Iðjuþjálfinn - 2021, Side 30

Iðjuþjálfinn - 2021, Side 30
1. tölublað 202130 til svo hægt væri að styðja foreldra sem þrýstihóp um bætta barnamenningu og til að krefjast breytinga í íslensku sam- félagi svo það yrði barn- og fjölskylduvænna. Fyrsti fundur félagsins var í byrjun nóvember 2020 og vorið 2021 sendi það frá sér ákall til þingmanna, borgarfulltrúa og atvinnulífsins um að gera miklu betur. Grundvallarhugsun Fyrstu fimm er að við sem samfélag verðum að gera betur. Skýrsla UNICEF frá árinu 2020 sýnir að íslensk börn mælist í verri stöðu hvað varðar andlega líðan, lík- amlega heilsu og náms- og félagsfærni en börn flestra annarra Evrópuþjóða. Stefna Fyrstu fimm er að gera Ísland bæði barn- og fjölskylduvænna og í fararbroddi þegar kemur að stöðu barna. Þessu er fyrst og fremst hægt að ná fram í samstarfi við vinnuveitendur og stjórnvöld. Rannsóknir sýna að til lengri tíma litið mun kostnaður við stuðning fjölskyldna fyrstu fimm árin, t.d. með lengra fæðingarorlofi, launuðu tengsla- og umönnunarorlofi feðra, sveigjanleika á vinnumarkaði og lækk- uðu starfshlutfalli, spara yfirvöldum og fyrirtækjum margfalt hærri upphæðir þegar fram líða stundir. Eitt af því sem Fyrstu fimm hafa í hyggju að taka að sér er að miðla upplýsingum milli vinnustaða svo þeir geti deilt reynslu og aðferðum við að koma til móts við börn og foreldra þeirra. Fyrstu fimm stendur fyrir fundum, málþingum og námskeiðum og myndar regnhlífar- og baráttusamtök fyrir alla þá sem láta sig hag ungra barna varða. Ég er formaður stjórnar Fyrstu fimm en auk mín sitja Árni Kristjánsson, Anna Mjöll Guð- mundsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson, Bjarney Rún Haralds- dóttir og Matthías Ólafsson í stjórn. Hópurinn er fjölbreyttur en við höfum öll sterkar skoðanir á málefninu. Fyrstu fimm hefur verið vel tekið og margir fagnað því að kominn sé vettvangur til að vinna að úrbótum á þessu mikilvæga æviskeiði. Hægt er að fylgjast með Þorpinu á https://tengslasetur.is/ og Fyrstu fimm á http://fyrstufimm.is/. Bæði samfélögin er auk þess hægt að finna á Instagram og Facebook. Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tímapantanir í síma 565 2885 HVÍLDARSPELKA Eykur virkni, notendavæn og þægileg • Nýstárleg hvíldarspelka með einstaklinginn í fyrirrúmi • Án borða og auðveld í notkun og aðlögun • Fáanleg bæði í barna og fullorðinsstærðum S.O.T Hvíldarspelka A5.indd 1 19/10/2021 4:00:13 pm

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.