Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Síða 8

Skessuhorn - 08.09.2021, Síða 8
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 20218 Tilkynnt um ruslapoka AKRANES: Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning á miðvikudaginn um að það væri rusl á veginum rétt utan við Akranes. Lögreglan fór á stað- inn og var þá stór svartur rusla- poki á veginum. Lögreglan seg- ir það of algengt að fólk gangi ekki nógu vel frá rusli á kerru þegar farið er að gámasvæði terra. Ef lögreglan sér óviðun- andi frágang á kerru fær öku- maður sekt fyrir. -arg Umferðarslys BORGARFJ: umferðarslys varð laugardaginn 4. septem- ber kl 14:30 á Snæfellsnesvegi móts við Álftá. Fór þá bíll út af veginum með ökumann og tvo farþega. Lögregla og sjúkrabíll fóru á vettvang í forgangi. Einn farþegi kvartaði yfir eymslum í baki en ekki reyndust alvarleg slys á fólki. Læknir var með í sjúkrabílnum og skoðaði hann fólkið á vettvangi. bíllinn var óökuhæfur. -arg Datt og rotaðist BORGARFJ.: Sunnudags- kvöldið 5. september barst til- kynning um hestamann sem hafði dottið af baki. Hesturinn hafði fælst í myrkri með þeim afleiðingum að knapinn datt af og rotaðist. Var maðurinn bú- inn að jafna sig að mestu þeg- ar sjúkrabíll kom á svæðið og virtist hann ekki hafa neina höf- uðáverka en kenndi sér smá eymsla. knapinn var skoðaður betur af sjúkraflutningafólki á vettvangi. -arg Ökumenn stöðvaðir BORGARFJ.: Föstudag- inn 3. september var ökumað- ur stöðvaður á borgarfjarðar- braut. Reyndist hann ekki hafa gild ökuréttindi því hann hafði gleymt að endurnýja skírteini. Fyrir þetta fær viðkomandi öku- maður 40 þúsund króna sekt. Þá var annar ökumaður stöðvaður á laugardaginn í borgarnesi. blés viðkomandi undir mörkum en þó með of mikið til að geta keyrt. Var ökumanni því bara gert að hætta akstri. -arg Stafræn skráning lögheimilis barns LANDIÐ: Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samn- ing um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir und- irrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirrit- un, hvort fyrir sig. „Foreldr- ar sem eru sammála um lög- heimilisflutning barns geta nýtt sér þessa bættu þjónustu sýslu- manna sem er aðgengileg á isl- and.is. Ferlið er stafrænt frá upphafi til enda og berst stað- festing sýslumanns foreldrum í pósthólf þeirra á island.is að málsmeðferð lokinni. Þannig geta foreldrar gengið frá lög- heimilisskráningu barnsins án þess að þurfa að mæta á skrif- stofu sýslumanns eða afla gagna frá öðrum stofnunum,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðu- neytinu. -mm Laugardagssýning- ar Michelle Bird BORGARNES: Listakonan Michelle bird hefur lokið við að gera upp vinnustofuna sína við Sæunnargötu 12 í borgarnesi. Af því tilefni verður hún með laug- ardagssýningar klukkan 10-14. Fyrsta opnun var síðastliðinn laugardag þar sem hún sýndi nýj- ustu verk sín auk verka eftir lista- konuna Steinunni Steinars. díana dóra söngkona kom og söng og boðið var upp á sultur frá Olivia‘s Gourmet og skálað í kambucha. -arg Dregur úr kyn- bundnum launamun LANDIÐ: Í rannsókn sem Hag- stofa Íslands framkvæmdi fyrir forsætisráðuneytið kemur fram að launamunur karla og kvenna hér á landi hefur dregist saman frá 2008 til 2020 og á það jafnt við um atvinnutekjur, óleiðrétt- an og leiðréttan launamun. kyn- bundin skipting vinnumarkað- ar í störf og atvinnugreinar skýr- ir að miklu leyti þann launa- mun sem er til staðar en áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun hafa minnkað, einkum seinni árin. Frá 2008 til 2020 minnkaði munur á atvinnu- tekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Leiðréttur launamun- ur metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika eða þætti fái sambærileg laun. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. ágúst til 3. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 25.411 kg. Mestur afli: Ísak Ak-67: 9.886 kg. í sex löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 397.671 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 79.305 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 7 bátar. Heildarlöndun: 127.381 kg. Mestur afli: Guðmundur Jens- son SH-717: 50.509 kg. í þremur löndunum. Rif: 6 bátar. Heildarlöndun: 135.209 kg. Mestur afli: tjaldur SH-270: 43.606 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 14.576 kg. Mestur afli: bára SH-27: 13.626 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Sigurborg SH-12 GRU: 79.305 kg. 30. ágúst. 2. Akurey AK-10 GRU: 71.433 kg. 29. ágúst. 3. Runólfur SH-135 GRU: 63.362 kg. 30. ágúst. 4. Farsæll SH-30 GRU: 58.412 kg. 31. ágúst. 5. Steinunn SF-10 GRU: 58.343 kg. 29. ágúst. -frg Á miðvikudaginn í síðustu viku kom dráttarbáturinn Grettir Sterki til Ólafsvíkur að sækja dýpkunar- prammann Reyni sem þá hafði lok- ið framkvæmdum í höfninni. Mik- ill hamagangur var á meðan ver- ið var að koma dráttartaug á milli en þó nokkur vindur var að sunn- an þegar tauginni var komið yfir og kom vindurinn þvert á Gretti. Allt hafðist þetta þó fyrir rest og lagði dráttarbáturinn af stað með prammann um klukkutíma síðar til Reykjavíkur. dýpkunarskipið pétur Mikli lagði svo af stað stuttu síðar fyrir eigin vélarafli. Þegar þetta er skrifað liggja bæði Reynir og pétur við Vogabakka í Sundahöfn og bíða eftir næsta verkefni. þa Nú er verið að endurnýja stóran hluta af gangstéttum í Grundarfirði eins og áður hefur komið fram í fréttum Skessuhorns. um leið þyk- ir tilvalið að leggja lagnir þannig að hægt sé að blása ljósleiðararörum í þau, áður en nýjar gangstéttar verða steyptar. Á meðfylgjandi mynd er Þorkell Gunnar Þorkelsson verk- taki að leggja leiðslur ásamt starfs- mönnum sínum. Hvenær ljósleið- aranum verður svo blásið í rörin er annað mál, en að minnsta kosti er þetta liður í að auðvelda það verk þegar að því kemur. tfk Lögmannsstofan Íslenska mál- flutningsstofan hefur opnað skrif- stofu og útibú að kirkjubraut 40 á Akranesi. Starfsmenn lögmanns- stofunnar eru fimm og hafa þeir víðtæka reynslu af lögfræðistörfum en lögmannsstofan leggur áherslu á þverfaglega starfsemi um land allt. Guðmundur St. Ragnarsson, lögm. og Guðmundur Sveinn Ein- arsson, lögfr. hafa haft fasta viðveru á Akranesi síðastliðið ár en nú hafa þrír lögfræðingar bæst í hópinn á Íslensku málflutningsstofunni, en það eru þeir Ólafur V. thorder- sen, lögm., Hallgrímur tómasson, lögfr. og Sigurður Már Gunnars- son, lögfr. Lögmannsstofan býður upp á margvíslega þjónustu, svo sem í einkamálum, sakamálum, inn- heimtu slysabóta, fyrirtækjaráð- gjöf og löginnheimtu. Nánari upp- lýsingar um Íslensku málflutn- ingsstofuna má finna á heimasíðu þeirra www.malflutningsstofan.is. frg Á Facebook síðunni „Skordýr og nytjadýr á Íslandi“ ræðir fólk um þau skordýr sem á vegi þeirra verða hér á landi. Flestir setja inn myndir af skordýri til að fá nánari upplýs- ingar um hvað skordýrið heitir og hvaða tilgangi það þjónar og einnig hvort það sé skaðlegt eða meinlaust. Síðastliðið mánudagskvöld birt- ust myndir á síðunni af leðurblöku sem fannst dauð á bílastæði í kjós. Matvælastofnun var tilkynnt um fundinn daginn eftir. Leðurblökur flækjast einstaka sinnum hingað til lands, koma þá ýmist með hálofta- vindum eða sem laumufarþegar í flutninga- eða skemmtiferðaskip- um. arg Gert klárt fyrir ljósleiðara Íslenska málflutningsstofan hefur aðsetur að Kirkjubraut 40 á Akranesi. Íslenska málflutningsstofan opnuð á Akranesi Grettir Sterki kominn með prammann í tog. Dýpkunartækin farin frá Ólafsvík Leðurblaka fannst í Kjós Leðurblakan sem fannst í Kjós. Ljósm. Ólöf Ása Skúladóttir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.