Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 24
1. tölublað 202124 af sér og beri hag einstaklinga fyrir brjósti með því að sýna þeim skilyrðislausa væntumþykju og kærleika. Þriðja stoðin felst í að skapa öðrum tækifæri til að sýna væntumþykju og kærleika. Með því að skapa aðstæður sem leyfa einstaklingum að eignast hlutdeild í lífi annarra með gagnkvæmum kynnum getum við kennt öðrum hvað það er að vera vinur, vera til staðar fyrir aðra og að tengjast öðrum. Síðasta stoðin er að vera þátttakandi. Starfsmenn geta hjálpað fólki og hvatt það til þátttöku með því að skapa tíma og aðstæður til samveru. Helstu verkfæri þjónandi leiðsagnar eru orð og tónn raddar, augu, hendur og nærvera (Valgý Arna Eiríksdóttir o.fl., e.d.; Þröstur Haraldsson, 2017). Þessi verkfæri gegna lykilhlutverki í daglegum störfum í Skógarlundi þar sem stór hluti af þeim sem sækja þar þjónustu þurfa aðstoð með samskipti, boð- skipti og tjáskipti. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir Að eiga góð samskipti er mikilvægt til þess að upplifa jákvæð tengsl (Heilsuvera, 2019). Þar sem leikni í samskiptum byggir að stórum hluta á hæfileikanum til að tjá sig er nauðsynlegt að útbúa umhverfið á þann hátt að allir geti tjáð sig að einhverju leyti (Klara Bragadóttir, 2016). Þar sem aðeins hluti af þeim sem sækir þjónustu í Skógarlund notar talað mál til tjáskipta eru óhefðbundnar tjáskiptaleiðir mikilvægur hluti af starfinu. Þær leiðir sem notaðar eru til tjáskipta aðrar en talað mál flokkast undir óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Þeim er oft skipt í tvo meginflokka; hreyfitákn og hlutbundin tákn. Hreyfitákn fara fram án stuðnings frá umhverfinu en þeim tilheyra meðal annars látbragð, svipbrigði, tákn með tali og táknmál heyrnar- lausra. Hlutbundin tákn fara fram með hjálpargögnum þar sem hlutir, tákn og myndir eru nýtt til tjáskipta (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 2010; Rakel Marteinsdóttir, 2021). Óhefð- bundnar tjáskiptaleiðir er því hugtak yfir þær ólíku leiðir sem nýttar eru til tjáskipta. Tjáskiptaaðferð spannar svo þær ólíku nálgunaraðferðir sem farnar eru til þess að þjálfa og kenna leiðir til tjáskipta. Ýmsar tjáskiptaaðferðir eru til og er ein þeirra hugmyndafræði TEACCH (Sigrún Grendal Magnúsdóttir, 2012). TEACCH TEACCH er alhliða þjónustulíkan fyrir einstaklinga sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir og því hægt að aðlaga að öllum getustigum, aldri og aðstæðum (Áslaug Melax, 2012). Til að ná bestum árangri með TEACCH er gert einstaklingsmat og áætlun sem er í reglulegri endurskoðun. Lögð er áhersla á styrkleika einstaklingsins og aðra þætti sem efla færni, áhuga og sjálfstæði. Skipulögð kennsla innan TEACCH getur aukið færni og yfirsýn einstaklingsins með skipulögðu umhverfi, vinnukerfi, sjónrænu dagskipulagi og boðskiptum. TEACCH virkar með öllum aldurshópum og mark- miðið er alltaf að einstaklingar eigi sjálfstætt líf (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, e.d.; TEACCH® Autism Program, e.d.). Í Skógarlundi hefur TEACCH verið notað með einum eða öðrum hætti í nokkur ár. Nú er lögð mikil áhersla á að styrkja starfið innan hugmyndafræðinnar. Þjónustan er aðlöguð að hverjum Vinnuverkefnið að flokka hnífapör. Myndrænt dagsskipulag

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.