Iðjuþjálfinn - 2021, Side 19

Iðjuþjálfinn - 2021, Side 19
1. tölublað 202119 Síðastliðin fimm ár hef ég unnið hjá Hugarafli, sjálfstætt starfandi félagasamtökum reknum af fólki með persónu- lega reynslu af andlegum áskorunum í jafningjasamstarfi við fagmenntað fólk. Í gegnum störf mín hef ég rekið mig á málefni sem hefur umtalsverð áhrif á þátttöku og hlutdeild fólks sem tekst á við andlegar áskoranir. Hér á ég við víðtæk áhrif geðlyfja á líf einstaklinga, upplýsingagjöf, upplýst sam- þykki, aukaverkanir, fráhvörf, tækifæri til niðurtröppunar og óafturkræfar breytingar. Enn ríkir ákveðin þöggun um mál- efnið í íslensku samfélagi og mér virðist sem flestir fagaðilar séu ragir við að ræða þessi mál og reynast málsvarar þeirra einstaklinga sem leita til þeirra eftir íhlutun. Markmið mitt með þessum greinarskrifum er því að miðla upplýsingum um málaflokkinn, byggðum á ritrýndum fræðigreinum, starfs- reynslu og persónulegri reynslu af andlegum áskorunum. Ég mun færa rök fyrir að iðjuþjálfar eigi raunverulegan hlut í lyfjaumræðunni og vonast til að blása lesendum byr í brjóst til að standa vörð um réttindi þeirra sem við vinnum með. Vaxandi fjöldi fólks í vanlíðan og sífellt meiri lyfjanotkun Fjöldi fólks tekst á við andlegar áskoranir ár hvert. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að um 322 milljónir manns lifi með „þunglyndi“ (4,4% íbúa) og um 264 milljónir með einhvers konar „kvíðaröskun“ (3,6%). Þá er ótalinn sá fjöldi fólks sem fengið hefur greiningu um „geðsjúkdóma“ utan þessara tveggja algengustu flokka. Sífellt fleiri uppfylla greiningarskilmála fyrir „geðsjúkdóma“ (World Health Organization, 2017). Þróunin á Íslandi hefur fylgt sömu stefnu. Hérlendis fá flestir samþykktar örorkubætur vegna andlegra áskorana (Tryggingastofnun ríkisins, 2016) og fjöldi öryrkja eykst jafnt og þétt. Reyndar er fjölgunin langtum meiri en spáð hafði verið (KPMG, 2018). Íslendingar taka að meðaltali tvöfalt meira af geðlyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Þeir eiga metið hvort heldur sem litið er til hefðbundinna þunglyndislyfja, svefnlyfja eða annarra deyfilyfja (NOMESCO, Eiga iðjuþjálfar hlut í lyfjaumræðunni? 2017). Í OECD- löndunum hefur neysla geðlyfja tvöfaldast frá árunum 2000 til 2015. Töluverður munur er á neyslumynstrinu á milli landa en þó sker Ísland sig sterklega úr hópnum með langtum mesta geðlyfjanotkun enda áttu Íslendingar heimsmetið í þunglyndislyfjanotkun árið 2015 (OECD, 2017). Þessi birtingarmynd virðist ekki vera í samræmi við leiðbeiningar Landlæknis embættisins um góða starfshætti lækna við ávísun lyfja. Þar kemur meðal annars fram að svefnlyf, róandi og kvíðastillandi lyf ætti alltaf að nota í litlum skömmtum og í sem skemmstan tíma. Geðlyf séu valmöguleiki en ekki ófrávíkjanleg regla, og að þeim skuli ekki ávísað nema að undirliggjandi vandi hafi verið greindur og viðeigandi meðferðaráætlun útbúin (Lyfjateymi Embættis landlæknis, 2017). Þörf á breyttum aðferðum í geðheilbrigðiskerfinu – mannréttindamál! Sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna, Dainius Pūras, tók saman helstu álitamál og næstu skref til að tryggja rétt allra til bestu mögulegu andlegrar og líkamlegrar heilsu. Í skýrslu hans kemur fram að sífellt fleiri rannsóknir bendi til þess að óbreytt ástand í geðheilbrigðiskerfinu, með ofuráherslu á líffræðilega þætti, ávísun geðlyfja og þvingunarmeðferðir, sé orðið óverjandi þrátt fyrir að ætlunin sé að bæta geðheilsu viðkomandi. Skýrslan reifar einnig tilhneigingu fagfólks til að ávísa geðlyfjum sem fyrsta valkosti þrátt fyrir vaxandi fjölda rannsókna sem sýna fram á minni verkun geðlyfja en áður var talið. Geðlyfjum fylgja einnig skaðlegar aukaverkanir og jákvæð áhrif geðlyfja eru í sumum tilvikum bendluð við lyfleysuáhrif. Það sé í raun búið að selja almenningi þá mýtu að geðlyf og aðrar íhlutanir sem byggja á líflæknisfræðilegu inngripi séu besta leiðin til að takast á við andlegar áskoranir (Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna, 2017). Dæmi um slíka mýtu er samlíking þunglyndis við þekkta sjúkdóma líkt og sykursýki og kenningin um efnaójafnvægi í heila sem orsök andlegra áskorana. Slíkar samlíkingar eru aðlaðandi þegar vöntun er á vísindalega rannsökuðum, borðleggjandi orsökum. Þær geta ýmist verið hjálplegar með Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi hjá Hugarafli Stundakennari í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri Meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.