Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 4
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Óskalistinn Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orð Martins Luther king; ég á mér draum. Þessi brautryðjandi friðsamlegrar mannréttinda- baráttu átti þann draum að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. barátta hans hefur örugglega fært hluta heims- byggðarinnar nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar, heldur í víð- ara samhengi. Alla daga erum við minnt á að réttmætir draumar okkar til betra samfélags mæta fyrirstöðu af sýnilegum sem ósýnilegum öflum. Með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunar- aflinu. Í ljósi þess að nú er rúmur hálfur mánuður í kosningar til Alþingis ætla ég að gera orð Martins Luthers að mínum: Ég á mér draum. Það má jú láta sig dreyma. Í aðdraganda þessara kosninga ætla ég að nefna nokkur atriði um hverju mér finnst mætti breyta, birti hér nokkurs konar óskalista. Ég á mér til dæmis þann draum að frambjóðendur til þings bendi fremur á hvað þeir vilja sjálfir berjast fyrir, nái þeir völdum, fremur en að þeir verji kröftum sínum í að naga hælinn hver af öðrum. Þeir mættu sumir vera dug- legri að segja hvað þeir standa fyrir. Menntun í þágu þjóðar, ekki skólastofnana. Ég vil að kraftar menntakerf- isins verði nýttir til að mennta fólk til starfa sem einhverjar líkur eru til að þörf sé á. Á sama tíma og skortur er á t.d. hjúkrunarfræðingum, iðnaðar- mönnum og ýmsum öðrum fagstéttum, eru æðri menntastofnanir fullar af nemendum og kennurum sem eru að fást við nám og kennslu í fræðum sem engin eftirspurn er eftir. Hvorki nú né í sjáanlegri framtíð. Við eigum sem þjóð að hafa dug í okkur til að beina ungu fólki á nytsamar námsbrautir og kosta þau til þess. kerfi sem þjóðin getur borið uppi. Á nýju kjörtímabili óska ég þess að komið verði á koppinn á að giska tíu manna stofnun sem hefur það eina hlut- verk að leggja mat á hvaða stofnanir í hinum opinbera geira eiga rétt á sér. Hverjum megi einfaldlega fórna án sýnilegs skaða fyrir þjóðina. Stjórnmála- mönnum verður svo skylt að fara að ráðleggingum um niðurskurð. Þá á ég mér þann draum að stjórnmálamenn framtíðarinnar beini auknum sjónum að mikilvægi þess að hlúa að þeim atvinnugreinum sem við höfum, verja hag þeirra og réttindi, en beini ekki öllum kröftum sínum í umræður og frasa um nýsköpun. Sú finnst mér vera raunin hjá býsna mörgum. Ný- sköpun sem slík er vissulega góðra gjalda verð og nauðsynleg, en ég vil einn- ig sjá aukinn stuðning í orði og æði við t.d. sjávarútveg og að hann sé stund- aður sem víðast þar sem hafnaraðstaða er til staðar og vilji er til að róa. Smá- bátaútgerð hefur sýnt að vera í senn arðbær og góð atvinnugrein sem bætir samfélög. Hún hefur hins vegar átt undir högg að sækja vegna samþjöpp- unar veiðiheimilda á fárra hendur. Ég hef ekkert á móti stórútgerðum og hverju þær hafa og munu áorka, en mér hefur fundist skorta á alvöru stuðn- ing við útgerðir smærri báta. Af hverju eru t.d. strandveiðar bara stundaðar í fjóra mánuði? Af hverju ekki allt árið? Að sama skapi kalla ég eftir alvöru stuðningi við innlenda landbúnaðarframleiðslu. Núverandi stefna hefur beð- ið skipbrot. Hættum ónauðsynlegum innflutningi á kjöti og mjólkurafurðum sem við getum framleitt hér innanlands og er þar að auki betri vara en í boði er yfir hafið. Látum ekki stórkaupmenn og innflytjendur ráða því hvaðan hráefni okkar er í boði. Sýnum metnað í að hlúa að innlendri framleiðslu. Loks á ég mér þann draum að ef ég tóri til sjötugs megi ég eiga von á því að eftir starfslok taki við fjárhagslega áhyggjulaust líf. Þeir sem starfa á ís- lenskum vinnumarkaði í hálfa öld eiga ekki að þurfa að óttast fjárhagslega örbirgð að vinnudegi loknum. Það er enginn stórnmálaflokkur mér vitandi sem hefur sett stefnu um að laga þessi mál. Þó eru þeir væntalega meðvitaðir um þá þróun að sífellt færri standa að baki alvöru verðmætasköpun á sama tíma og þjóðin eldist hratt. Magnús Magnússon Síðastliðinn föstudag hófust jarð- vegsskipti undir fyrsta íbúðarhúsið sem reist verður við götuna birki- hlíð á Varmalandi í Stafholtstung- um. Það er Ásgeir Yngvi Ásgeirs- son byggingameistari sem mun byggja einbýlishús á lóð númer 6. deiliskipulag hefur verið til fyrir 17 húsa byggð við götuna allt frá 2005. Árið 2017 var skipulaginu breytt til að innan svæðisins rúm- aðist einnig stækkun hótelsins í gamla húsmæðraskólanum norð- an við hina nýju götu. Samkvæmt vef borgarbyggðar er nú ein parhússlóð laus til út- hlutunar við birkihlíð, lóð nr. 2-4. Það skýrist af því að gatna- gerð er lokið að þeirri lóð, líkt og að lóð nr. 6, en ekki að öðr- um lóðum innar í götunni. Þór- dís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri borgarbyggðar staðfesti í samtali við Skessuhorn að sveitarfélagið myndi að sjálfsögðu skoða að ljúka við gatnagerð ef eftirspurn skapast um lóðir og frekari upp- byggingu við birkihlíð á Varma- landi. mm Á áttunda tímanum síðastliðið laug- ardagskvöld var björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út til aðstoðar ferðafólki á Fróðárheiði. Í tilkynningu var sagt að bíll væri við það að velta. Þarna var á ferðinni ferðafólk á húsbíl sem hafði feng- ið á sig sterka vindhviðu og fokið til á veginum yfir heiðina. Veður var afar hvasst á svæðinu þegar þetta var. Í einni vindhviðunni splundr- aðist klæðning bílsins og öll aftur- hlið hennar tættist af. Mildi þykir að bíllinn fauk ekki allur út af veg- inum en neðan við þennan stað er snarbrött hlíðin. björgunarsveitar- fólk flutti ferðalangana á gistihús en lögregla tók við málinu á vett- vangi. mm/ Ljósm. Lífsbjörg. Rekstraraðilar Eiríksstaða og Vín- landsseturs í dölum sóttust nýver- ið eftir hagstæðari samningum við dalabyggð í ljósi aðstæðna í ferða- þjónustunni, þ.e. vegna neikvæðra áhrifa sem rekja má til heimsfarald- urs. Fóru þeir fram á sveigjanlegri opnunartíma og lægri afgjöld til sveitarfélagsins. „Ástæðurnar eru færri erlendir gestir og mikill sam- dráttur í hópferðum, sem væntan- lega skýrist að mestu af erfiðleikum ferðaskrifstofa og flugfélaga, sem vænta má að lagist ekki að fullu fyrr en árið 2023,“ segir bjarnheiður Jó- hannsdóttir sem rekur Eiríksstaði í Haukadal ásamt Reyni Guðbrands- syni manni sínum. Þau, ásamt hjón- unum pálma Jóhannssyni og Önnu Sigríði Grétarsdóttir, reka einnig Vínlandssetrið í búðardal. Á fundi byggðarráðs dalabyggð- ar 31. ágúst síðastliðinn var fjallað um málið og samþykkt vegna mik- ilvægis beggja fyrirtækja í ferða- þjónustu í dölum, að koma til móts við rekstraraðila sem nú mega bæði loka fyrr í haust og opna síðar næsta vor, en samningar kveða á um, þar sem áhrif heimsfaraldurs hafa stytt árlegt sölutímabil að vori og hausti. bæði fyrirtækin munu samt sem áður taka á móti fyrirfram bókuð- um hópum og Vínlandssetur halda menningarviðburði í allan vet- ur. Einnig samþykkti dalabyggð að lækka afgjald á báðum stöðum tímabundið. Að sögn bjarnheiðar Jóhannsdóttur framlengdi dala- byggð samninginn við rekstraraðila Eiríksstaða til 30. september 2023, en ekki var hreyft við samningstíma Vínlandsseturs. mm Hluti yfirbyggingar húsbíls splundraðist Við Eiríksstaði í Haukadal. Ljósm. west.is Samþykktu tilslakanir í samningi um Eiríksstaði og Vínlandssetur Síðdegis á föstudaginn var Brynjar Bergsson búinn að taka grunn fyrir væntanlegt einbýlishús. Ljósm. vh. Grunnur að fyrsta húsi við nýja götu á Varmalandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.