Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 16
1. tölublað 202116 en þátttakendur hafa verkfærni til að vinna handverk. Tíu til tólf manns er boðið í hvert sinn og eru verkefnin í samræmi við færni og getu einstaklinganna. Nokkrir handafimihópar eru í boði en hver þeirra er með fjórum þátttakendum og koma þeir einu sinni í viku. Markmiðið með hópnum er að viðhalda og auka liðleika, minnka verki, auka styrk handa og fingra. Grjónabakstrar eru notaðir til að hita hendur og axlir. Síðan eru gerðar æfingar sem reyna á samhæfingu huga og handa og getu til að fylgja fyrirmælum. Handaæfingar stuðla að betri færni við athafnir í daglegu lífi, til dæmis að hneppa skyrtu. Samverustundir eru á hverri deild með það markmið að örva vitræna færni með upplestri, endurminningum, land- kynningum, umræðum, söng og fleiru. Einnig er lesin fram- haldssaga í hverri viku á öllum deildum. Tónlist er í forgrunni í samverustundum á heilabilunareiningum en einnig hefur verið unnið með nálgun Namaste á þessum einingum. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að því að lifa og njóta í stað þess að vera bara til. Lykilatriði er virðing fyrir einstaklingnum. Áhersla er lögð á að skapa rólegt og notalegt umhverfi, rólega tónlist, dempuð ljós, snertingu og kærleika. Boccia er spilað á hverri hæð einu sinni í viku en það reynir á líkamlega, vitræna og félagslega færni. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir, er ávallt mikil gleði og keppnisskapið kemur bersýnilega fram hjá mörgum. Auk þeirrar starfsemi sem fram er komin, er í boði mikið og virkt félagsstarf í samkomusal eða úti í garði þegar viðrar til þess (þó það hafi verið með öðru sniði síðastliðið ár). Meðal þess sem er í boði er vikuleg söngstund þar sem spilað er undir á gítar eða píanó, boðið er í bingó aðra hvora viku og reglulega eru haldin böll. Þá rifjast upp gamlir taktar og gleðin tekur öll völd. Auk þessa eru árlegir viðburðir eins og þorragleði, vorhátíð, kaffihús og basar fyrir jólin sem aðstandendum er boðið á og margt fleira. Einnig koma reglulega listamenn og syngja, spila á hljóð- færi eða skemmta íbúum. Starfsmaður félagsstarfs hefur séð um samstarf við grunnskóla í hverfinu og hefur það gefist mjög vel. Börn í 5. bekk komu í 6–8 manna hópum í heimsókn og tóku þátt í boccia og/eða spilamennsku. Þetta hefur að sjálfsögðu legið niðri síðastliðið ár vegna samkomutakmarkana. Eins og áður kom fram er Laugaskjól ein deild Skjóls í formi sambýlis í íbúðarhverfi skammt frá heimilinu. Íbúar njóta þjónustu iðjuþjálfa bæði með því að koma á Skjól og einnig í heimaumhverfi. Lögð er áhersla á að umhverfið sé heimilis- legt, hver og einn hefur sérherbergi en sameiginleg setustofa, borðstofa og eldhús er í húsinu. Íbúar sambýlisins eru fremur vel á sig komnir líkamlega, með mislangt gengna heilabilun en geta sinnt athöfnum daglegs lífs með eftirliti og tekið þátt í daglegum störfum á heimilinu. Iðjuþjálfi hefur undanfarið lagt áherslu á vikulega íhlutun í formi matargerðar eða baksturs með þátttöku íbúa og boðið starfsfólki fræðslu um persónu- miðaða nálgun í umönnun og notkun lífssögu. Markmið þessa verkefnis er að starfsfólk bjóði íbúum enn meiri þátttöku í daglegum verkefnum sem fram fara á heim- ilinu. Kiwanisklúbburinn Elliði í Reykjavík styrkir gerð gróður- kassa fyrir matjurtir sem verður komið fyrir í garði sambýlisins og eykur möguleika íbúa á þátttöku í garðvinnu. Einnig veitti Samfélagssjóður Eflu styrk til að kaupa plöntur og fegra umhverfið. Ljóst er að öldruðum mun fjölga mikið á næstu áratugum og þörf fyrir búsetu á hjúkrunarheimilum mun aukast með hækk- andi aldri þjóðarinnar. Iðjuþjálfar veita mikilvæga þjónustu nú þegar, eftirspurnin mun ekki minnka og þurfa þeir enn frekar að marka sér stað innan þessa vettvangs. Mikilvægt er að hug- myndafræði iðjuþjálfunar sé höfð að leiðarljósi og sé sýnileg í daglegu starfi. Heimildir: Jón Snædal. (2019). Málefni einstaklinga með heilabilun. https://www. stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/ Stefnumo%CC%81tun%20i%CC%81%20ma%CC%81lefnum%20einstaklinga%20 me%C3%B0%20heilabilun%20(3)fr%C3%A1%20JSuppsetningGEMEGE080420. pdf Kitwood, T. (2007). Ný sýn á heilabilun: Einstaklingurinn í öndvegi (Svava Aradóttir þýddi). JPV útgáfa (frumútgáfa 1997). Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. (2019). Ný menning í öldrunarþjónustu. Ömmuhús. Taylor, R. R. (ritstjóri). (2017). Kielhofners’s Model of human occupation (5. útgáfa). Wolters Kluwer. World Health Organization. (2017). Global action plan on the public health response to dementia, 2017–2025. World Health Organization. (2020). The decade of healthy aging: A new UN-wide initiative. https://www.who.int/news/item/14-12-2020-decade-of-healthy- ageing-a-new-un-wide-initiative

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.