Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 33
1. tölublað 202133 Lífsbrunnur er iðjuþjálfamiðstöð sem var stofnuð árið 2020 og hefur að markmiði að bjóða iðjuþjálfaþjónustu til barna, unglinga, foreldra og skóla. Boðið er upp á mat á skynúrvinnslu, félagsfærninámskeið og þjálfun í athöfnum daglegs lífs, ásamt fleiru. Hugmyndin að Lífsbrunni hefur verið lengi í huga mér. Mig hefur alltaf langað að sameina í eitt allt sem ég kann og hef réttindi til að gera. Frá 2004 hef ég verið með sjálfstæðan rekstur og námskeið fyrir lesblinda einstaklinga, auk þess sem ég er með réttindi til að nota Davis-aðferðina. Árið 2012 útskrifaðist ég sem iðjuþjálfi og árið 2015 fékk ég síðan réttindi til að vera með PEERS-félagsfærninámskeið. Þegar COVID-19 skall á þá þurftum við hjá Lífsbrunni, eins og fleiri, að nota fjarkennslubúnað meira. Sú reynsla hefur kennt okkur margt þar sem við færðum m.a. PEERS-námskeiðin okkar yfir í fjarkennslu og fengum fleiri fyrirspurnir um fjarkennslu af ýmsu tagi. Öll þessi þjónusta gekk mjög vel í fjarfundabúnaði, sem varð til þess að mig langaði að geta hjálpað fleirum sem hvorki hafa tök á að fá þjónustu í sínum heimabæ né koma til Reykjavíkur. Til þess að mega veita iðjuþjálfun í fjarheilbrigðisþjónustu þá varð ég að sækja um leyfi landlæknis sem og ég gerði vorið 2020 og er núna með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi, bæði á stofu og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu. Þá kom upp hugmyndin um að gefa fyrirtækinu nýtt nafn og sameina alla þessa þætti en með aðaláherslu á fjarkennslu. Ég mun þó að sjálfsögðu halda áfram að sinna öllum þessum þáttum líka á stofunni sem ég er með að Arnarbakka 2-4 í Reykjavík, og í nærumhverfi skjólstæðinga. Þá langaði mig að stækka þetta enn frekar og hringdi í Rósu Gunnsteinsdóttur iðjuþjálfa og fjölskyldufræðing. Þar sem við erum gamlir vinnufélagar og höfum alltaf náð vel saman fag- lega var upplagt að bjóða henni með og var hún til í þetta með mér. Við erum tvær saman með heimasíðuna idjutjhalfun.is. Rósa hefur verið með réttindi frá Embætti landlæknis til að vera með iðjuþjálfun á stofu frá 2017 en hún sinnir þeirri þjón- ustu á Domus Mentis geðheilsustöð og í nærumhverfi skjól- stæðinga. Framtíðarsýn okkar er að veita iðjuþjálfun á stofu, fara á vettvang og í fjarþjónustu. Þjónustan sem ég mun veita í fjarþjónustu er: Skynúrvinnslu- mat og ráðgjöf fyrir börn, unglinga, foreldra og skóla. Mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, áhugamál, andleg líðan og geðrænar áskoranir. Ráðgjöf varð- andi það sem viðkomandi vill geta gert og þarf að geta gert. Námskeið fyrir lesblinda og PEERS-félagsfærninámskeið. Sama þjónusta verður í boði á stofu og á vettvangi hjá bæði Guðrúnu og Rósu. Hægt er fylgjast með okkur á Facebook og Instagram. www.idjuthjalfun.is gudrun@idjuthjalfun.is rosa@idjuthjalfun.is Lífsbrunnur Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi Rósa Gunnsteinsdóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.