsynlegt er því að treysta innviði samfélagsins og
nýta markvisst styrkleikana sem búa í fólki, stofnunum og
fyrirtækjum til þess að skapa ný og jöfn tækifæri fyrir öll.
Vaxa út úr kreppunni eins og konan sagði.
Velferðarkerfið með heilbrigðis-, félags- og menntamál innan-
borðs er eitt af okkar allra mikilvægustu innviðum og gríðar-
lega brýnt að standa um það vörð. Aðrir innviðir styðja við
velferð og gera hana mögulega svo sem greiðar samgöngur,
veitur, aðgengi að netinu, upplýsingum og þjónustu, skapandi
greinar, menning og atvinnulíf. Ég er sannfærð um að eftir
heimsfaraldurinn hafi augu flestra opnast fyrir þeirri staðreynd
að með því að fjárfesta í velferð fólks, þá þokumst við í átt
að sjálfbærara samfélagi – velferð einfaldlega borgar sig og
ójöfnuður hefur skaðleg áhrif á heilsu og hagvöxt.
Kjaramál
Á síðasta aðalfundi IÞÍ voru ný heildarlög samþykkt. Með þeim
er kveðið skýrar en áður á um þætti sem varða kjaramál en
mikill meirihluti félagsfólks er með stéttarfélagsaðild hjá IÞÍ
og tekur laun eftir kjarasamningum sem félagið gerir. Nýju
lögin hafa í för með sér töluverðar breytingar á skipulagi og
starfsemi félagsins. Meðal annars þarf að koma á fót trúnað-
armannaráði sem kýs samninganefnd úr sínum röðum. Samn-
inganefnd fer síðan með forsvarið við undirbúning og gerð
kjarasamninga, ásamt formanni og varaformanni félagsins. Í
vetur er ráðgert að halda röð félagsfunda þar sem kjaramálin
verða rædd í ljósi nýrra laga og hvatt er til þess að félagsfólk á
vinnustöðum og félagssvæðum velji sér trúnaðarmenn. Fyrsti
fundurinn af þessu tagi var haldinn á Akureyri í september og
var hann vel sóttur. Í nýjum lögum er einnig fjallað um þriggja
manna fagráð sem er skipað af stjórn IÞÍ. Fagráðinu er meðal
annars ætlað að vera ráðgefandi fyrir stjórn, nefndir og hópa
um fagleg málefni svo sem tengsl og samskipti við fræðasam-
félög og námsstofnanir sem tengjast iðjuþjálfunarfaginu og
rannsóknum. Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér nýju lögin
á heimasíðu IÞÍ.
Eins og margoft hefur komið fram þá er launasetning iðju-
þjálfa á opinberum vinnumarkaði nokkuð lægri en ýmissa
annarra fagstétta með sambærilega háskólamenntun. Nýleg
gögn þar með talin skýrsla starfshóps forsætisráðherra um
verðmætamat kvennastarfa og rannsókn Hagstofu Íslands
gefa vísbendingar um að launasetning starfa þar sem konur
eru í miklum meirihluta sé almennt lægri en í hefðbundnum
karlastörfum. Skýringuna sé meðal annars að finna í kyn-
skiptum vinnumarkaði hér á landi þar sem virði kvennastarfa
er ekki metið að verðleikum. Hér spila inn menningarlegir og
kerfislægir þættir sem hafa verið við lýði áratugum saman,
þrátt fyrir skýra löggjöf um jöfn laun fyrir sömu og jafnverð-
mæt störf. Þetta þarf að leiðrétta! Ég styð eindregið þær til-
lögur um aðgerðir sem starfshópurinn setur fram. Finna má
skýrsluna og umsögn IÞÍ í samráðsgátt stjórnvalda.
Erlendur samstarfsvettvangur
Aðalfundur iðjuþjálfanefndar Evrópuþjóða (COTEC) var
haldinn í september, í formi fjarfundar líkt og í fyrra. Einn full-
trúi frá hverju aðildarfélagi mætir á fundinn og í tilviki Íslands
er það formaður IÞÍ. Naomi Hankinson var endurkjörin sem
varaforseti til næstu fjögurra ára og aðildarumsókn iðjuþjálfa-
félagsins í Rúmeníu var samþykkt. COTEC fagnar 35 ára afmæli
í ár og af því tilefni sendu félögin í hverju landi inn myndbönd
sem finna má á miðlum iðjuþjálfanefndarinnar.
Kæra félagsfólk
og aðrir lesendur