Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 32
1. tölublað 202132 Niðurstöður úr þverfaglegu teymi Þegar allir faghópar eru búnir að meta einstaklinginn er teymisfundur þar sem farið er yfir niðurstöður og rannsóknir, sérhæfð ráðgjöf rædd og áframhaldandi eftirmeðferð ákveðin. Einstaklingur kemur síðan í lokaviðtal hjá lækni og fær allar niðurstöður og ráðleggingar skriflegar og einnig fær heimilislæknir niðurstöðurnar. Oft er áhersla lögð á skynörvandi jafnvægisþjálfun hjá sjúkraþjálfara þar sem jafnvægisskynið er þjálfað og fallviðbrögð aukin sem og önnur styrktarþjálfun. Stundum er innlögn á L2 útskriftardeild í 2–4 vikur eða önnur endurhæfingarúrræði utan Landspítala fundin. Greinarhöfundur hefur starfað á byltu- og beinverndarmót- töku frá upphafi. Hún er mjög spennandi vettvangur fyrir iðjuþjálfa að vinna við og þörfin er mikil. Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Sturtustólar og kollar í miklu úrvali með og án snúningsdisks. Einfaldir í notkun, með hæðarstillanlegum og stöðugum fótum. Sturtustólar A5_ á hæð.indd 1 19/10/2021 4:05:53 pm

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.