Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 18
1. tölublað 202118 Tvisvar á ári kemur póstur frá yfirmanni: „Hver ætlar að taka iðjuþjálfanema?“ Flestir fá hnút í magann og bíða fram á síð- ustu mínútu að svara. Ég velti fyrir mér af hverju svo væri og fannst það áhugavert svo ég ákvað að heyra í samstarfsfólki mínu í Geðþjónustu Landspítala, Kleppi og heyra þeirra hlið. Öll svörin sem ég fékk voru jákvæð. Rætt var um breytingar til hins betra sem orðið hefðu á vettvangsnámi við Háskólann á Akureyri undanfarin ár, sérstaklega hvað varðar námsmat og kröfur varðandi verkefni nemenda á vettvangi. Matsheftið sem unnið er eftir í miðju- og lokamati vettvangsnáms finnst leiðbeinendum vera auðveldara og fljótlegra en áður ásamt að stuðningur og aðgengi að skólanum hefur aukist. Á Geð- þjónustu Landspítala búum við við þann mikla kost að vera margir iðjuþjálfar á sama vinnustað og hefur það reynst góður stuðningur þegar við tökum iðjuþjálfanema. Stundum höfum við verið tveir iðjuþjálfar með einn iðjuþjálfanema, þá bæði í þeim tilgangi að veita stuðning þegar annar hefur ekki verið leiðbeinandi áður eða þegar iðjuþjálfinn sér ekki fram á næg námstækifæri í teyminu. Einnig höfum við verið einn iðjuþjálfi með tvo iðjuþjálfanema eða nokkrir iðjuþjálfar boðið upp á nemapláss á sama tímabili. Það getur líka verið góður kostur og var almennt viðhorf að jákvætt væri að iðjuþjálfanemarnir gætu haft stuðning hver frá öðrum. Reynsla og upplifun af að vera með nema Ég hef tekið að mér nokkuð marga nema í gegnum tíðina og er orðlaus yfir hvað ég hef lært mikið af því. Þess fyrir utan höfum við grætt frábæra samstarfsfélaga í kjölfar útskriftar. Auðvitað eru iðjuþjálfanemarnir jafn mismunandi og þeir eru margir en það erum við leiðbeinendurnir líka. Nemendur koma með nýjustu þekkinguna frá skólanum inn á vinnustaðinn og það gerir okkur að betri fagmönnum. Eftir að nýja námskráin var tekin upp hefur verknámið breyst og bæst til muna. Leiðbeinendur hafa aðgang að alls konar fræðsluefni frá skólanum varðandi þjónustu iðjuþjálfa og hugmyndafræði sem hefur gagnast okkur hér á Kleppi alveg ótrúlega vel. Flest öll samskipti eru orðin rafræn og það felur í sér mikinn tímasparnað. Miðju- og lokamat er gert rafrænt og búið að betrumbæta og stytta matsheftið sem gerir það að verkum að lokamat er nú á bilinu hálftími til klukkutími í staðinn fyrir rúma tvo klukkutíma. Einu sinni yfir tímabilið er boðið upp á leiðsagnartíma þar sem kennari, nemendur og leiðbeinendur hittast og ræða málin. Í þeim tíma fá leiðbeinendur ekki aðeins að heyra í sínum nemanda tala um hvernig gengur og segja frá starfinu heldur líka frá öðrum iðjuþjálfanemum. Þannig kynnast leiðbeinendur líka starfi annarra iðjuþjálfa af svipuðum vettvangi. Ég hvet alla iðjuþjálfa sem hafa tök á að taka á móti iðju- þjálfanemum að gera það. Bæði gefur það okkur iðjuþjálfum tækifæri til að vaxa og dafna í starfi ásamt að gefa iðjuþjálfa- nemum fleiri námstækifæri og fjölbreyttari möguleika á að finna starfsvettvang við sitt hæfi. Erna Sveinbjörnsdóttir, iðjuþjálfi í Geðþjónustu Landspítala

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.