Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 38
1. tölublað 202138 Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að taka þátt í því sem þau vilja og þurfa að gera. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem börn með þroskahömlun eru sjálf þátttakendur og eru spurð um lífsgæði sín. Algengara er að foreldrar þeirra séu spurð fyrir þeirra hönd. Markmið fyrirhugaðrar rannsóknar er að afla gagna um hvernig börn með þroskahömlun meta lífsgæði sín og hvort munur sé á mati barna og foreldra þeirra. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvert er mat barna með þroskahömlun á lífsgæðum sínum? Hvernig meta foreldrar barna með þroskahömlun lífsgæði barna sinna? Er munur á mati barna með þroskahömlun og foreldra þeirra? Rannsóknin verður megindleg samanburðar- rannsókn. Þátttakendum verður aflað í samvinnu við Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og verður þeim fjölskyldum sem uppfylla þátttökuskilyrðin boðin þátttaka. Skilyrði fyrir þátttöku eru að barnið sé á aldrinum 8-18 ára, sé með greiningu þroskahömlunar samkvæmt ICD-10 og að foreldri eða forsjáraðili barns taki þátt Ágrip útskriftarnema 2021 Leiðbeinandi: Linda Björk Ólafsdóttir í samanburðarhóp. Til að afla gagna verður KIDSCREEN-27 matstækið lagt fyrir börnin og foreldra. Matstækið er ætlað til að meta lífsgæði barna út frá fimm víddum; hreyfiathöfnum og heilsu, almennri líðan og sjálfsmynd, fjölskyldu og frjálsum tíma, vinatengslum, skóla og námi. Við greiningu gagna verður notast við lýsandi tölfræði. Einnig verða svör barna og foreldra pöruð saman og t-prófi háðra úrtaka beitt til að kanna mun á milli hópa. Hagnýtt gildi rann- sóknarinnar er að fá innsýn í hvernig börn með þroskahömlun meta lífsgæði sín og hvaða þættir það eru sem skipta þau og foreldra þeirra máli. Nýtast niðurstöðurnar við skipulagningu á þjónustu við þennan hóp og til að stuðla að bættum lífs- gæðum þeirra. Lykilhugtök: Börn, foreldrar, þroskahömlun og lífsgæði Guðrún Hildur Einarsdóttir Lífsgæði barna með þroskahömlun - Mat barna og foreldra. Rannsóknaráætlun. Í námskeiðinu Fræðileg skrif og gagnreynt starf, sem kennt er á þriðja námsári í iðjuþjálfunarfræði, unnu nemendur fræðilega samantekt um efni að eigin vali. Samantektin flokkaðist undir kortlagningaryfirlit og var unnið eftir vinnulagi Arksey og O‘Malley (2005). Til að kynna niðurstöður sínar útbjuggu nemendur síðan v eggspjöld sem við deilum hér með ykkur. Linda Björk Ólafsdóttir og Sigrún Kristín Jónasdóttir, umsjónarkennarar námskeiðsins Fræðileg skrif og gagnreynt starf vorið 2021. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt og eiga án efa erindi til starfandi iðjuþjálfa. Hér á eftir koma kynningarspjöld nemanna frá námskeiðinu. Við vonum að þið hafið gagn og gaman af.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.